SMALAHUNDAFÉLAG ÍSLANDS

Færslur: 2015 Október

26.10.2015 00:41

Smá viðbót við vinnupróf ISDS/SFI

Framhald frá síðustu frétt...

Það skal tekið fram að allir félagar SFÍ eru velkomnir ef þeir hafa áhuga á að koma og sjá hvernig vinnuprófin ganga fyrir sig. Einnig eru allir félagsmenn velkomnir á ISDS kynninguna sem verður fljótlega eftir að prófunum lýkur. Áætlað er að prófunum ljúki á milli fjögur og fimm.

Stefnt er að sameiginlegum kvöldverði í lok dags og eru félagsmenn beðnir um að láta Elínu (s.868 3006) vita hvort þeir ætla að mæta í hann í síðasta lagi þann 5. nóv sem er fimmtudagur.

Það styttist óðum í prófin og þeir félagar sem ætla að mæta með hunda í vinnuprófin eru beðnir um að fylgjast vel með pósthólfinu sínu fram að prófum.

Með kveðju frá stjórn SFÍ


03.10.2015 09:00

Vinnupróf ISDS og augnpróf SFI

Vinnupróf ISDS (International Sheedog Society) verða haldin að Húsatóftum laugardaginn þann 7. nóvember 2015. Við gerum ráð fyrir að byrja kl. 9.00. Vinnuprófin eru aðeins fyrir þá félaga SFÍ sem hafa kosið að gerast aðildarfélagar að ISDS. Hundurinn þarf að sýna hæfni í að fara úthlaup fyrir hóp af kindum, setja þær af stað, koma með þær til smalans og reka frá smalanum. Tilgangur prófsins er að meta tegundareinkenni hundsins og hæfni hans í að sinna venjulegri fjárhundavinnu (normal farm work), en ekki að mæla færni hundaþjálfarans. Hvert próf tekur 15-20 mínútur. Einungis hundar sem sýna ótvíræð einkenni Border Collie í vinnu eiga möguleika á því að fá skráningu hjá ISDS. Prófin kosta 250 GBP, eða um 50 þús kr. Greiða þarf fyrir prófið óháð því hvort hundurinn stendst það eða ekki.

Prófdómari fyrir hönd ISDS er sitjandi formaður ISDS James W Easton. Hann mun að eigin sögn reyna að aðstoða og hughreysta menn, en ekki valda þeim stressi eða áhyggjum. Dómari fyrir hönd SFI verður Þorvarður Ingimarsson formaður SFÍ.

Samhliða vinnuprófunum verða haldin augnpróf SFÍ. Það kemur augnlæknir frá Danmörku til að skoða hundanna og athuga hvort þeir þjáist af ýmsum aughrörnunarsjúkdómum sem saman ganga undir nafninu PRA (Rrogressive Retinal Atrophy). Víða er gerð krafa um að hundar sem á að rækta undan fari í augnskoðun til að koma í veg fyrir að þessir sjúkdómar séu ræktaðir áfram.  Prófin eru opin öllum félagsmönnum, kosta 15 þús kr og eru félagsmenn hvattir til að nýta sér þetta.

Að vinnuprófum og augprófum loknum verður Judith Sheen framkvæmdastjóri ISDS með kynningu á ISDS. Allir félagar SFÍ eru hjartanlega velkomnir. Félagsmenn geta síðan gert sér glaðan dag á Hestakránni um kvöldið.

Þeir sem hafa áhuga á að fá að æfa sig fyrir prófið í vikunni fyrir prófin er bent á að hafa samband við Aðalstein Aðalsteinsson s. 868 6576.

Þeir sem vilja ættu að geta bókað gistingu á Hestakránni. Vinsamlegast hafið samband við Elínu í s. 868 3006.

Hvað þarf að taka með í vinnuprófið?

  1. Hund og smala :)

  2. Staðfestingu frá dýralækni þar sem fram kemur að hann hafi tekið blóð úr hundinum sem um  ræðir og sent á Optigen til að prufa fyrir augnsjúkdómnum CEA. Mikilvægt að örmerki hunds komi fram.

  3. Niðurstöðu prófsins - má líka senda með e-pósti á [email protected]

  4. Litmynd af hundunum sem ISDS tekur til vörslu. Útprentaða. (Helst 2 - eina af hvorri hlið).

  5. Pening til að borga fyrir prófin. Má líka leggja inn á reikning SFÍ, en þá þarf það að gerast fyrirfram (sjá bankauppl. hér til hægri).

Stjórn SFÍ sér um að prenta út ættbækur, fylla út formlegar umsóknir og koma með í vinnuprófin. Enn eiga einhverjir eftir að láta vita hvaða hund þeir ætla með - endilega drífa í því!

Að lokum:
Gert er ráð fyrir að þeir hundar sem mæta í vinnuprófið séu búnir að fara í og fá niðurstöðu úr blóðprufu til að skera úr um augnsjúkdóminn CEA (Collie Eya Anomaly).  Ef einhver er með hund sem gengur vel með og langar að fara með hann í prófið, en hefur láðst að fara tímalega í blóðprufu, er viðkomandi beðinn um að hafa samband við Lísu (s. 863 1679) Mjög líklega hægt að leysa það. Einnig ef einhver félagi SFÍ er ekki nú þegar aðildarmeðlimur að ISDS, en langar að gerast það er hann beðinn um að hafa samband við Lísu.

  • 1
Flettingar í dag: 140
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 86
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 46168
Samtals gestir: 4392
Tölur uppfærðar: 2.12.2022 19:41:11

Smalahundafélag Íslands

Farsími:

8686576 Aðalsteinn Aðalsteinsson formaður

Heimilisfang:

Lögheimili formanns hverju sinni

Um:

Stjórn skipa: Aðalsteinn Aðalsteinsson, Tíbrá Halldórsdóttir og Jens Þór Sigurðarson.

Kennitala:

560207-0930

Bankanúmer:

192-05-60031

Tenglar