27.03.2009 23:04

Hundalíf í Móskógum.


 Það var tekið hús á formanninum í dag.

 Tilgangurinn var sá að vita hvort hann væri ekki alveg búinn að rústa þessum dýrum sem hann er að temja.



  Spaði var fyrstur í úttektinni. Hann er með mesta augað og hálffraus öðru hvoru. Hann var samt ekki að vinna vítt en trúlega breytist það áð'ur en líkur.



  Bolla var næst . Hún er fallega loðin og það rifjaðist upp fyrir mér að Hilmar tímdi ekki að láta mig hafa  hana, í fyrstu skoðun á ungviðinu. Ég á eftir að ná henni fyrir lítið seinna.
 Hún var með minnsta áhugann enn en allt í lagi samt.



  Hér er Gríma mætt til leiks. Mér leist best á hana (nema útlitslega). Hún vann þetta skemmtilegast og gæti orðið kjarkmest af þeim.

  Þau voru hlýðin og komu umsvifalaust frá kindunum við innkallið.

Þetta eru efnileg dýr og fyrst kallinn er ekki að rústa þeim,  verður hann allvel settur með fjárhunda áður en lýkur.emoticon

Fleiri myndir í albúmi.

22.03.2009 10:33

http://www.horseandcountry.tv

Sæl, mig langar að láta vita af því að hægt er að horfa á valin myndbrot úr intern.trail 2007 með því að slá inn www.horseandcountry.tv en trúlega þarf að hafa gott netsamband.
kv. Hilmar

17.03.2009 17:40

Félagatal

Ef einhver hefur upplýsingar til að leiðrétta félagatalið, þá endilega látið Sverri ritara vita (ytralon@simnet.is).

14.03.2009 22:41

Litlar umræður?

Miðað við fjölmennið í félagatali þá ættu hér að vera líflegar umræður,hvar eru allir? Hér tjá sig einungis 10-15 einstaklingar.

07.03.2009 18:22

Móskógar

Sæl
Þá er búið að greiða árgjaldið og vonandi verður síðunni ekki lokað aftur. Ég hef verið að reyna að ná sambandi við 123.is því þeir bjóða að flytja efnið frá gömlu síðunni yfir, okkur að kostnaðarlausu ef það er þá hægt.
Ég er að byrja á að fara með hvolpana í fé með æðimisjöfnum árangri, ekki meira um það en ég er allveg gegnblautur að svita í hvert sinn.
kv Hilmar

03.03.2009 11:31

Tinna og Jim

Myndir komnar í albúmið!

02.03.2009 07:01

Hvolpar til sölu


Til sölu eru tvær tíkur og þrír hundar eru undan Tinnu frá kirkjubóli og Killiebrae Jim. Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma: 4831047 og 8656421. Einar Jóels

27.02.2009 20:06

Setti inn sýnishorn í myndaalbúm

Þetta er bara smá sýnishorn
kv Varsi

20.02.2009 14:19

Billa


Til hamingju með daginn Billa pakkinn er á leiðinni.
kv Hilmar

14.02.2009 21:22

auglýsingar

Hef verið að velta því fyrir mér hvort ekki sé best ef félagar sem vilja auglýsa eitthvað hvort það séu hundar uppákomur eða annað að það sé gert hér á blogginu.

 kveðja Valli

12.02.2009 21:22

Prufa


Hæ, er að prufa að setja inn mynd og texta.

Hér gengur allt sinn vana gang nema hvað ég prófaði að setja tíkurnar í kindur og þá aðra í einu. Þær höfðu báðar þokkanlegan áhuga en ég var með ca 50 kindur, þær voru voða svipaðar fóru fyrir og svo var erfitt að ná þeim heim.

kv. Hilmar

12.02.2009 19:28

Horse and Country

Heilir og sælir félagar
Til hamingju allir hundaáhugamenn með síðuna og þakkir til þeirra sem hafa unnið að þessu.
Nú þarf að virkja félagana til þess að taka þátt í því að halda þessari síðu lifandi.
Margir puttar vinna létt verk. 


Gunni skrifaði hér um daginn eitthvað um erlendar sjónvarpsstöðvar og sýningar á efni frá hundakeppnum í UK. Nú er ég semsagt búinn að fá botn í þetta. 
Lárus á Gilsá var svo vænn að láta mig vita að hægt væri að fylgjast með svona efni í gegn um gerfihnattardisk á rás sem heitir Horse and country, þetta er einhver undirsíða Sky sky-280 channel (skiptir ekki máli).  Ég er með svona disk og hef verið að horfa á ýmsar erlendar stöðvar en þessi stöð kom ekki upp hjá mér þó að ég væri stilltur á réttan gerfihnött, sem heitir Astra 2 og er náttúrulega alveg grundvallaratriði.  En ástæðan var sú að móttakarinn hjá mér var ekki kóðaður á þessa stöð og tók þess vegna ekki sendinguna.  Ég keypti nýjan móttakara og nú er ég semsagt að horfa á myndir frá Internationalinum í sumar og þátt sem heitir One man and his dog, sem er þáttaröð sem margir hundaáhugamenn þekkja.
En það er komin upp krísa á heimilinu.
Í kvöld, fimmtudagskvöld eru tveir þættir um hunda og verða sýndir frá kl 21-23 á þessari rás, og er víst nokkuð fastur liðu á þessum kvöldum eftir því sem Lárus og Billa segja mér.  Billa er nefninlega með þetta líka. 
En það er ekki eina sjónvarpsefnið sem sýnt er á fimmtudagskvöldum sem heimilisfólk hér á bæ hefur áhuga á, því aðþrengdar eiginkonur eru í rúv á sama tíma, og sé ég fram á meiriháttar togstreitu um þessa hluti.   
kv Varsi

10.02.2009 16:35

og hvað svo

Er ekki ráð að meðlimir stjórnar hjá félaginu fari að skrifa hér inn hvað þeim liggi á hjarta.

kveðja að vestanemoticon

05.02.2009 22:43

Smalahundafélag Íslands

Hér er verið að vinna að síðu fyrir Smalahundafélag Íslands
Flettingar í dag: 293
Gestir í dag: 55
Flettingar í gær: 237
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 174224
Samtals gestir: 27102
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 15:37:23