SMALAHUNDAFÉLAG ÍSLANDS

Færslur: 2015 Mars

08.03.2015 21:31

Fyrstu landsmótin - úrslit og myndir

Hér er ég búin að taka saman úrslit landsmóta á tímabilinu 1994-2002, eða frá upphafi og fram til 2002. Upplýsingarnar eru fengnar úr úr gömlum fréttabréfum frá árunum 1999, 2000, 2001 og 2003 sem SFÍ hefur áskotnast. Takk Dagbjartur! Þarna má sjá kunnugleg andlit sem hafa sama sem ekkert breyst á síðustu 20 árum :).

Sjá hér: http://smalahundur.123.is/photoalbums/270393/

Ef einhver lumar á upplýsingum úr keppnum 2003-2007 má viðkomandi gjarnan hafa samband við Lísu s. 863 1679, eða [email protected].


04.03.2015 23:27

ISDS og facebook

 

Það er gaman að segja frá því að við fengum staðfestingu á því í dag að Smalahundafélag Íslands hefur verið samþykkt sem aðildarfélag að ISDS. Við stjórnin munum á næstu dögum setja okkur í samband við formenn deildanna og ákveða næstu skref í samráði við tengiliðinn okkar úti. Meira um það fljótlega.

Smalahundafélag Íslands hefur stofnað lokaðan hóp á facebook fyrir félagsmenn til að miðla upplýsingum og ræða málefni félagsins. Félagar eru hvattir til að skrá sig í hópinn sem heitir einfaldlega "Smalahundafélag Íslands". Við höfum dregið lappirnar að opna svona síðu því við vildum ekki dreifa umferð smalahundaunnenda á of marga staði, en eftir nokkra umhugsun er þetta niðurstaðan. Við viljum endilega að sem flestir skrái sig þannig hópurinn endurspegli samfélagið okkar hjá SFÍ sem best.

  • 1
Flettingar í dag: 263
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 86
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 46291
Samtals gestir: 4392
Tölur uppfærðar: 2.12.2022 21:31:15

Smalahundafélag Íslands

Farsími:

8686576 Aðalsteinn Aðalsteinsson formaður

Heimilisfang:

Lögheimili formanns hverju sinni

Um:

Stjórn skipa: Aðalsteinn Aðalsteinsson, Tíbrá Halldórsdóttir og Jens Þór Sigurðarson.

Kennitala:

560207-0930

Bankanúmer:

192-05-60031

Tenglar