24.08.2009 20:46

Nokkur heilræði fyrir byrjendur í fjárhundakeppni.

  Ég er fremur tregur að eðlisfari og það tók mig þó nokkrar fjárhundakeppnir að átta mig á því, að það var kannski ekki allt óþekkum rollum að kenna hvernig gekk.

 Til að stytta byrjendum leiðina datt mér í hug að setja nokkra punkta hér inn ef einhver gæti haft gagn að því.

 
1.Það er mikilvægt að hundurinn hafi góða fjarlægð (vinni ekki of nálægt) og geti unnið rólega að kindunum þegar við á.



2. Komast hjá því ef mögulegt er að missa kindurnar á fulla ferð. (halda hundinum vel frá þeim.)

3. Reyna að sjá út um leið ( helst áður) og féð  ætlar úr braut og bregðast hratt við því . 

4. Leggja mat á féð og hundinn og hvað hann ræður við. Þ.e. hvort hann nái t.d. að rétta kindur af inn í brautina/hliðið eða  gætu tapast fleiri stig við leiðréttingu og einhver vandræði í framhaldi af því, en að fá refsistig t.d.fyrir að missa af hliði.

5. Algengt að menn séu of seinir með skipanir, þegar féð nálgast smalann úr beinu brautinni til að stýra fénu réttu megin og í hæfilegan sveig kringum smalann.

6. Eyða smá tíma í að róa féð og hundinn niður í hringnum, fyrir skiptingu eða innsetningu í rétt.

7. Þegar kemur að því að setja féð í réttina er ágætt að skilja hund og hóp eftir í hringnum og stilla sér upp við opna réttina áður en hundurinn kemur fénu af stað.

 Það er samt persónulega reynslan sem vegur þyngst þannig, að þó hundurinn sé ekki fullkominn borgar sig að hella sér í slaginn og safna í reynslubankann.

 Ég skora svo á félaga mína úr keppnum undanfarinna ára að bæta við þetta punktum fyrir byrjendurnar, nú eða okkur hina.emoticon

Flettingar í dag: 726
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 854
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 186572
Samtals gestir: 28352
Tölur uppfærðar: 18.5.2024 21:46:47