22.08.2019 11:07

Landskeppnin 2019

Landskeppni Smalahundafélags Íslands 2019 fer fram á Hallgilsstöðum á Langanesi dagana 24. - 25. ágúst.

Keppnin er haldin í samstarfi við Austurlandsdeild félagsins. Eins og venjulega er keppt í A-flokki, B-flokki og unghundaflokki.

Dómarar eru Gunnar Einarsson frá Daðastöðum og Sverrir Möller frá Ytra-Lóni.

Keppnin er tveggja daga og sigrar sá sem hefur samanlagt flest stig eftir báða dagana.

Aðalfundur félagsins verður haldinn á föstudagskvöldinu 23. ágúst klukkan 21:00 að Ytra-Lóni.

Báða keppnisdagana verður hægt að kaupa súpu í hádeginu á keppnisstað.

Skráning er hjá Lísu í síma 8631679 auk þess sem undirritaður getur tekið við skráningum. Skráningu lýkur klukkan 18:00 fimmtudaginn 22. ágúst til að hægt sé að ljúka vinnu við mótsskrá.
Flettingar í dag: 134
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 180
Gestir í gær: 66
Samtals flettingar: 171987
Samtals gestir: 26826
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 21:06:38