11.08.2009 22:21

Landskeppni

Landskeppni og Aðalfundur

Smalahundafélag Íslands

Verður haldin að Miðengi í Grímsnesi helgina 29-30 ágúst 2009

Að þessu sinni heldur nýstofnuð Smalahundadeild Árnessýslu landskeppnina. Félagsmenn eru rúmlega 20 og var mikill áhugi fyrir stofnun deildarinnar. Öllum fjáreigendum er ljóst hversu dýrmætt er að eiga góðann smalahund.

Dagskrá:

Laugardagur 29. ágúst

Keppnin byrjar á unghundum kl 11:00, síðan verður keppt í B-flokk og endað á A-flokki.

Aðalfundur Smalahundafélags Íslands verður haldin að Miðengi á Laugardeginum að lokinni keppni. Eftir aðalfundinn verður sameiginleg grillveisla fyrir félagsmenn og fjölskyldur þeirra. Matur verður seldur á aðeins 1000 kr fyrir manninn og er hann þá niðurgreiddur af félaginu.

Sunnudagur 30.ágúst

Keppnin byrjar kl 11:00 og þá verður keppt í B-flokk og endað á A-flokki.


Skráning fer fram hjá Reyni Jónssyni í síma: 8980929 fyrir 20. ágúst n.k.

Upplýsingar um keppnisreglur er að finna hér á heimasíðunni undir "Keppnisreglur".

Unghundar teljast þeir hundar sem eru 3 ára og yngri miðað við fæðingardag.

Þeir hundar sem hafa náð 50 stigum eða meira í smalahundakeppni skulu keppa í A flokki.

Við hvetjum eigendur smalahunda til að mæta á Landskeppnina og taka þátt í skemmtilegri keppni.

Við eigum von á frábærum hundum af öllu landinu og fjölda áhorfenda.

Á Miðengi er veitingasala, tjaldstæði og snyrtiaðstaða. þetta er kjörið tækifæri fyrir alla fjölskylduna að skella sér í útileigu og eiga góða helgi og frábæra skemmtun.

Mótsnefnd.



Flettingar í dag: 705
Gestir í dag: 46
Flettingar í gær: 854
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 186551
Samtals gestir: 28350
Tölur uppfærðar: 18.5.2024 20:52:08