SMALAHUNDAFÉLAG ÍSLANDS

Færslur: 2017 Janúar

17.01.2017 09:12

Fræðslu og skemmtiferð SFÍ

Stjórn SFÍ hefur undanfarna mánuði verið að kanna möguleika á fræðslu og skemmtiferð fyrir félaga SFÍ til Bretlands. Við fengum Rachel Scrimgeour í lið með okkur og hún hefur sett upp tvo möguleika fyrir okkur. Við erum núna að kanna afstöðu félagsmanna til þessara tveggja valkosta. Við biðjum áhugasama félagsmenn vinsamlegast um að vera snögga að hugsa því það er legið á okkur með að staðfesta annan hvorn möguleikann sem allra fyrst til að verða ekki af gistingunni.

Möguleiki 1 ( 12. okt 2017 - 19. okt 2017)

12. okt - Ferðadagur

13. okt - Skipton hunda uppboðið / fjölmargir BC hundar á ýmsum stigum sýndir og seldir.

14. okt - Þjálfunarbúðir hjá Killiebrea Sheepdogs

15. okt - Fjárhundakeppni

16. okt - Heimsókn á Rhug Farm í Wales/Lífræn framleiðsla beint frá býli

17. okt - Þjálfunarbúðir hjá Killiebrae Sheepdogs

18. okt -  Kirby Swaledale hrútasýning/uppboð eða Holstein nautgripasýning

19. okt - Ferðadagur

 

Möguleiki 2 (28. okt 2017 til 4. nóv 2017)

28. okt - Ferðadagur

29. okt - Fjárhundakeppni

30. okt - Heimsókn á Rhug Farm í Wales /Lífræn framleiðsla beint frá býli

31. okt - Þjáfunarbúðir hjá Killiebrae Sheepdogs

1. nóv - Þjálfunarbúðir hjá Killebrae Sheepdogs

2. nóv - Heimsókn á uppboð/ útsýnisferð um Lake district - þjóðgarður og landbúnaður.

3. nóv - Agri Expo, landbúnaðarsýning með búfénað og vélar.

4. nóv - Ferðadagur

 

Áætlaður kostnaður fyrir utan flug er GBP 831 / um 115.000 ISK miðað við gengi dagsins í dag. Innifalið eru bílaleigubílar (f.utan bensín), gisting, morgunmatur og kvöldmatur, einnig hádegisverður og kaffi í þjálfunarbúðunum, skipulag og námskeiðagjöld. Að auki má síðan gera ráð fyrir flugfargjaldi um 50 þúsund kr. Áætlaður heildarkostnaður er því á milli 160.000 og 170.000 (miðað við óbreytt gengi). Félagið mun síðan borga kostnað við námskeiðin 15.000 til 20.000 á mann fyrir félagsmenn.

Þessi áætlun er sett fram með fyrirvara um einhverjar smávægilegar breytingar. Núverandi félagar og makar þeirra hafa forgang í ferðinni. Gert er ráð fyrir 16 manna hóp en ef það kemur í ljós að eftirspurn félagsmanna er mun meiri (eða minni) en framboðið verður það skoðað sérstaklega. Ferðin verður seld á kostnaðarverði. Þeir sem í ferðina fara verða að vera tilbúnir til hjálpast að við að láta allt ganga upp, til dæmis sinna túlkastörfum eftir þörfum, keyra bílaleigubílana (þeir sem treysta sér til þess) og koma sér saman um herbergjaskipan í bróðerni.

 

Þeir félagar sem hafa veralegan áhuga á að fara í fræðslu og skemmtiferð SFÍ 2017 eru beðnir um að svara eftirfarandi skoðanakönnun á næstu dögum - helst fyrir helgi.  Þeir sem áætla að koma með maka eru beðnir að taka það líka fram í commenti:

Skoðanakönnun

1.       Ég hef mikinn áhuga á að komast í  ferðina 12. til 19. október (kemst ekki annars)

2.       Ég hef mikinn áhuga á að komast með í ferðina 28. október til 4. nóvember (kemst ekki annars)

3.       Ég hef meiri áhuga á að fara 12. til 19. október, en væri líka til í 28. okt til 4. nóv.

4.       Ég hef meiri áhuga á að fara 28. október til 4. nóvember, en væri til í 14. okt til 19. okt líka.

5.       Ég hef mikinn áhuga á að fara í ferðina, hvor tímasetningin eða dagskráin skiptir ekki öllu máli


Með kveðju, stjórn SFÍ
  • 1
Flettingar í dag: 185
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 86
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 46213
Samtals gestir: 4392
Tölur uppfærðar: 2.12.2022 20:24:31

Smalahundafélag Íslands

Farsími:

8686576 Aðalsteinn Aðalsteinsson formaður

Heimilisfang:

Lögheimili formanns hverju sinni

Um:

Stjórn skipa: Aðalsteinn Aðalsteinsson, Tíbrá Halldórsdóttir og Jens Þór Sigurðarson.

Kennitala:

560207-0930

Bankanúmer:

192-05-60031

Tenglar