SMALAHUNDAFÉLAG ÍSLANDS

Færslur: 2012 Ágúst

31.08.2012 20:30

Aðalfundur 2012


                           AÐALFUNDUR SMALAHUNDAFÉLAGS ÍSLANDS 2012.

 

Aðalfundur Smalahundafélags Íslands var haldinn á Snorrastöðum á Snæfellsnesi föstudaginn 31.ágúst 2012.
Fyrrverandi formaður Hilmar Sturluson setti fundinn í fjarveru stjórnar.

1. Svanur Guðmundsson skipaður fundarstjóri, Gísli Þórðarson fundarritari.

2. Skýrsla stjórnar.
Hilmar flutti skýrslu stjórnar. Engir formlegir stjórnarfundir haldnir á árinu. Formaður stofnaði deild með Hörgdælingum. Mikil vinna fór í ættarforritið Snata sem var opnað í lok sumars í samvinnu við Bændasamtök Íslands. Námskeiðsmál glæddust á árinu. Samstarf hafið við LBHÍ um ritun kennslubókar um fjárhundatamningar.

 

3. Skýrsla deildarformanna.
Reynt er að halda námskeið, sýningar og keppnir á árinu.

4. Reikningar.
Tekjur 911.500,- Gjöld 400.404,-
Hagnaður 515.099,- Skuldir og eigið fé 1.536.239,-
Reikningar samþykktir samhljóða.

5. Inntaka nýrra félaga.
Björn Viggó Björnsson Rauðanesi 311 Borgarnes. Kt. 031088-2839
Elín Heiða Valsdóttir Úthlíð 880 Kirkjubæjarklaustur
Arnfríður Sædís Jóhannesardóttir Herjólfssöðum  880 Kirkjubæjarklaustur.

 Halldór Sigurkarlsson Hrossholti  311 Eyja og Miklaholtshreppi.
Samþykkt samhljóða.

 

5. Kosningar.
Kosið um Marsibil Erlendsdóttur sem átti að ganga úr stjórn. Elísabet Gunnarsdóttir kjörin. Marsibil baðst undan endurkjöri. Þakkað fyrir frábær störf í þágu félagsins.
Skoðunarmenn reikninga kosnir  Lárus Sigurðsson Gilsá og Þorvarður Ingimarsson Eyrarlandi.

6. Önnur mál.
Hilmar kynnti ættfræðiforritið Snata. Tíkareigandi sér um að skrá hvolpa inn í forritið en hundeigandi samþykkir skráningu.

Tillaga formanna að hækka ársgjöld úr 2000 upp í 3500,- kr samþykkt samhljóða.

Lógó fyrir Smalahundafélagið.
Aðalsteinn Aðalsteinsson Húsatóftum tók að sér að athuga málið fyrir næsta aðalfund.

Smalahundafeild Árnesinga býðst til að halda Landskeppni árið 2013.

Fundurinn lýsti yfir ánægju með vel heppnað námskeið í Mýrdal sem var haldið dagana 30. Og 31. Ágúst 2012 á vegum smalahundadeildar Snæfells- og Hnappadalssýslu.

Fundargerð upplesin og samþykkt.
Gísli Þórðarsson fundarritari.
Svanur Guðmundsson.

Mætt voru:
Björn Viggó Björnsson
Jón Geir Ólafsson
Aðalsteinn Aðalsteinsson
Halldór Sigurkarlsson
Jón Axel Jónsson
Elísabet Gunnarsdóttir
Davíð Þór Kristjánsson
Kristjón Magnússon
Aðalsteinn H. Hreinsson
Ásbjörn Pálsson
Valgeir Þór Magnússon
Gísli Þórðarson
Svanur Guðmundsson
Hilmar Sturluson

24.08.2012 23:22

Landsmót 2012


 Nú eru allar línur að skýrast með landsmótið og námskeiðið.. (sjá auglýsingu neðar)

 Námskeiðið hefst kl. 10 á fimmtudag í Mýrdal og ekki skilyrði að allir verði mættir svo snemma dags..

Þeim sem hafa áhuga á að fylgjast með námskeiðinu án hunds er boðið að vera með á mun lægra gjaldi . ( Matur og kaffi + e.h. ótilgreint.)

Minnt er á að skrá þarf sig á námskeið eða í keppni
í síðasta lagi sunnudaginn 26 ág.

 
Það liggur þó fyrir að þátttaka verður góð á hvorutveggja.

 Hægt verður að kaupa mat í hádeginu um helgina á mjög sanngjörnu verði og síðan verður hefðbundin grillveisla á laugardagskvöldið sem allir eru velkomnir á. Að sjálfsögðu á mjög sanngjörnu verði líka.

Reiknað er með að keppni hefjist kl. 10 á laugardagsmorgun 1. sept.

Byrjað verður á unghundum , síðan B fl og endað á A flokknum.

Og koma svo.

14.08.2012 22:52

Landsmót 2012

 Það var rennt suður á Mela að sjá út vænlega keppnisbraut fyrir ykkur að reyna eða sjá. Stjórnin ábúðarfull að meta vænlegt vallarstæði.

Alveg hægt að klúðra öllu þarna með glæsibrag.
Síðan var rennt við á Snorrastöðum og farið yfir stöðu mála, við bændur þar.

 Líklega er ekki nema einn bústaður eftir
óbókaður um þessa helgi  en þarna er ágætt tjaldstæði  með rafmagni og alles.

 Stóra húsið er fest okkur að hluta. Stór salur með eldunaraðstöðu og hugsanlega svefnpokaplássi
. Þar verður aðalfundurinn á föstudagskvöldið og sameiginlegur matur á laugardagskvöldið. Það er að verða fullbókað á námskeiðið  og verið að skoða hvort hægt sé að hafa það þannig að sem flestir geti haft gagn af heimsmeistaranum.

 Það er allavega ekki eftir neinu að bíða með að skrá sig , kannski með fyrirvara um mætingu,  svo hægt verði að forma þetta endanlega.

10.08.2012 08:27

Snati

"Snati" http://snati.bondi.is

Nýr ættbókargrunnur fyrir Border collie hunda hefur litið dagsins ljós.

Eins og flestum er kunnugt hefur staðið yfir vinna hjá Bændasamtökum Íslands við að hanna nýjan ættbókargrunn fyrir Smalahundafélag Íslands undanfarin næstum tvö ár. Vinnan hefur tekið mun lengri tíma heldur en vonir stóðu til en við fengum bara mun betri og vandaðra forrit fyrir vikið.

Ekki er þó allt fullkomið ennþá, enn eru ýmsar prófunarvillur inni sem eftir er að fjarlægja og sitthvað sem má fínisera. Töldum við að ekki væri ástæða til annars en að opna fyrir aðgang þó að enn sé unnið að lagfæringum.

Allir félagsmenn fá frían aðgang í gegnum félagsgjöldin þannig að það er eins gott að standa í skilum með þau.

Til upplýsingar:

  • Félagsmaður sem er með aðgang td. Að www.huppa.is www.· fjarvis.is eða www.jord.is fær sjalfkrafa almennan aðgang að Snata án þess að þurfa nokkuð að gera.
  • Félagsmaður sem hinsvegar hefur ekki aðgang / ekki með aðgangsorð þarf að fara í gegnum Bændatorgsferlið til að sækja um aðgangsorð en til þess þarf sá/sú að notast við RSK veflykilinn sinn.
  • Nýr félagsmaður sækir um aðgang að kerfinu á vefsíðu Snata en þarf jafnframt að fara í gegnum Bændatorgsferlið til að útbúa aðgangsorð ef slík aðgangsorð eru ekki til.

Umsjónarmenn verða tveir til að byrja með og aðstoða þeir við það sem þörf er á og taka við fyrirspurnum. Þeir eru:

Hilmar Sturluson [email protected]  og Sverrir Möller [email protected]

Gangi ykkur vel

 Sverrir og Hilmar.

07.08.2012 20:14

LANDSKEPPNI 2012.


        Landskeppni og aðalfundur Smalahundafélags Íslands.

Landskeppni smalahunda verður haldin að Kaldármelum
helgina fyrsta og annan sept. n.k. 

 Aðalfundur félagsins verður haldinn að Snorrastöðum föstudagskvöldið 31 ágúst.

 

Keppt verður í eftirtöldum greinum.

 

A fl. Opinn flokkur og fyrir þá hunda sem hafa fengið 50 stig eða meira í B fl.

 

B fl. Fyrir óreynda hunda eða sem ekki hafa náð 50 stigum í b fl.

 

Unghundaflokkur. Hundar yngri en 3 ára.

 

Dómari verður James MacKee heimsmeistari.

 

30 og 31 ágúst mun hann kenna á námskeiði að Mýrdal Kolbeinstaðarhreppi.

 

Forgang að námskeiðinu hafa skráðir keppendur á Landsmóti.

 

Það er smalahundadeild Snæfellsness og Hnappadalssýslu sem heldur keppnina að þessu sinni.

 

Þáttöku í keppni og námskeiði þarf að skrá hjá Gísla Þórðarsyni í Mýrdal fyrir 26 ágúst.

 

S. 8474083.  Netfang myrdaluratmmedia.is

   Hjá ferðaþjónustunni á Snorrastöðum  s.8636658  snorrastað[email protected] stendur til boða gisting og tjaldstæði meðan sumarbústaðir endast og þar verður sameiginleg aðstaða til fundahalda og skemmtunar.

 Hundaeigendur og áhugamenn hvattir til að slútta sumrinu með fróðleik og skemmtun á landsmóti.

 

01.08.2012 19:34

Landskeppni DVD

Hæ,

Núna er ég loksins búin að útbúa 2 DVD diska af því efni sem ég tók upp á landsmótinu á Eyrarlandi í fyrra.   Ef einhver hefur áhuga á að eignast þessa diska þá er bara að hafa samband á unnur at vesturland.is 


Bestu kveðjur
Unnur
  • 1
Flettingar í dag: 236
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 86
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 46264
Samtals gestir: 4392
Tölur uppfærðar: 2.12.2022 21:09:14

Smalahundafélag Íslands

Farsími:

8686576 Aðalsteinn Aðalsteinsson formaður

Heimilisfang:

Lögheimili formanns hverju sinni

Um:

Stjórn skipa: Aðalsteinn Aðalsteinsson, Tíbrá Halldórsdóttir og Jens Þór Sigurðarson.

Kennitala:

560207-0930

Bankanúmer:

192-05-60031

Tenglar