SMALAHUNDAFÉLAG ÍSLANDS

Færslur: 2014 September

22.09.2014 10:02

Mosse Magnusson dæmir á Landskeppni SFÍ

Samið hefur verið við Mosse Magnusson um að sinna dómgæslu á Landskeppni SFÍ 2014. Mosse er sænskur og hefur 7 sinnum unnið Landskeppnina þar. Fyrir nokkrum árum flutti hann ásamt Lottu konu sinni til Skotlands og þar reka þau sauðfjárbú ásamt því að rækta og temja Border collie smalahunda. Mosse hefur verið í Skoska landsliðinu síðustu 4 ár og í ár var hann í 14 sæti á heimsmeistaramótinu sem var haldið í lok ágúst í Skotlandi. Stefnt er að því að á föstudeginum fyrir keppni verði Mosse með námskeið í dómgæslu.

Eins og áður hefur komið fram er Landskeppnin fyrirhuguð í Skagafirði/Húnavatnssýslum fyrstu helgina í nóvember og aðalfundur félagsins á föstudagskvöldinu fyrir keppnina.

Heimasíða Mosse og Lottu http://mosse.se/

09.09.2014 09:03

Vekjum athygli á áhugaverðu námskeiði hjá LBHÍ

Ég held það sé óhætt að mæla með þessum ágæta manni. Nij Vyas hefur unnið með smalahunda í meira en 20 ár. Hann hefur mikla keppnisreynslu og hefur meðal annars verið í enska landsliðinu. Hann hefur einnig mikla reynslu af því að halda námskeið og gaf út bókina "Sheepdog training and trials" árið 2010. Nij hefur viðamikla þekkingu á almennri hundaþjálfun og rekur hundaskólann "Bertie Dogs" á Suður Englandi. Sjá nánar á heimasíðu Vyas http://www.sheepdog-training.co.uk/

  • 1
Flettingar í dag: 140
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 86
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 46168
Samtals gestir: 4392
Tölur uppfærðar: 2.12.2022 19:41:11

Smalahundafélag Íslands

Farsími:

8686576 Aðalsteinn Aðalsteinsson formaður

Heimilisfang:

Lögheimili formanns hverju sinni

Um:

Stjórn skipa: Aðalsteinn Aðalsteinsson, Tíbrá Halldórsdóttir og Jens Þór Sigurðarson.

Kennitala:

560207-0930

Bankanúmer:

192-05-60031

Tenglar