14.08.2012 22:52

Landsmót 2012

 Það var rennt suður á Mela að sjá út vænlega keppnisbraut fyrir ykkur að reyna eða sjá.



 Stjórnin ábúðarfull að meta vænlegt vallarstæði.

Alveg hægt að klúðra öllu þarna með glæsibrag.




Síðan var rennt við á Snorrastöðum og farið yfir stöðu mála, við bændur þar.

 Líklega er ekki nema einn bústaður eftir
óbókaður um þessa helgi  en þarna er ágætt tjaldstæði  með rafmagni og alles.

 Stóra húsið er fest okkur að hluta. Stór salur með eldunaraðstöðu og hugsanlega svefnpokaplássi
. Þar verður aðalfundurinn á föstudagskvöldið og sameiginlegur matur á laugardagskvöldið.



 Það er að verða fullbókað á námskeiðið  og verið að skoða hvort hægt sé að hafa það þannig að sem flestir geti haft gagn af heimsmeistaranum.

 Það er allavega ekki eftir neinu að bíða með að skrá sig , kannski með fyrirvara um mætingu,  svo hægt verði að forma þetta endanlega.

Flettingar í dag: 7
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 180
Gestir í gær: 66
Samtals flettingar: 171860
Samtals gestir: 26787
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 01:07:37