14.08.2012 22:52

Landsmót 2012

 Það var rennt suður á Mela að sjá út vænlega keppnisbraut fyrir ykkur að reyna eða sjá.



 Stjórnin ábúðarfull að meta vænlegt vallarstæði.

Alveg hægt að klúðra öllu þarna með glæsibrag.




Síðan var rennt við á Snorrastöðum og farið yfir stöðu mála, við bændur þar.

 Líklega er ekki nema einn bústaður eftir
óbókaður um þessa helgi  en þarna er ágætt tjaldstæði  með rafmagni og alles.

 Stóra húsið er fest okkur að hluta. Stór salur með eldunaraðstöðu og hugsanlega svefnpokaplássi
. Þar verður aðalfundurinn á föstudagskvöldið og sameiginlegur matur á laugardagskvöldið.



 Það er að verða fullbókað á námskeiðið  og verið að skoða hvort hægt sé að hafa það þannig að sem flestir geti haft gagn af heimsmeistaranum.

 Það er allavega ekki eftir neinu að bíða með að skrá sig , kannski með fyrirvara um mætingu,  svo hægt verði að forma þetta endanlega.

10.08.2012 08:27

Snati

"Snati" http://snati.bondi.is

Nýr ættbókargrunnur fyrir Border collie hunda hefur litið dagsins ljós.

Eins og flestum er kunnugt hefur staðið yfir vinna hjá Bændasamtökum Íslands við að hanna nýjan ættbókargrunn fyrir Smalahundafélag Íslands undanfarin næstum tvö ár. Vinnan hefur tekið mun lengri tíma heldur en vonir stóðu til en við fengum bara mun betri og vandaðra forrit fyrir vikið.

Ekki er þó allt fullkomið ennþá, enn eru ýmsar prófunarvillur inni sem eftir er að fjarlægja og sitthvað sem má fínisera. Töldum við að ekki væri ástæða til annars en að opna fyrir aðgang þó að enn sé unnið að lagfæringum.

Allir félagsmenn fá frían aðgang í gegnum félagsgjöldin þannig að það er eins gott að standa í skilum með þau.

Til upplýsingar:

  • Félagsmaður sem er með aðgang td. Að www.huppa.is www.· fjarvis.is eða www.jord.is fær sjalfkrafa almennan aðgang að Snata án þess að þurfa nokkuð að gera.
  • Félagsmaður sem hinsvegar hefur ekki aðgang / ekki með aðgangsorð þarf að fara í gegnum Bændatorgsferlið til að sækja um aðgangsorð en til þess þarf sá/sú að notast við RSK veflykilinn sinn.
  • Nýr félagsmaður sækir um aðgang að kerfinu á vefsíðu Snata en þarf jafnframt að fara í gegnum Bændatorgsferlið til að útbúa aðgangsorð ef slík aðgangsorð eru ekki til.

Umsjónarmenn verða tveir til að byrja með og aðstoða þeir við það sem þörf er á og taka við fyrirspurnum. Þeir eru:

Hilmar Sturluson hilmarst@simnet.is  og Sverrir Möller ytralon@simnet.is

Gangi ykkur vel

 Sverrir og Hilmar.

07.08.2012 20:14

LANDSKEPPNI 2012.


        Landskeppni og aðalfundur Smalahundafélags Íslands.

Landskeppni smalahunda verður haldin að Kaldármelum
helgina fyrsta og annan sept. n.k. 

 Aðalfundur félagsins verður haldinn að Snorrastöðum föstudagskvöldið 31 ágúst.

 

Keppt verður í eftirtöldum greinum.

 

A fl. Opinn flokkur og fyrir þá hunda sem hafa fengið 50 stig eða meira í B fl.

 

B fl. Fyrir óreynda hunda eða sem ekki hafa náð 50 stigum í b fl.

 

Unghundaflokkur. Hundar yngri en 3 ára.

 

Dómari verður James MacKee heimsmeistari.

 

30 og 31 ágúst mun hann kenna á námskeiði að Mýrdal Kolbeinstaðarhreppi.

 

Forgang að námskeiðinu hafa skráðir keppendur á Landsmóti.

 

Það er smalahundadeild Snæfellsness og Hnappadalssýslu sem heldur keppnina að þessu sinni.

 

Þáttöku í keppni og námskeiði þarf að skrá hjá Gísla Þórðarsyni í Mýrdal fyrir 26 ágúst.

 

S. 8474083.  Netfang myrdaluratmmedia.is

   Hjá ferðaþjónustunni á Snorrastöðum  s.8636658  snorrastaðir@simnet.is stendur til boða gisting og tjaldstæði meðan sumarbústaðir endast og þar verður sameiginleg aðstaða til fundahalda og skemmtunar.

 Hundaeigendur og áhugamenn hvattir til að slútta sumrinu með fróðleik og skemmtun á landsmóti.

 

01.08.2012 19:34

Landskeppni DVD

Hæ,

Núna er ég loksins búin að útbúa 2 DVD diska af því efni sem ég tók upp á landsmótinu á Eyrarlandi í fyrra.   Ef einhver hefur áhuga á að eignast þessa diska þá er bara að hafa samband á unnur at vesturland.is 


Bestu kveðjur
Unnur

30.07.2012 15:04

Hvolpar til sölu !!

                                                                                                                                                                                                                                                                                               Til sölu 6 hvolpar undan þeim Killiebre Jim (Innfluttur) og Tinnu frá Kirkjubóli,upplýsingar um þau má finna í hundaskrá smalahundafélagsins hér á síðuni . Uppl. í síma 841 7047.

13.05.2012 19:16

Hvolpar til sölu



Komið öll sæl

Ég á enn eftir tvo rakka báðir eru undan Karven Taff Íslandsmeistara síðasta árs í opnum flokki þessi þrí liti og yngri er undan Ronju frá Hafnarfirði en hún er dóttir Tíguls frá Eyrarlandi margföldum íslandsmeistara og móðir hennar er Týra frá Kaðalstöðum sem vann til þó nokkura verðlauna í keppnum og átti best 88 stig í keppni í opnum flokki,
hinn hvolpurinn er svartur og hvítur sterklegur hundur og er undan Ólínu frá Hafnarfirði sem var Íslandsmeistari í unghundum 2010 með 84 stig og hefur unnið til verðlauna í opnumflokki báðir eru bólusettir og örmerktir fleirri myndir eru í myndaalbúmi hvolpar til sölu nánari upplýsingar fást í síma 8466663 eða á sveipu@hive.is

kv Gunni

14.04.2012 17:51

Ótitlað

Komið sæl, nú langar mig að frétta af nýja vefnum þ.e. skráningar kerfinu því nú er ég komin með 3 got sem ég hef ekki getað skráð og eigendur hvolpanna ,, hundanna í sumum tilfellum er farið að lengja eftir að fá skráningar blað eða einhverja staðfestingu á því sem ég hef sagt um ættir og upperni


 

kv Gunni

18.03.2012 22:42

Námskeið á Húsatóftum.

Setti inn myndir af námskeiðinu. Í aðalhlutverkum eru:

Alli leiðbeinandi og Rebbi

Þórir og Oddur sem er undan Lísu og Dan

Þorgeir og Píla sem er frá Hurðarbaki

Rúnar og ónefnd tík ,að ég held, frá Trausta í Austurhlíð

Þakkir fyrir gott námskeið.

Kv. Raggi

27.02.2012 16:03

Hvolpar




Komið sæl öll
Það fæddust fyrir 5 vikum 8 hvolpar undan Ólínu og Taff , 5 tíkur og 3 rakkar
Ólína virðist sterkari í lita erfðum en Taff því allir urðu þeir tví litir
þessir hvolpar eru ekkert öðru vísi en aðrir hvolpar sem okkur hafa fæðst þ.e ég verð þeim degi feginn þegar þeir verða allir farnir til nýrra eigenda,
Fleirri got hafa komið undan Taff og öðrum tíkum, Trúska hans Bjarka á Breiðavaði gekk fram yfir og lést það sem í henni var , næst kom undan Kríu 5 hvolpar 4 rakkar og ein tík þar af voru 3  þrí litir , næst gaut Loppa í Kýrholti hún kom seint til Taff og gekk eiginlega upp um leið en einn hvolpur var í henni og kom hún því miður dauð en Loppa var sónarskoðuð daginn áður en hún gaut og var hvolpurinn lifandi þá, síðast gaut Kolka frá Eyrarlandi og hún fæddi 5 hrausta hvolpa 3 tíkur og 2 rakka og engann 3 litann

svo þetta er það sem komið er undan Taff

kv Gunni

26.02.2012 18:52

Hundar á Dalatanga


Ég er að leika mér með smá hlýðni-æfingar þegar ég er ekki að temja hundana í kindunum.

26.02.2012 11:13

Tamning eða þjálfun????

 Ágætu félagar.

  Í verkefni sem ég hef verið að vinna síðustu dagana hafa komið upp skiptar skoðanir á hvort nota eigi orðið " tamning " eða " þjálfun " yfir  hugtakið að temja/ þjálfa hundinn.

  Ég hef notað tamning án þess að velta þessu nokkuð fyrir mér, nánast alveg eins og í hestamennskunni. Tem hundinn en þjálfa hann t.d. fyrir keppni eða tek taminn hund í  þjálfun fyrir einhvern þegar fer að líða að göngum.
  Það er komið á daginn að gæludýraeigendur og menntaðir hundafræðingar þéttbýlisins virðast nota orðið " þjálfun " þegar " tamning " virðist algengari í sveitinni.

 Nú bið ég ykkur að láta í ljós álit á því hvað ykkur er tamast  og jafnvel hvaða skoðun þið hafið á málinu.

Kveðja.
 
Svanur.

26.02.2012 08:53

fréttir

Svakalega hafa allir lítið að skrifa um, en samt sér maður að það fara margir inná síðuna á hverjum degi. Við verðum endilega að vera dugleg að spjalla saman og fá fréttir, hér á smalahundasíðunni. það hlýtur eithvað að vera að gerast, ég bíð spennt eftir viðbrögðum.   emoticon

03.02.2012 06:58

Fréttir

emoticonemoticonJá ég gleymdi alveg að minnast á þau syskinin. Hundurinn var lengi frekar smeikur við kindurnar, en fór síðan alltí einu af stað, og mér líst bara vel á hann, tíkin er meira fiðrildi enþá aðeins að gelta, en óhrædd ég er ekkert að stressa mig yfir því, fer bara með þau öðru hvoru.Billa

02.02.2012 12:52

Fréttir

Sælir smalahundafélagar. Þessi síða er nú frekar daufleg, en það er ekki alltaf hægt að bíða eftir að aðrir skrifi. Ég ætla að skrifa aðeins um mig og mína hunda.Ég hef verið að temja svolítið í vetur og hefur gengið ágætlega, ég er með 1árs hund undan Spólu og Mack og verður hann góður frekar harður en fljótur að hlýða.Svo eru 2 2ára bræður undan Mack og tík frá Varsa annar er mjög fínn og ætla ég að eiga hann, en er að selja hinn hann er ágætur að hjálpa manni en engin rðskleiki í honum, og fínn fyrir óvana.Ég er líka með tík fyrir vinkonu mína lítil brún findin tík sem hleypur eins og andskotin en gengur ágætlega að temja hana. Ég veit nú ekki alveg um ættir en er að grúska í því.Spóla eignaðist 4 hvolpa í haust og áttu þeir að verða undan Mack en Spóla var ekkert hrifin af honum, þessi frekja var bara grimm við hann, eins og hann er nú mikil ljúflingur, en hann fékk að prófa einu sinni en sama dag braust  Spóla út og fór undir son hans, svo að ég þurfti að senda dna og .þeir eru allir undan ungahundinum frekar spælandi en svona gengur þetta. Þessir hvolpar eru mjög fjörugir og skemmtilegir,svo að maður sér bara til.Ég fer til Skotlands í sumar í 12 daga á námskeið hjá Juli Hill en hún er víst mjög fær að temja þetta verður mjög spennandi og gaman. JæJa það væri nú gaman  að fá einhverjar fréttir, frá ykkur, hvað eru tld komnir margir hvolpar undan sparihundinum hans Gunna og hvað eru margar tíkur að fara að gjóta,og eru tamningar í gangi. Kveðjur Billa

09.12.2011 18:13

Dæmi hver fyrir sig

Guðmundur S. Brynjólfsson skrifar:
Það fylgja því alltaf ónot þegar maður les um eða verður vitni að því að hundur leggist á fé. Og þótt að það sé kannski frekar á tilfinningalegum nótum sagt þá er það yfirleitt óhugnanlegra þegar rakkinn kemst í lambfé. Þá verður ungviðið frekar fyrir barðinu á hundinum en fullorðna féð sleppur.

Sumir hundar hafa þann sið - ef hægt er að tala um að hundar hafi sið - að tæta fé. Þeir fara þá með gelti og hlaupum um safnið og urra og glefsa en bíta kannski ekki og ef þeir þá bíta þá er það tilviljanakennt og nánast hending ein sem ræður hvort kindinni blæðir eða ekki. Slíkir hundar eru til óþurftar og ættu ekki að fá að þrífast en því miður eru þeim á stundum gefin grið en sjaldnast tekst að temja þá til betri umgengni við fénaðinn. Þó eru þess dæmi.

Dýrbíturinn verður ekki taminn, hann er vargur og lætur aldrei af vana sínum að fara í fé og bíta eða hvekkja með öðrum hætti. Dýrbíturinn er hættulegur enda er það regla að þegar upp um kemst þá er sá lúmski skratti sleginn af. Lesið hef ég vandaðar skýrslur frá búnaðarfélögum sem segja frá því að sumir hundar sýni strax sem hvolpar að hverju stefni og er þá undantekningarlaust mælt með því að gripið sé inn í og skepnunni lógað. En það er því miður of oft látið undir höfuð leggjast. Þekkt er að hvolpar setji sig í stellingar dýrbítsins strax nokkurra vikna og ættu menn þá þegar að vera á varðbergi. Þeir bíta sjaldnast svo ungir en eðlið leynir sér ekki. Þessir illskeyttu snatar skjóta upp herðakambinum og sýna tennurnar, urra og kasta sér að fénu - gera í raun allt nema bíta. Þetta þykir hláleg sjón en er mikilvæg viðvörun og hana ætti að taka alvarlega. Of oft er talað um þessa hegðun þessara smáhvutta sem broslega tilburði en það eru þeir að sönnu ekki.

Sjaldgæfust er sú tegund dýrbíta sem velur sér bara gemlinga að leggjast á. En hún er þekkt. Og man ég glöggt eftir vitnisburði bónda úr Biskupstungum sem talaði um þessa hegðun hunds sem ónáttúru. Ekki er vitað hvað veldur þessari sérvisku - ef hægt er að tala um sérvisku í hundi - sem þannig hagar sér en engu að síður er þetta sorgleg staðreynd. Það er hörmung að sjá veturgamalt fé illa leikið eftir óðan hund; sjá þar kannski á eftir vel ættaðri kind og vita að hún verður aldrei til brúks - ef hún þá lifir.

Hvað er til ráða? Einhverjir hafa talað um fræðslu en það er erfitt að kenna fleiri hundum en bara þeim gömlu að sitja, fyrir nú utan það að hundar eru daprir á bókina. Helst hefur mér skilist af ráðunautum að besta ráðið sé að skilja hundkvikindi þessi strax sem hvolpa - leyfa þeim ekki vera saman og stöðva strax alla tilburði í þeim til að hópa sig en það er oftar en ekki í hópum sem þetta náttúruleysi byrjar. Einn og einn skrattakollur þjálfar þetta þó upp með sér - ef hægt er að taka svo til orða að hundur þjálfi sig - og er þá ekkert til ráða annað en að aflífa dýrið. Einn og einn bóndi sem ég hef rætt við hefur nefnt að gelding gæti dugað á svona hund en því trúi ég illa og engar rannsóknir hef ég lesið sem benda til þess að það að leggjast bítandi á fé tengist náttúru hundsins.

Því er ekki annað en biðja bændur að vera á varðbergi; gljáfægður hundsfeldur og góð bygging og hlaupageta segja ekki nema hálfa söguna; glansandi skrokkur og vinalegt augnaráð geta blekkt. Bítandi hundur er gangandi tímasprengja - ef hægt er að kalla hund tímasprengju?

Svari nú hver fyrir sig.

Flettingar í dag: 365
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 227
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 304026
Samtals gestir: 42675
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:19:23