13.07.2021 15:44
ISDS vinnuhunda próf
10.09.2020 08:51
Vinnupróf ISDS (ROM)
02.09.2020 09:09
Landsmót SFÍ 2020

14.02.2020 10:41
Æfingar vetur 2020
Stjórn Smalahundafélags Íslands langar að benda félagsmönnum á að nú er fólk byrjað að æfa inni á nokkrum stöðum á landinu.
Þar sem tímasetningar og fleira tengt æfingunum er mismunandi, biðjum við áhugasama að hafa samband við viðkomandi aðila sem stjórnin vill nota tækifærið og þakka kærlega fyrir ó eigingjarnt starf:
Suðurland: Kristinn Hákonarson.
Snæfellsnes: Gísli Þórðarson og Svanur Guðmundsson.
Austur Húnavatnssýsla: Bjarki Benediktsson.
Þistilfjörður - Langanes: Sverrir Möller, Maríus Halldórsson og Krzysztof Krawczyk.
Fyrir hönd stjórnar Smalahundafélags Íslands
Jens Þór Sigurðarson.
03.10.2019 09:15
Úrslit Landskeppnninnar 2019
Smalahundafélag Íslands - Landsmót smalahunda Langanesi 24. og 25. ágúst 2019 - úrslit | |||||
Sæti | A-FLOKKUR (stig af 110) | skráning hunds | dagur 1 | dagur 2 | samtals |
1 | Aðalsteinn Aðalsteinsson og Burndale Biff frá UK | SFÍ 2016-1-0072 / ISDS 344058 | 69 | 103 | 172 |
2 | Jens Þór Sigurðsson og Groesfaen Nap frá UK | SFÍ 2014-1-0099 / ISDS 335224 | 80 | 85 | 165 |
3 | Maríus Snær Halldórsson og Elsa frá Hallgilsstöðum 1 | SFÍ 2015-2-0075 / ISDS 346044 | 78 | 70 | 148 |
4 | Svanur H. Guðmundsson og Smali frá Miðhrauni | SFÍ 2011-1-0085 | 75 | 72 | 147 |
5 | Þorvarður Ingimarsson og Spaði frá Eyrarlandi | SFÍ 2014-1-0056 / ISDS 340325 | 84 | 61 | 145 |
6 | Elísabet Gunnarsdóttir og Kolur frá Húsatóftum 2 | SFÍ 2013-1-0014 / ISDS 359924 | 78 | 65 | 143 |
7 | Maríus Snær Halldórsson og Sara frá Sigtúnum | SFÍ 2010-2-0927 / ISDS 340340 | 61 | 77 | 138 |
8 | Svanur H. Guðmundsson og Korka frá Miðhrauni | SFÍ 2011-2-0061 / ISDS 340377 | 78 | 55 | 133 |
9 | Þorvarður Ingimarsson og Queen frá Tjörn 1 | SFÍ 2015-2-0087 / ISDS 342192 | 51 | 78 | 129 |
10 | Agnar Ólafsson og Birna frá Tjörn 1 | SFÍ 2015-2-0088 / ISDS | 78 | 38 | 116 |
11 | Marsibil Erlendsdóttir og Skutla frá Skálholti | SFÍ 2013-2-0072 | 49 | 64 | 113 |
12 | Magnús Óskarsson og Prince Of The Night frá Wales | SFÍ 2012-1-0094 / ISDS 320994 | 47 | 55 | 102 |
13 | Aðalsteinn Aðalsteinsson og Doppa frá Húsatóftum 2 | SFÍ 2013-2-0012 / ISDS 340286 | 0 | 92 | 92 |
Sæti | UNGHUNDAFLOKKUR (stig af 100) | skráning hunds | dagur 1 | dagur 2 | samtals |
1 | Maríus Snær Halldórsson og Fríða frá Hallgilsstöðum 1 | SFÍ 2018-2-0070 | 82 | 90 | 172 |
2 | Svanur H. Guðmundsson og Skessa frá Dalsmynni | SFÍ 2017-2-0043 | 64 | 71 | 135 |
3 | Krzystof Krawczyk og Loki frá Hallgilsstöðum 1 | SFÍ 2017-1-0071 | 41 | 53 | 94 |
4 | Edze Jan de Haan og Seimur frá Dalatanga | SFÍ 2017-1-0052 | 53 | 36 | 89 |
5 | Marsibil Erlendsdóttir og Spænir frá Dalatanga | SFÍ 2017-1-0051 | 45 | 29 | 74 |
6 | Elísabet Gunnarsdóttir og Ripley frá Írlandi | SFÍ 2017-2-0080 / ISDS 354573 | 32 | 40 | 72 |
7 | Svanur H. Guðmundsson og Skálm frá Dalsmynni | SFÍ 2017-2-0041 | 0 | 70 | 70 |
8 | Hrafnhildur Tíbrá Halldórsdóttir og Skotta frá Dalatanga | SFÍ 2017-1-0054 | 29 | 12 | 41 |
9 | Magnús Óskarsson og Mánaskálar Klettur | SFÍ 2018-1-0058 | 6 | 0 | 6 |
Sæti | B-FLOKKUR (stig af 100) | skráning hunds | dagur 1 | dagur 2 | samtals |
1 | Krzystof Krawczyk og Tígull frá Hallgilsstöðum 1 | SFÍ 2015-1-0085 | 54 | 69 | 123 |
2 | Björn Jóhann Steinarsson og Skriða frá Skriðu | SFÍ: ÓSKRÁÐ | 56 | 16 | 72 |
3 | Sigurður J Hermannsson og Táta frá Skriðu | SFÍ: ÓSKRÁÐ | 33 | 17 | 50 |
22.08.2019 11:07
Landskeppnin 2019
Keppnin er haldin í samstarfi við Austurlandsdeild félagsins. Eins og venjulega er keppt í A-flokki, B-flokki og unghundaflokki.
Dómarar eru Gunnar Einarsson frá Daðastöðum og Sverrir Möller frá Ytra-Lóni.
Keppnin er tveggja daga og sigrar sá sem hefur samanlagt flest stig eftir báða dagana.
Aðalfundur félagsins verður haldinn á föstudagskvöldinu 23. ágúst klukkan 21:00 að Ytra-Lóni.
Báða keppnisdagana verður hægt að kaupa súpu í hádeginu á keppnisstað.
Skráning er hjá Lísu í síma 8631679 auk þess sem undirritaður getur tekið við skráningum. Skráningu lýkur klukkan 18:00 fimmtudaginn 22. ágúst til að hægt sé að ljúka vinnu við mótsskrá.
13.11.2018 23:25
Deildarmót Austurlandsdeildar SFÍ Eyrarlandi
Síðara haustmót Austurlandsdeildar SFÍ var haldið að Eyrarlandi 11. nóvember síðastliðinn. Eftir að hafa lengst af ferðast í grenjandi rigningu og svartaþoku voru farnar að renna tvær grímur á þá keppendur sem komu lengra að. Það var þó ekki ástæða til að örvænta því þegar sá í Eyrarland létti til og fór mótið fram við góðar aðstæður þó þokan hafi aðeins reynt að stríða þátttakendum á köflum. Á Eyrarlandi var öll umgjörð til fyrirmyndar eins og fyrri daginn og valinn maður í hverju rúmi. Þar var gott brautarstæði með ágætri yfirsýn og kindurnar þjálar. Aðeins sog frá útihúsum en kindurnar voru sanngjarnar og gáfu áreynslulítið eftir þegar hundarnir komust fyrir þær. Vegleg verðlaun voru í boði en Jötunn Egilsstöðum og Landstólpi Egilsstöðum styrktu deildina með verðlaunum í formi hundafóðurs.
Alls tóku níu hundar þátt og hundar í A-flokki fengu tvö rennsli hver þar sem betra rennslið gilti til úrslita. Dómari var Agnar Ólafsson frá Tjörn.
Deildin þakkar öllum sem komu að mótinu með einum eða öðrum hætti kærlega fyrir. Reglulega gaman að það hafi verið hægt að koma á tveimur deildarmótum þetta árið. Menn og hundar reynslunni ríkari. Vonandi ávísun á það sem koma skal.
ÚRSLIT VORU EFTIRFARANDI:
UNGHUNDAFLOKKUR (100 stiga keppni)
1. Sverrir Möller og Garri frá Auðólfsstöðum - 63 stig (M: Týra frá Hafnarfirði - F: Grímur frá Daðastöðum)
2. Sverrir Möller og Kári frá Auðólfsstöðum - 61 stig (M: Týra frá Hafnarfirði - F: Grímur frá Daðastöðum)
3. Sigurður Max Jónsson og Tása frá Ósi, ógilt (M: Káta frá Ósi - F: Snati frá Eyrarlandi)
B-FLOKKUR (100 stiga keppni)
1. Marzibil Erlendsdóttir og Valur frá Tjörn, ógilt (M: Brook frá Wales - F: Spaði frá Eyrarlandi)
A-FLOKKUR (110 stiga
keppni)
1. Þorvarður Ingimarsson og Spaði frá Eyrarlandi - 95 stig (M: Lýsa frá Hafnarfirði - F: Prins frá Daðastöðum)
2. Elísabet Gunnarsdóttir og Kolur frá Húsatóftum - 82 stig (M: Kría frá Daðastöðum - F: Brúsi frá Brautartungu)
3. Elísabet Gunnarsdóttir og Panda frá Daðastöðum - 79 stig (M: Skotta frá Daðastöðum - F: Dan frá Skotlandi)
4. Sverrir Möller og Gutti frá Hafnarfirði - 74 stig (M: Ólína frá Hafnarfirði - F: Karven Taff frá Wales)
5. Marzibil Erlendadóttir og Skutla frá Skálholti - 57 stig (M: Týra frá Innri-Múla - F: Karven Taff frá Wales)
05.11.2018 18:47
Deildarmót Austurlandsdeildar Ytra-Lóni
Deildarmót Austurlandsdeildar SFÍ var haldið að Ytra-Lóni á Langanesi sunnudaginn 4. nóvember 2018. Brautin á Ytra-Lóni liggur niður við sjó sem gerir mótsvæðið svolítið sérstakt og feikna fallegt. Sjávarlyktin fyllir vitin og öldurnar syngja og dansa í fjörunni. Svolítil snjódula lá yfir svæðinu en ekkert sem þáttakendur létu stoppa sig þó hún hafi mögulega tafið aðeins fyrir kindunum á köflum. Alls tóku ellefu hundar þátt og Gunnar Einarsson frá Daðastöðum sá um dómgæslu.
Á Ytra-Lóni var boðið upp á dýrindis veitingar. Súpa fyrir keppni og hlaðborð með alls kyns gómsætu kaffibrauði eftir mót.
Eins og alltaf þá verða svona mót ekki til að sjálfu sér. Það þarf undibúning, aðstöðu og kindur, aðstoðarfólk til að sjá um sleppingar, dómara og svo auðvitað keppendur. Svona mót eru kærkominn vettvangur fyrir okkur sem höfum áhuga á að áfram séu góðir smalahundar ræktaðir á Íslandi til að koma saman. Bæði til að sjá hvaða hundar eru til á landinu og hvernig þeir vinna, en ekki síður til að sjá hvert annað.
Við sem vorum þarna komin saman ræddum að gaman væri að reyna að hittast aftur í vetur við eitthvað annað tilefni.
Austurlandsdeildin þakkar öllum sem að mótinu komu kærlega fyrir sitt framlag. Þess má geta að þetta er fyrsta mótið í mótaröð Austurlandsdeildarinnar, en annað mót er fyrirhugað á Eyrarlandi um næstu helgi ;)
ÚRSLIT VORU EFTIRFARANDI:
UNGHUNDAFLOKKUR (100 stiga keppni)
1. Sverrir Möller og Kári frá Auðólfsstöðum - 74 stig (M: Týra frá Hafnarfirði - F: Grímur frá Daðastöðum)
2. Sverrir Möller og Garri frá Auðólfsstöðum - 64 stig (M: Týra frá Hafnarfirði - F: Grímur frá Daðastöðum)
3. Einar Atli Helgason og Kría frá Snartarstöðum - 34 stig/Hætti keppni (M: Skoppa frá Sauðanesi - F: Strumpur frá Snartarstöðum)
A-FLOKKUR (110 stiga keppni)
1. Elísabet Gunnarsdóttir og Panda frá Daðastöðum - 86 stig (M: Skotta frá Daðastöðum - F: Dan frá Skotlandi)
2. Elísabet Gunnarsdóttir og Kolur frá Húsatóftum - 84 stig (M: Kría frá Daðastöðum - F: Brúsi frá Brautartungu)
3. Maríus Snær Halldórsson og Elsa frá Hallgilsstöðum - 81 stig (M: Sara frá Sigtúnum - F: Snati frá Móskógum)
4. Maríu Snær Halldórsson og Sara frá Sigtúnum - 67 stig (M: Míla frá Bjarnastöðum - F: Dan frá Skotlandi)
5. Þorvarður Ingimarsson og Spaði frá Eyrarlandi - 64 stig/Féll á tíma (M: Lísa frá Hafnarfirði - F: Prins frá Daðastöðum)
6. Helgi Árnason og Skoppa frá Sauðanesi - 55 stig (M: Skutla frá Eyrarlandi - F: Prins frá Daðastöðum)
7. Einar Atli Helgason og Strumpur frá Snartarstöðum - 36 stig/Féll á tíma (M: Rós frá Daðastöðum - F: Gutti frá Snartarstöðum)
8. Sverrir Möller og Gutti frá Hafnarfirði - 0 stig/Ógilt (M: Ólína frá Hafnarfirði - F: Taff frá Wales)
MYNDAALBÚM: http://smalahundur.123.is/photoalbums/288729/
28.08.2018 22:49
Landskeppni 2018
Landsmót SFÍ 2018 25 - 26 ágúst
Var haldinn á Möðruvöllum í Hörgárdal í blíðskapar veðri. Smalahundafélag Hörgársveitar og nágrennis sá um mótið í ár og berum við þeim miklar þakkir fyrir.
Úrslit mótsins voru:
A -flokk
1. Maríus S. Halldórsson og Elsa frá Hallgilstöum stig 87 + 79 = 166
2. Svanur Guðmundsson og Smali frá Miðhrauni stig 77 + 88 = 165
3. Maríus S. H. og Sara frá Sigtúni stig 77 + 81 = 158
4. Sverrir Möller og Gutti frá Hafnafirði stig 83 + 73 = 156
5. Elísabet Gunnarsdóttir og Panda frá Dað. Stig 74 + 73 = 147
6. Aðalsteinn A. og Doppa frá Húsat. Stig (41) + 98 = 139
7. Svanur Guðmds. og A. Sweep stig 69 + 33 = 102
8. Svanur Guðmds. og Korka frá Miðhraun stig ( 10) + 67 = 77
9. Þorvarður I. og Spaði frá Eyrarl. Stig ógilt
Unghundaflokk
1. Þorvarður Ingimarsson og Queen frá Tjörn stig 67 + 70 = 137
2. Sverrir Möller og Kári frá Auðólfsstöum stig 59 + 75 = 134
3. Aðalsteinn A. og Snerpa frá Húsat. Stig 54 + 79 = 133
4. Agnar Ólafsson og Birna frá Tjörn 74 +43 = 117
5. Sverrir Möller og Garri frá Auðólfsstöðum stig ( 31 ) + 64 = 95
6. Aðalsteinn A. og Biff stig (44) + 43 = 87
7. Kryzysztof og Oreó frá Hallgilstöðum stig ( 24 ) + 56 = 80
B- flokk
1. Halldór Pálsson og Píla frá Þorgrímsstöðum stig 80 + 26 = 106
2. Elísabet Gunnarsd. og Kolur frá Húsat. Stig (24) + 67 = 91
3. Kryzysztof og Tígull frá Hallgilss. Stig ( 25) + 55 = 80
21.07.2018 21:52
Landskeppni SfÍ
Landskeppni Smalahundafélags Íslands helgina 24-26 ágúst 2018
Í samstarfi við Smalahundafélag
Hörgársveitar og nágrennis. Áætlað er að keppnin fari fram á Möðruvöllum í Hörgárdal.
Keppt er í A-flokki, B-flokki og
Unghundum. Keppendum er bent á að kynna sér reglur um keppnina á vef
Smalahundafélagsins. Slóðin er http://smalahundur.123.is/
Dómari verður hinn 68 ára gamli, Ian
Fleming frá Suður- Skotlandi. Hann er sauðfjár og nautgripabóndi með 3000
kindur og 150 nautgripi. Hann hefur langa reynslu af keppni og mótahaldi á
vegum ISDS. Hann er varaformaður ISDS í Skotlandi og hefur verið brautarstjóri
stæstu móta ISDS mörg undanfarin ár (International and World Trial).
Hér er því um að ræða geysilega
reyndan mann í flestu sem viðkemur Border Collie fjárhundum, bæði hvað varðar
almenna notkun og svo keppnir. Fólki gefst tækifæri til þess að nýta sér þekkingu
hans á föstudeginum með því að koma á námskeið þar sem hann miðlar sinni
reynslu.
Námskeið byrjar kl. 09.00 á
föstudeginum, leiðbeinandi verður eins og fram kemur Ian Fleming. Námskeiðið er bæði fyrir lengra komna og byrjendur
og það er öllum opið.
Á föstudeginum er einnig er hægt að
koma með hunda í vinnupróf vegna grunnskráningar í ISDS. Upplýsingar um það
veitir formaður SFÍ
Þorvarð Ingimarsson gsm 8621835
Aðalfundur Smalahundafélags Íslands hefst kl.
20.30 á föstudag í Leikhúsinu á Möðruvöllum.
Upplýsingar um námskeiðið og keppnina
ásamt skráningum eru hjá Aðalsteini H. Hreinssyni í s: 865-3910 eða á audnir1@simnet.is
Nánari tímasetning á keppni auglýst
síðar
24.10.2017 19:34
Landsmót SFÍ 2017

A-FLOKKUR: Tvö rennsli giltu til úrslita, 110 stiga 350m braut, 15mín, 8
keppendur.
1) Aðalsteinn Aðalsteinsson og Doppa frá Húsatóftum 4,5 ára (62+74) 136 stig (besta tíkin)
2) Elísabet Gunnarsdóttir og Panda frá Daðastöðum 8 ára (60+60) 120 stig
3) Svanur Guðmundsson og Korka frá Miðhrauni 6 ára (48+65) 113 stig
4) Halldór Sigurkarlsson og Smali frá Miðhrauni 6 ára (45+58) 103 stig (besti hundurinn)
5) Marsibil Erlendsdóttir og Skutla frá Skálholti 4 ára (35+40) 75 stig
6) Sverrir Möller og Gutti frá Hafnarfirði 5 ára (0+60) 60 stig
7) Þorvarður Ingimarsson og Spaði frá Eyrarlandi 3ja ára (0+50) 50 stig
8) Hilmar Sturluson og Perla frá Móskógum 8 ára (0+38) 38 stig
Unghundaflokkur, tvö rennsli giltu til úrslita, 100 stiga og 150m braut, 12mín, fimm keppendur.
1) Maríus Snær Halldórsson og Elsa frá Hallgilsstöðum 33 mán (53+55) 108 stig
2) Aðalsteinn Aðalsteinsson og Snerpa frá Húsatóftum 21 mán (52+36) 88 stig
3) Einar Atli Helgason og Kría frá Snartarstöðum 18 mán (0+60) 60 stig
4) Einar Atli Helgason og Fenja frá Hafnarfirði 30 mán (51+0) 51 stig
5) Svanur Guðmundsson og Bonnie frá Dalsmynni 2ja ára, hættu keppni
B-flokkur, tvö rennsli giltu til úrslita, 100 stiga og 200m braut, 12mín, 2
keppendur:
1) Einar Atli Helgason og Strumpur frá Snartarstöðum7 ára (0+68) 68 stig
2) Marsibil Erlendsdóttir og Rotti frá Dalatanga 3 ára (0+35) 35 stig
Hér má sjá smá myndband frá mótinu:
https://www.youtube.com/watch?v=7sCjt4-Ghqc&t=29s
Eftirtaldir aðilar styrktu mótið og er þeim hér með þakkað kærlega fyrir:
Baldvin og Þorvaldur
Landstólpi
Fóðurblandan
SS
17.10.2017 08:11
Ótitlað
Skráningarfrestur á landskeppnina er til miðnættis miðvikudagsins 18. október skráning hjá Bjarna í síma 862-4917.
Smalahundadeild Árnessýslu.
09.10.2017 10:52
Aðalfundur SFÍ 2017
09.10.2017 10:40
Landskeppni SFÍ 2017 og námskeið
19.09.2017 10:16
DÓMARI Á LANDSKEPPNI SFI OG VINNUPRÓF ISDS
DÓMARI á Landsmóti SFÍ 21-22. október 2017 verður Anthony Warmington. Hann getur tekið hunda í ISDS vinnupróf við sama tilefni. Þeir sem hafa áhuga á því (vinnuprófinu þeas) eru beðnir að hafa samband við Lísu fyrir 24. sept 2017, elisabetg@ru.is / s. 8631679