Færslur: 2022 Október

17.10.2022 20:24

Hugmynd fyrir aðalfund 2022

14.10.2022

 

 

Efni:   Styrkur Smalahundafélags Íslands til deilda félagsins vegna æfinga innan hús á haust mánuðum 2022 og vor mánuðum 2023.

 

Hver deild getur sótt um styrk  vegna leigu á reiðhöllum eða sambærilegu húsnæði ætlað til tamninga fjárhunda opið félagsmönnum Smalahundafélags Íslands veturinn 2022 - 2023.  Ef upp kemur sú staða að félagsmenn vilja nýta styrkinn á fleiri en einum stað i hverjum landshluta, þá er það hlutverk formanns deildanna að dreifa styrknum innan svæðisins og tryggja jafnræði félagsmanna óháð staðsetningu. 

 

Áætlaður styrkur er allt að 15.000 kr fyrir hverja æfingu og getur hver deild sótt um styrki sem nemur 8 æfingum, það er heildarupphæð allt að 120.000 kr.

 

Heildar kostnaður fyrir félagið nemur allt að 840.000 kr, tengt verkefninu (ef allar deildir sækja um 8 daga).

 

Framkvæmd:  Á heimasíðu félagsins verður umsóknar skjal þar sem fram koma allar almennar upplýsingar staður, dagsetning og ábyrgðarmaður.

 

Í framhaldinu mun stjórn félagsins rýna árangur verkefnisins og koma með tillögur fyrir næsta aðalfund.

 

    

 

 

Jens Þór Sigurðarson

Stjórnarmaður í Smalahundafélagi Íslands.

 

17.10.2022 20:18

Aðalfundur SFÍ 2022

Húsatóftir 14.10.2022

Aðalfundur Smalahundafélags Íslands að Húsatóftum 2022

 

Formaður Smalahundafélags Íslands setti fundinn sem haldin var á Hestakránni við Húsatóftir 14.10.2022 kl: 21:00. 

Arnþór Jónsson var kjörinn fundarstjóri og Jens Þór Sigurðarson ritari.

 

Dagskrá:

  1. Skýrsla stjórnar.

 

  1.  Reikningar.

 

Reikningar bornir undir fundinn.

Reikningar samþykktir með fyrirvara um samþykki skoðunarmanna.

 

 

  1. 1.  Kosningar stjórnarmanns.   Arnfríður Sædís Jóhannesdóttir gefur ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.  Tibrá Halldórsdóttir var kosin í stjórn Smalahundafélags Íslands.  Arnfríði Sædísi er þakkað fyrir hennar störf fyrir SFÍ.

2. Varamenn:Núverandi varamenn eru Bjarki Benediktsson frá Breiðavaði og Agnar Ólason frá Tjörn.Þar sem varamenn eru kosnir á víxl er komið að endurnýjun, býður sig fram og tekur við af Bjarka Benediktssyni.Fundurinn samþykkti Bjarka Benediktsson sem varamenn.

               3. Kosning á umsjónarmanni ættbókaforritsins Snata?  Arnþór Jónsson frá Geirastöðum og Elísabet Gunnarsdóttir frá Ketilsstöðum voru kosin umsjónarmenn með ættfræðiforritinu Snata. 

Hilmari Sturlusyni frá Móskógum er þakkað fyrir óeigingjarnt starf til margra ára.

 

 

  1.  Önnur mál.
  1. Merki félagsins, stjórnin ber undir fundinn tillögu að merki félagsins. 

Tillögur komu að lagfæringu á hugmynd stjórnar, þ.e. lagfæra neðri hluta merkisins og skoða að útlínur merkisins yrðu útlínur Íslands.

 

  1. Tillaga frá Jens Þór Sigurðarsyni varðandi styrk SFÍ til handa deildum félagsins til æfingaaðstöðu innandyra (haust -vetur 2023).    Hugmynd Jens Þórs samþykkt með fyrirvara um breytingu á orðalagi tillögunnar.  Þar sem tilgreint er upphæðir fylgja orðin: allt að.  Þannig að þeir sem fá styrk, geti nýtt allt að kr og þeir sem fái frítt húsnæði nýti sér það áfram.

 

 

  1. Tillaga Aðalsteins formanns SFÍ að þriggja daga keppni næstkomandi hausti.

Aðalsteinn útskýrði hugmynd sína. Tillaga samþykkt.

Staðsetning næsta mót rædd, bjóða Snæfellsnes deildinni að halda næstu keppni.

 

 

  1. Tillaga stjórnar að hækka styrk SFÍ til Deilda félagsins sem halda Landskeppnina úr 50.000 kr.  Tillaga samþykkt að hækka upphæðina í 100.000 kr.

 

 

  1. Árgjald SFÍ hefur ekki hækkað í 10 ár, stjórn óskar eftir umræðu.  Hugmynd að hækkun um 1500 kr, eða í 5000 kr árgjald samþykkt eftir ágætis umræður með fjölbreyttum sjónarmiðum. 

 

 

 

  1. Örstutt yfirferð yfir fjárhundanámskeið haldið á Miðfossum í Borgafirði 7 – 13 mars 2022.

 

Nemendur voru 36, 24 með hunda og 12 án hunda.Eftirspurn var töluverð umfram framboð.Verkefnið var samstarfsverkefni Smalahundafélags Íslands, Bændasamtaka Íslands og Endurmenntunar Landbúnaðarháskóla Íslands. Almenn ánægja fundarmanna með verkefnið.

 

 

  1. Malta Jim: Elísabet Gunnarsdóttir fer yfir ferlið í stuttu máli.

 

  1. Minning um fallin félaga, formaðurinn minnist Svans Guðmundsson frá Dalsmynni.  Aðalsteinn minntist Svans, ræddi feril hans og hans arfleið í félaginu.

 

 

Aðalsteinn Aðalsteinsson formaður þakkar fyrir góðan fund, fundi slitið.

 

Fundinn sátu:

Arnþór Jónsson

Sverrir Möller

Kristinn Hákonarson

Björgvin Sigurbergsson

Marsibil Erlendsdóttir

Tíbrá Halldórsdóttir

Magnús Ingimarsson

Maríus Halldórsson

Jens Þór Sigurðarson

Aðalsteinn Aðalsteinsson

Elísabet Gunnarsdóttir

Krystow Krawczyk

Hilmar Sturluson

Arnfríður Sædís Jóhannesdóttir

 

 

 

 

  • 1
Flettingar í dag: 92
Gestir í dag: 31
Flettingar í gær: 106
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 171765
Samtals gestir: 26749
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 09:23:40