09.10.2017 10:40

Landskeppni SFÍ 2017 og námskeið


Landskeppni Smalahundafélags Íslands verður eins og áður sagði helgina 21.-22. október í Austurhlíð Biskupstungum. Keppt verður í 3 flokkum. A, B og unghundaflokki. Skráning og frekari upplýsingar hjá Bjarna Mássyni s. 8624917. Smalahundadeild Árnessýslu heldur mótið að þessu sinni og dómari er Anthony Boggy Warmington. ISDS hefur séð um að útvega SFÍ dómara síðan SFÍ gerðist aðildarfélag og Anthony mun líka dæma í vinnuprófi ISDS og SFÍ á föstudeginum fyrir mótið. 

Deild Árnessýslu hefur hug á að halda 110 stiga keppni í A- flokki í ár (í stað 100 stiga eins og verið hefur) og mun leggja þá tillögu fram á aðalfundi SFÍ sem verður haldinn fyrir keppnina á föstudaginn 20. október. Þessi auka 10 stig fást þá fyrir að taka eina kind frá í lok brautar.

Deildin mun einnig bjóða upp á námskeið föstudaginn 20. október. Kennari verður áður nefndur dómari, Anthony Boggy Warmington. Skráning og frekari upplýsingar hjá Bjarna Mássyni s. 8624917.


Flettingar í dag: 88
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 180
Gestir í gær: 66
Samtals flettingar: 171941
Samtals gestir: 26811
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 13:14:30