Færslur: 2016 Ágúst

02.08.2016 11:25

Aðalfundur 2016

AÐALFUNDUR SFÍ 2016 VERÐUR FÖSTUDAGINN 26. ÁGÚST Í FÉLAGSHEIMILINU ÁRBLIKI DÖLUM KL. 20:00.

02.08.2016 11:23

Til minnis fyrir þá sem ætla að mæta með hund í vinnupróf SFÍ og ISDS


1. Hundurinn þarf að vera örmerktur.
2. Taka þarf blóðsýni úr hundinum til að prufa fyrir augnsjúkdómnum CEA. Dýralæknirinn þarf að senda prufuna á Optigen. Tekur yfirleitt um 4 vikur að fá niðurstöðu. Prófið hjá Optigen kostar 180 USD sem er um 20 þús ISK.
3. Muna að biðja dýralækninn um að fá staðfestingu þar sem fram kemur að hann hafi tekið blóð úr hundinum sem um ræðir og sent á Optigen til að prufa fyrir augnsjúkdómn...um CEA. Mikilvægt að örmerki hunds komi fram.
4. Koma með niðurstöðu DNA prófsins og staðfestingu frá dýralækni í vinnuprófið. Ef það næst einhverra hluta vegna ekki í tíma er möguleiki að senda niðurstöðurnar eftirá.
5. Koma með mynd af hundunum sem ISDS tekur til vörslu. Útprentaða. (Helst 2 - eina af hvorri hlið).
6. Verð 500 GBP sem er um 80 þús ISK á gengi dagsins í dag.
7. Vinnuprófin eru áætluð seinni part föstudags 26. ágúst 2015 á Snæfellsnesi/Suðurdölum. Nákvæmari staðseting og tímasetning auglýst síðar.
8. Eigandi hunds þarf að vera félagi í SFÍ og aðildarmeðlimur að ISDS. Hægt er að sækja um að verða félagi og aðildarmeðlimur hvenær sem er. Félagsgjald SFÍ er 3500 ISK og aðildargjald ISDS 16 GBP eða um 2500 ISK.
9. Frekari upplýsingar hjá Lísu, s. 8631679 eða elisabetg@ru.is

ATH Möguleiki er að bæta við amk einum til tveimur hundum í vinnuprófin. Þannig ef einhver hefur áhuga á að nýta sér það er hann beðinn um að hafa samband við Lísu sem allra fyrst.

  • 1
Flettingar í dag: 101
Gestir í dag: 31
Flettingar í gær: 180
Gestir í gær: 66
Samtals flettingar: 171954
Samtals gestir: 26815
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 15:34:55