11.08.2009 22:21

Landskeppni

Landskeppni og Aðalfundur

Smalahundafélag Íslands

Verður haldin að Miðengi í Grímsnesi helgina 29-30 ágúst 2009

Að þessu sinni heldur nýstofnuð Smalahundadeild Árnessýslu landskeppnina. Félagsmenn eru rúmlega 20 og var mikill áhugi fyrir stofnun deildarinnar. Öllum fjáreigendum er ljóst hversu dýrmætt er að eiga góðann smalahund.

Dagskrá:

Laugardagur 29. ágúst

Keppnin byrjar á unghundum kl 11:00, síðan verður keppt í B-flokk og endað á A-flokki.

Aðalfundur Smalahundafélags Íslands verður haldin að Miðengi á Laugardeginum að lokinni keppni. Eftir aðalfundinn verður sameiginleg grillveisla fyrir félagsmenn og fjölskyldur þeirra. Matur verður seldur á aðeins 1000 kr fyrir manninn og er hann þá niðurgreiddur af félaginu.

Sunnudagur 30.ágúst

Keppnin byrjar kl 11:00 og þá verður keppt í B-flokk og endað á A-flokki.


Skráning fer fram hjá Reyni Jónssyni í síma: 8980929 fyrir 20. ágúst n.k.

Upplýsingar um keppnisreglur er að finna hér á heimasíðunni undir "Keppnisreglur".

Unghundar teljast þeir hundar sem eru 3 ára og yngri miðað við fæðingardag.

Þeir hundar sem hafa náð 50 stigum eða meira í smalahundakeppni skulu keppa í A flokki.

Við hvetjum eigendur smalahunda til að mæta á Landskeppnina og taka þátt í skemmtilegri keppni.

Við eigum von á frábærum hundum af öllu landinu og fjölda áhorfenda.

Á Miðengi er veitingasala, tjaldstæði og snyrtiaðstaða. þetta er kjörið tækifæri fyrir alla fjölskylduna að skella sér í útileigu og eiga góða helgi og frábæra skemmtun.

Mótsnefnd.



07.07.2009 20:34

Landskeppni 2009

Landskeppni Smalahundafélags Íslands verður haldin á Miðengi í Grímsnesi Árn helgina 29-30 ágúst n.k. Frítt tjaldstæði verður á staðnum. Nánar auglýst síðar.

26.06.2009 09:38

Smalahundaæfing

Í gærkveldi var haldin fyrsta smalahundaæfing Smalahundadeildar Árnessýslu. Það mættu 11 félagar með allt upp í þrjá hunda. Þarna voru nokkrir unghundar undan innfluttu hundunum (Daðastöðum,Eyrarlandi,Brautartungu og Móskógum) og voru þeir allir að virka vel. Það var auðséð að Bjarni formaður hefur verið iðin við að æfa tíkina sína, sem hefur tekið miklum framförum síða ég sá hana í haust. 
Verið er að athuga með staðsetningu fyrir næstu landskeppni, og er jafnvel möguleiki á að hægt verði að halda hana í lok águst en stefnt er að því að birta dagsetningu sem fyrst.
kv Hilmar

31.05.2009 13:49

Taka tvö!

Jæja, taka tvö.
Nú er fjölskyldumyndir Hæls komnar inn í myndaalbúm, þetta var ekki auðvelt fyrir anti-tölvunörd eins og mig en hafðist þó. Kveðja Harpa

28.05.2009 22:15

fjölsk.myndir frá Hæl

Jæja hér koma loks myndir úr fjölskyldualbúminu.
Sauðburður gekk bara nokkuð vel hjá okkur og lauk 23. mai og allar lambær komnar út.
Stefnan nú er að þjálfa hunda og hross af kappi, af nógu er að taka. Þegar við losnum við lambærnar úr túninu, getum við sett út æfingaféð og hafist handa. Vonandi gengur/gekk sauðburður vel hjá þér og bakið í lagi. Kveðja Harpa Jóh.

Derek og Ben

Derek og Laddie

Soo að smala

Soo









Auðna frá Gilsfjarðarmúla



Skíma frá Bjarnastöðum

Drjúgur frá Hæ
l
Skíma

Aska, Harpa og Gríma sýna tennurnar

Gríma frá Geirshlíð

Hælshundar

Soo smalar á Fróni

Meira á næstu dögum


19.05.2009 11:02

Nú viljum við sjá myndir frá Soo og co

Jæja Harpa fáum við ekki að sjá myndir úr fjölskyldualbúminu?
Þú átt hvolpa síðan í haust og svo eitthvað yngra líka.
Ætlar þú ekki að leyfa okkur að sjá eitthvað af þessu?
kv að austan

15.05.2009 00:36

Sauðburðarhlé?

Sælir félagar, jæja eru allir komnir á fullt í sauðburði? Við Jim tylltum okkur niður fyrir framan eurovision í sjónvarpinu, þar sem hann reyndi að sannfæra mig um ágæti breska lagsins?!!!emoticon

24.04.2009 21:36

Vantar hvolpa/hunda á sýningu.


  Sælir félagar.

  Þann  9 maí n.k.( laugardag) verður svona míní landbúnaðarsýning á Selfossi.

 Óþarft er að segja ykkur það, að ekki verður haldin alvöru landbúnaðarsýning nema Border Collie komi þar við sögu.

  Það vantar semsagt sýningardýr á svæðið. Helst hvolpa á góðum aldri. 6- 10 vikna eða fallega hunda- tíkur.

 Ef einhverjir geta bjargað málinu eða vita af einhverju líklegu, nú eða vilja frekari upplýsingar, vinsamlegast hafi samband í tölvupósti,  dalsmynn@ismennt.is  eða í s. 6948020

kveðja Svanur.

23.04.2009 14:31

Gleðilegt Sumar

hæ allir og gleðilegt sumar
hér er frekar lítið að ske þessa daganna lítið skrifað það hljóta einhverjir að vera gera eitthvað sem hægt er að segja frá það er ekki gaman að halda út síðu sem ekkert er um að vera á.

Ég get sagt frá því að ég fór í gær kveldi og heimsókti Svan í Dalsmynni og hafi Rex með mér sem verður 1 árs í júní og fórum við út með kindur og var ég mjög ánægður með það sem hann sýndi mér og strax í fyrsta skipti sem hann fer í kinda hóp.

einnig sýndi Svanur mér hana Dáð sem var virkilega fín þrátt fyrir ungan aldur og stuttan tamningar tíma. það sem mér fannst líka með báða þessa hvolpa hvað þau voru yfir veguð í kindunum ekki rífa og tæta.

08.04.2009 23:34

myndband

Sælir félagar, setti inn myndband þar sem margfaldur heimsmeistari fer yfir nokkur atriði í grunnvinnu við hundatamningar.  kv Einar J.

31.03.2009 11:50

Smalahundadeild Árnessýslu

Loksins,loksins.
Ákveðið hefur verið að stofna smalahundadeild hér í Árnessýslu. Búið er að semja við eiganda (Alla) Hestakráarinnar á Skeiðum, og verður stofnfundurinn haldin þriðjudagskvöldið 7. apríl kl 20:30.
Allt áhugafólk um smalahunda hvatt til að mæta.

kv Hilmar

27.03.2009 23:04

Hundalíf í Móskógum.


 Það var tekið hús á formanninum í dag.

 Tilgangurinn var sá að vita hvort hann væri ekki alveg búinn að rústa þessum dýrum sem hann er að temja.



  Spaði var fyrstur í úttektinni. Hann er með mesta augað og hálffraus öðru hvoru. Hann var samt ekki að vinna vítt en trúlega breytist það áð'ur en líkur.



  Bolla var næst . Hún er fallega loðin og það rifjaðist upp fyrir mér að Hilmar tímdi ekki að láta mig hafa  hana, í fyrstu skoðun á ungviðinu. Ég á eftir að ná henni fyrir lítið seinna.
 Hún var með minnsta áhugann enn en allt í lagi samt.



  Hér er Gríma mætt til leiks. Mér leist best á hana (nema útlitslega). Hún vann þetta skemmtilegast og gæti orðið kjarkmest af þeim.

  Þau voru hlýðin og komu umsvifalaust frá kindunum við innkallið.

Þetta eru efnileg dýr og fyrst kallinn er ekki að rústa þeim,  verður hann allvel settur með fjárhunda áður en lýkur.emoticon

Fleiri myndir í albúmi.

22.03.2009 10:33

http://www.horseandcountry.tv

Sæl, mig langar að láta vita af því að hægt er að horfa á valin myndbrot úr intern.trail 2007 með því að slá inn www.horseandcountry.tv en trúlega þarf að hafa gott netsamband.
kv. Hilmar

17.03.2009 17:40

Félagatal

Ef einhver hefur upplýsingar til að leiðrétta félagatalið, þá endilega látið Sverri ritara vita (ytralon@simnet.is).

14.03.2009 22:41

Litlar umræður?

Miðað við fjölmennið í félagatali þá ættu hér að vera líflegar umræður,hvar eru allir? Hér tjá sig einungis 10-15 einstaklingar.
Flettingar í dag: 365
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 227
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 304026
Samtals gestir: 42675
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:19:23