SMALAHUNDAFÉLAG ÍSLANDS

Færslur: 2022 Mars

08.03.2022 16:08

Malta Jim

 

Ágætu félagar

Á síðasta aðalfundi SFÍ, í kjölfar tillögu frá formanni Austurlandsdeildarinnar, var Lísu falið að kanna hvort hægt væri að fá lánaðan hund til landsins. Þegar kom í ljós að við gátum fengið Malta Jim einn af kynbótahundunum hjá Serge Van Der Zweep lánaðan þá snérist þetta svolítið um að hrökkva eða stökkva og það var ákveðið að stökkva. Unnið er að því að fá hundinn til landsins í lok mars / byrjun apríl ef ekkert óvænt kemur upp.

Serge er einn af allra fremstu hundaþjálfurum í heimi og kröfuharður ræktandi með topp hunda til undaneldis. Það var ekki sjálfgefið að fá hann í þetta tilraunaverkefni með okkur og eigum við það meðal annars að þakka Jonleif Jörgensen.

Malta Jim er mjaðmaskoðaður, augnskoðaður og "clear" fyrir þeim arfgengu sjúkdómum sem hægt er að prufa fyrir.

SFÍ mun standa straum af kostnaði við inn og útflutning, en Lísa sér um alla vinnu við inn/út-flutninginn og mun hafa umsjón með hundinum á meðan hann er á Íslandi (amk fyrst um sinn). Hundurinn verður þá fyrst um sinn staðsettur á Ketilsstöðum Tjörnesi og Lísa mun taka við pöntunum og aðstoða eigendur tíka eftir atvikum.  Svo er útlit fyrir að hundurinn fari á Austurlandið og verði svo seinni part sumars í Borgarfirði.

 SFÍ setur það sem skilyrði að eigendur tíkanna séu félagar í SFÍ, tíkurnar séu skráðar í SFÍ og afkvæmin verði skráð í SFÍ. Got undan tíkum sem eru ISDS skráðar skal skrá í ISDS. Tíkurnar verða jafnframt að vera með gilda bólusetningu og DNA skimun. Í boði er að Lísa taki DNA strok úr tíkunum á staðnum og sjái um að senda til rannsóknar. Eigandi tíkur borgar þá einungis fyrir rannsóknina.

Að því gefnu að það verði næg eftirspurn stefnum við á að hafa hundinn í fimm til sex mánuði til að helst allir þeir félagar sem vilja geti haldið undir hann.

Við reiknum með að tollurinn kosti 220 þús kr. með fyrirvara um að gengið haldist nokkuð stöðugt.

Þetta er viðleitni SFÍ til að auðga gengamengið hjá okkur BC vinnuhundaræktendum á Íslandi. Við sem að þessu stöndum vonum innilega að þetta mælist vel fyrir og gangi vel. Ef vel gengur kemur til greina að skoða þetta á nokkurra ára fresti.

Frekari upplýsingar er að finna á Facebook síðu SFÍ.

Kærar kveðjur

Lísa, Jens, Alli A, Adda og Varsi

20.4.2022 Malta Jim er mættur í Ketilsstaði, Tjörnesi, þar sem hann verður næstu tvo mánuðina eða þar um bil.

20.6.2022 Malta Jim er mættur í Eyrarland, Fljótsdal, þar sem hann verður amk næstu tvo mánuðina.

  • 1
Flettingar í dag: 161
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 86
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 46189
Samtals gestir: 4392
Tölur uppfærðar: 2.12.2022 20:03:14

Smalahundafélag Íslands

Farsími:

8686576 Aðalsteinn Aðalsteinsson formaður

Heimilisfang:

Lögheimili formanns hverju sinni

Um:

Stjórn skipa: Aðalsteinn Aðalsteinsson, Tíbrá Halldórsdóttir og Jens Þór Sigurðarson.

Kennitala:

560207-0930

Bankanúmer:

192-05-60031

Tenglar