05.04.2010 12:36

Hundasýning Smalahundadeildar Árness.

rekið í aðhald



Smalahundadeild Árnessýslu var með hundasýningu í Rangárhöllinni á Hellu á milli atriða hjá Meistaradeild ungmenna sem var á Föstudaginn langa síðastliðinn. Við Bjarni formaður fórum með Dot og Ask og sýndum þar glæsileg tilþrif !

01.04.2010 21:25

Að þjálfa fyrir keppni

Jæja gott fólk.
Hvernig gengur að þjálfa fyrir keppnina?  Á ekki að gefa sér spark? Mér veitti ekki af einu góðu en er að peppa mig upp. 

Hverjir koma?
Þarf vonandi ekki að taka það fram að það eru allir velkomnir og ég vona að það leggi sem flestir land undir fót, sama hversu langt það er.  Hér verður tekið á móti gestum meðan húsrúm leyfir.

kv Varsi

15.03.2010 16:13

Keppni

Hvernig lýst ykkur á að við höldum keppni hér á Eyrarlandi laugardag 17. apríl

24.02.2010 21:25

Smalahundanámskeið Árnessýslu feb 2010


Einar,Halldór,Bjarni,Reynir,Gunni,Varsi,Steini og Alli

                                Smalahundanámskeið

Þann 20. og 21. febrúar hélt Smalahundadeild Árnessýslu smalahundanámskeið í Háholti Gnúpvrjahreppi. Mikill áhugi var fyrir námskeiðinu og komust færri að en vildu. 10 hundar voru á námskeiðinu og sýndu þeir allir fína takta að mati kennarans sem var Þorvarður Ingimarsson og kunnum við honum bestu þakkir fyrir að koma til okkar og leiðbeina okkur.

Stjórn Smalahundadeildar Árnessýslu.


PS
Námskeiðinu var skift fyrir og eftir hádegi og er þetta hópurinn eftir hádegi.
Eins og sjá má voru gemsarnir ansi vel tamdir og vildu vera með á myndinni.

22.02.2010 22:11

Smalanámskeið Háholti

Sæl öllsömul. Ég var rétt í þessu að setja inn myndir af námskeiðinu. Vildi skrifa við myndirnar en er ekki nógu mikið tæknitröll til að finna út úr því. Allavega var þetta skemmtilegt námskeið og vil ég þakka öllum þeim sem að námskeiðinu komu fyrir frábæra helgi.
Kv. Raggi. 

15.02.2010 01:18

Smalahundanámskeið

Ágætu félagar

Smalahundadeild Árnessýslu stendur fyrir námskeiði fyrir félagsmenn helgina 20-21 febrúar n.k
kennari er Þorvarður Ingimarsson Eyrarlandi. Námskeiðið verður haldið að Háholti og er þáttökugjaldið
krónur 15.000 á mann.
Ef félagsmenn ná ekki að fylla á námskeiðið verður opið fyrir þáttöku annarra.
Skráningar þurfa að berast í síðasta lagi miðvikudagskvöld 17 febrúar til Reynis Jónssonar Hurðarbaki
í síma 8980929.

Kveðja stjórn Smalahundardeildar Árnessýslu

04.02.2010 22:02

Aðalfundur Smalahundadeildar Árnessýslu




Aðalfundur Smalahundadeildar Árnessýslu haldinn á Hestakránni Húsatóftum 28. Janúar 2010.

Á fundinn mættu 18. Manns.

  1. Formaður félagsins Bjarni Másson setti fundinn. Stakk upp á Ingvari Hjálmarssyni fundarstjóra og Þuríði Einarsdóttir fundarritara og var það samþykkt.

  2. Drífa Gestsdóttir hundaþjálfari kynnti starf sitt, námskeið og kennsluaðferðir og svaraði spurningum.

  3. Kaffihlé.

  4. Þuríður las fundargerð Stofnfundar og var hún samþykkt.

  5. Bjarni las skýrslu formanns og var hún samþykkt.

  6. Reynir las upp og útskýrði reikninga félagsins og voru þeir samþ.samhljóða.

  7. Inntaka nýrra félaga.

Í félagið gengu fjórir menn:

Þorgeir Pálsson

Guðjón B. Þórisson

Þorsteinn Logi Einarsson

Hallgrímur Birkisson

  1. Kosningar.

Þuríður Einarsdóttir ritari og Hilmar Sturluson varamaður í stjórn gáfu kost á sér áfram og voru endurkjörin með lófaklappi.

  1. Önnur mál.

Borin fram tillaga frá stjórn:

Við í stjórn Smalahundadeildar ætlum að bera upp þá tillögu að félagsgjaldið fyrir árið 2010 verði 4.000. kr.

2.000. kr. af því fara í Smalahundafélag Íslands.

Samþ. Samhljóða.

Reynir kynnti fyrir fundarmönnum möguleika á því að fá Þorvarð á Eyrarlandi til að halda námskeið f/ fjárhunda í febrúar. Var ákveðið að hann vinni áfram að því.


Guðrún á Bjarnastöðum lýsti ánægju sinni með samæfingarnar sem haldnar voru síðastliðið sumar. Voru fundarmenn sammála um að nauðsynlegt er að halda þeim áfram næsta sumar.


Bjarni sagði frá því að síðastliðið haust tók hópur manna að sér að smala Skógræktina í Þjórsárdal. Hann kastaði fram þeirri hugmynd að þetta gæti orðið fjáröflun fyrir félagið.

Fleira ekki gert og fundi slitið


Þuríður Einarsdóttir



04.02.2010 20:24

Hvolpahittingur í máli og myndum.

Það mættu 10 tilvonandi smaladýr í höllina, á aldrinum tæplega 4 mán til 1 1/2 árs.

 Byrjað var á að kanna hversu vel hafði verið staðið að uppeldinu á þessum væntanlegu smalamaskínum, hvort þeir teymdust vel, gengju við hæl, leggðust , biðu samkv. skipun og.sv.frv.

 Þetta leit bara vel út og greinilega liðin tíð að menn láti hvolpana ala sig upp sjálfa þar til kemur að fyrstu smalamennskunni.

 Þegar hvolpar á þessum aldri mæta á svona samkomu skiptast þeir gjarnan í 3 flokka eftir að rolluprufunni lýkur.

 Einhverjir eru ekki komnir með neinn áhuga á kindum enn, sem á oftast eftir að breytast þó alltaf finnist dæmi um ágætlega ættaða hvolpa sem fá aldrei rétta vinnuáhugann.

 Sumir eru síðan orðnir býsna borubrattir en þeir eru ekki í vinnuhugleiðingum, heldur að leika sér að verkefninu og þurfa gjarnan að bíða eitthvað eftir að borgi sig að setja þá í kindavinnunámið.

 Þriðji hópurinn er síðan orðinn klár í námið, kominn með rétta vinnuáhugann sem á þó stundum eftir aukast áður en lýkur.



 Þessi litla tík sem var yngst í hópnum, ekki orðin 4 mán, kom skemmtilega á óvart.
Aldrei séð kindur áður en snögg að átta sig á að þessi fyrirbrigði væri rétt að stoppa af.



 Fallegur sveigur fram fyrir þær og svo var stoppað. Þetta endurtók hún, svo ekki fór á milli mála að það leynast einhver nothæf gen í henni. Kannski vegna þess að hún á langömmu í Dalsmynni sem heitir Skessa.



 Terrý frá Hrossholti kom vestan úr Reykhólasveit í djammið á Nesinu. Hún lenti í miklum ævintýrum fyrr um daginn en slapp ekki við reiðhallartímann að þeim loknum. Hún er árinu eldri en frænka hennar hér fyrir ofan og lumar vonandi á nokkrum ömmugenum.



 Hér gera Hraunholtabóndinn og Moli frá Tálknafirði leikhlé og ræða stöðuna.


 Katla og Elísa koma sér í mjúkinn hjá Alexander með því að hæla hvolpinum hans  á hvert reipi.

 Já það er alltaf jafnskemmtilegt að spá og spekúlera í fjárhundsefnunum. 

 Tillögunni sem stungið var að mér um daginn, um að boðið verði uppá námskeið 1 sinni til 2 í mán. sem síðan myndi  ljúka með hundakeppni í fyllingu tímans,  er hér með komið áfram til stjórnar smalahundadeildar Snæfellinga.

 Þar er full af eldklárum náungum sem gætu skipst á um að leiða hóp í gegnum svona ferli.

Það vantar allstaðar góða smalahunda í dag.emoticon

29.01.2010 10:27

Ótitlað

 

Hvolpahittingur í Hestamiðstöðinni.


 
 Það er stefnt að hvolpahittingi í Hestamiðstöðinni laugardaginn 30 jan.

Þetta er ekki alvörunámskeið heldur á að reyna að ná saman B C hvolpum, ótömdum eða lítið tömdum 6 mán. eða eldri.
 Ekki verður um mikla kindavinnu að ræða en hvolparnir fá þó aðeins að sýna taktana ef áhuginn er kominn.



 Þarna verða vonandi einhverjir sérfræðingar á svæðinu og munu þeir ekki, ef að líkum lætur, liggja á skoðunum sínum um stöðu hvolpanna í námsferlinu og hvernig standa skuli að framhaldinu við tamninguna.



 Húsnæðiskostnaði verður skipt niður á gesti og gangandi og þeir sem luma á köku í búrinu eða í kistunni eru sérstaklega velkomnir, grípi þeir hana með.


Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.emoticon

Skyldumæting hjá félögum í Smalahundadeild Snæfellinga með eða án hvolps..emoticon

 Skráning í síma 6948020 eða dalsmynn@ismennt.is

27.01.2010 21:47

Aðalfundur Smalahundadeildar Árnessýslu


    Aðalfundur Smalahundadeildar Árnessýslu verður haldinn á Hestakránni Skeiðum fimmtudagskvöldið 28 jan kl:20:30.
Drífa Gestsdóttir kynnir hundaþjálfun.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Nýir félagar velkomnir.

Vonumst til að sjá sem flesta.
Stjórnin.

15.01.2010 22:17

Með góðum kv frá Eyrarlandi


sæll Hilmar, þú vildir fá mynd af húsinu.
En heil og sæl öll.
Ég hef ekkert gert í hundum síðasta árið, fyrst fór tíminn í að liggja í rúminu og þegar því lauk tók sauðburður við og því næst húsbygging.  En við rifum gamla hlutann af íbúðarhúsinu sl. vor og byggðum annað lítið eitt stærra í staðinn.  Við erum svo að segja búin með neðri hæðina og getum því farið að halda hundapartý á ný.  Enn betri verða partýin þegar efri hæðin klárast, því þar verður koníaksstofan.  En stefnan er tekin á hundakeppni í vetur, einhver timan á útmánuðum.
Þá gerum við okkur glaðan dag og að sjálfsögðu verða allir velkomnir og nóg er plássið.
Ég er búinn að setja út fjóra smáskussa sem eru í ullinni og ætla mér að temja ungu tíkurnar eitthvað, þær Flugu og Vöku.  
Lýsa á von á sér um miðjan feb. undan Mac.
Tígull karlinn er nú genginn á vit feðra sinna og á vonandi náðuga daga þar.  Hann var búinn að skila góðu dagsverki.
Fleira er nú ekki að frétta hjá mér í bili.
kv Varsi  

01.01.2010 01:56

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir gamla árið

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir gamla árið.
Hvernig væri nú að vera svolðið duglegri að virkja þassa heimasíðu okkar og setja inn nokkrar línur.
Með von um gott smalahundaár.
kv
Hilmar Móskógum.

20.12.2009 21:48

Tamning fjárhunda

Mig langar að láta vita af því að kennslumyndband sem Gunnar á Daðastöðum gerði á árinu 1990 er komið á heimasíðuna þeirra. Mjög áhugavert fyrir þá sem hafa áhuga á að temja hundana sína.
Héðan er allt gott að frétta. Kindur komnar inn, sæðingar búnar og tilhleypingar c.a. hálfnaðar og því engin not fyrir hundana, sem kemur sér vel því Dot átti sex hvolpa 17 des og eru þeir undan Hrók hans Gumma.

Jólakveðja frá Móskógum

03.11.2009 21:12

Snæfellsneskeppnin 2009

Úrslit keppninnar eru komin í "Úrslit í ýmsum keppnum" sem er til vinstri á skjánum í dálknum "VAFRAÐU UM".
 Ég bað Þóru um að setja svo inn á síðuna eitthvað af myndum frá keppninni, hún var með svo flotta myndavél að ég var ekkert að sína mína myndavél.
kv. Hilmar

28.10.2009 11:38

Snæfellsnes

Árleg smalahundakeppni smalahundadeildar Snæfells- og Hnappadalssýslu verður haldin í Mýrdal sunnudaginn 1. nóvember klukkan 13.00. Keppt verður í unghundaflokki og A- og B-flokkum. Í tilkynningu frá stjórn segir að allir séu velkomnir á sýninguna. 

Flettingar í dag: 42
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 237
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 173973
Samtals gestir: 27060
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 10:00:58