SMALAHUNDAFÉLAG ÍSLANDS

Færslur: 2015 September

30.09.2015 15:40

Hundaþjálfun - meiri eftirspurn en framboð?


Undirrituð hefur orðið vör við nokkra eftirspurn eftir að koma hundum í þjálfun. Sumir hafa kvartað yfir því að það sé ekki nóg framboð af þjálfurum og erfitt að koma hundum að. Eftir að hafa rætt þetta í stjórn hefur okkur dottið í hug að safna saman og lista upp hér á síðunni þá sem hafa áhuga á að taka að sér hunda. Þeir sem eru að leita sér að þjálfara geta þá skoðað listann og vonandi fundið einhvern sem hefur pláss fyrir hundinn. Okkur þætti vænt um að þeir sem eru að taka að sér hunda eða geta hugsað sér að taka hunda skrái sig hér að neðan, eða sendi póst á [email protected].

Með kveðju 

20.09.2015 14:52

Aðalfundur 2015

Fundargerð aðalfundar SFÍ 2015 er komin á netið. Sjá "Fundargerðir" hér til hægri.

07.09.2015 22:32

Landsmót SFÍ 2015

Landsmót Smalahundafélags Íslands var haldið í Einholti á Mýrum síðustu helgina í ágúst. Austurlandsdeildin sá um mótið að þessu sinni en hitann og þungann af mótinu bar Agnar Ólafsson frá Tjörn og hans nánustu. Þar var ekki í kot vísað. Brautin var góð, afgirt en rúmgóð og gott að sjá á brautarenda. Að auki var hún fallega innrömmuð með Vatnajökul í baksýn. Það eru örugglega ekki margar keppnisbrautir sem hafa stærsta jökul Evrópu í göngufæri.

Mynd af verðlaunahöfum í A-flokki. Vantar að vísu aðalmennina - hundana :) Myndina tók Jón Geir Ólafsson. Feiri myndir í boði Jóns Geirs: http://smalahundur.123.is/photoalbums/274526/

Til þáttöku voru skráðir 17 hundar. Þar af 8 í A flokk, 3 í B flokk og 6 í unghundflokk. Allir hundar fengu tvö rennsli og keppt var að 100 stigum hvorn dag.

Unghundar -  úrslit.

1. Frigg frá Kýrholti F. Karven Taff M. Loppa frá Dýrfinnustöðum.
Stig 73 + 67 = 140. Smali Aðalsteinn Aðalsteinson.

2. Skutla frá Skálholti F. Karven Taff M. Týra frá Innri Múla.
Stig 60 + 47 = 107. Smali Marzibil Erlendsdóttir.

3. Doppa frá Húsatóftum. F Brúsi frá Brautartungu M.Kría frá Daðast.
Stig 74 + 30 = 104 Smali Aðalsteinn Aðalsteinsson.

B flokkur - Úrslit

1. Kátur frá Eyrarlandi F. Mac Eyrarlandi. M. Lýsa frá Hafnarfirði
stig 77 + 74 =151 Smali Agnar Ólafsson.

2.Astra Polar Eyvindarmúla innfl. ISDS 00316260
stig 63 +33 = 96 Smali Kristinn Hákonarson.

3. Gutti frá Hafnarfirði F. Karven Taff M. Ólína frá Hafnarfirði
stig 39 - hætti keppni. Smali Sverrir Möller.

A fl. Opinn flokkur - Úrslit.

1. Kría frá Daðastöðum F.Dan frá Skotlandi. M. Soffía frá Daðastöðum
stig.72 +85 =157 smali Aðalsteinn Aðalsteinsson.

2 Korka frá Miðhrauni. F.Tinni frá Staðarhúsum M. Táta frá Brautartungu
stig 75 +61 = 136. smali Svanur Guðmundsson.

3. Smali frá Miðhrauni F. Tinni. M Táta
stig 70 + 63. Smali Svanur Guðmundsson.


Til hamingju smalar og hundar. Endilega látið vita ef hér er  e-ð sem þarf að leiðrétta.

  • 1
Flettingar í dag: 263
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 86
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 46291
Samtals gestir: 4392
Tölur uppfærðar: 2.12.2022 21:31:15

Smalahundafélag Íslands

Farsími:

8686576 Aðalsteinn Aðalsteinsson formaður

Heimilisfang:

Lögheimili formanns hverju sinni

Um:

Stjórn skipa: Aðalsteinn Aðalsteinsson, Tíbrá Halldórsdóttir og Jens Þór Sigurðarson.

Kennitala:

560207-0930

Bankanúmer:

192-05-60031

Tenglar