05.12.2010 00:25

Killibrae bræður Jim og Flash

Albróðir Jim að gera það gott hjá Derek Scrimegour,honum leist svo vel á hann að hann keypti hann aftur og hefur ákveðið að nota hann sem undaneldis og keppnishund.

Hann heitir Killiebrae Flash og er úr sama goti og hann Jim minn.

hér er hlekkur á frétt af heimasíðu Dereks,um Flash.
www.bordercollie.gb.com/empty_49.html

04.12.2010 16:33

Fleiri smalasögur

Við granni minn á Sauðanesi lögðum í vel heppnaða ferð austur yfir fjöllin á svæði er kallast Fagranes. Fórum við í birtingu á tvemur sexhjólum með þrjá hunda,fundum við fljótlega 13 kindur í svokölluðu Selfjalli sem er hátt í sjófram voru seppar fljótir að safna þeim saman enda lágu þær vel við í þetta sinnið. Gekk á ýmsu í rekstinum heim enda bæði bratt þungfært og langt heim fór svo að fimm voru sauðbundnar aftan á pallana en restin gekk.Var komið svartamyrkur á okkur á heimleið en við vorum komnir kl19 og týndum við engu reyndist hópurinn vera af sjö bæjum ,mikið helv reyndust þau vel sexhjólin við þessar aðstæður og komu spilin sér vel enda bratt heim. Þau rúma vel þrjár kindur á pallinum en erfitt á ég með að skilja hvernig hægt er að smala á þessu hundlausemoticon Fórum við síðan næsta dag á útnesið í Kumlavík og Selvík og höfðum fjórar kindur og voru tvær spilaðar upp úr björgum við mikla kæti þær reyndust allar vera frá sauðanesi og fengu að sjálfsögðu far heimemoticon .Næsta verk verður að fara í Gunnólfsvíkurfjallið sjávarmegin og held ég bara að hundum mínum kvíði meir fyrir en méremoticon þar eru að minnstakosti 11 kindur ef þær eru ekki þegar hrapaðar.

03.12.2010 23:07

hlýði Billu

Ja jú ég fór að smala í fyrradag.  Við Lýsa fórum í Kiðafellið að ná í eftirlegukindur sem voru fyrir innan svokallaða Ófæruá.  Eins og nafnið gefur til kynna þá er þetta ekkert sérstaklega skemmtilegt smalasvæði, bratt, klettótt og djöfullegt.  En við komum heim með 6 kindur, fundum eina til viðbótar sem var greinilega útigengin síðasta vetur.  Hún hafði lent í einhverju óhappi með framfót og steig ekki í hann, ég dró upp hnífinn og kvaddi hana þarna innfrá.  Það var ógjörningur fyrir mig að koma henni til byggða,  því þarna er ekki farið á neinu tæki og dagurinn er orðinn svo stuttur að það var enginn tími í tafir.

Lýsa er annars með gest þessa dagana, sko "næturgest" það er djásnið hann Dan frá Daðastöðum.  Mikið ofboð er þetta fallegur og blíður hundur, næstum eins og Tígull sé kominn aftur.  Ég vona að sjálfsögðu að ég fái það besta úr þeim báðum og ekki spillti það nú ef það kæmi einn eða svo sem líktist þeim gamla.

Mac er í skemmtiferð á suðvesturhorninu og sinnir þar tíkum, svo hann fær sárabætur fyrir að vera að heiman þegar hans ektakvinna er heit.

kv Varsi

03.12.2010 17:35

Lítið að gerast

emoticon 
 Það gengur vel með hvolpinn hann er orðin eins og feitur selur. Eru allir komnir á fullt í jólabakstur eða þrif það er svo lítið um að vera hér á síðunni, það hlítur einhver að lumma á hunda eða rollusögu eða bara einhverju. Gunni er tíkin búin í látum hjá þér? emoticon

29.11.2010 22:04

Komin hvolpur


Jæja ég varð ekkert smá ánægð Spóla er búin að eignast hvolpinn og það gekk bara vel, ég þurfti aðeins að toga í hann, þetta er flottur þrílitur hundur og verður örugglega ofurhundur.............................  en sem sagt allt gekk vel og ég er alveg sátt.

25.11.2010 20:07

Spóla


 í dag fór ég með Spólu til dýralæknis og lét rönkenmynda hana til vita hvað kæmu
margir hvolpar, og takið eftir það er bara 1. ég trúði ekki mínum eigin augum, og dýralæknirinn
var líka dálitið hissa,Yfir leitt meiga tíkur ekki líta á hund, þegar þær eru í látum þá verður allt fullt af
hvolpum er svo fæ ég bara eitt stikki sem er ekki komið lifandi enþá en hann er orðin dálitið stór
og vona ég bara að tíkin geti fætt hann, ég er bara að hugsa um Spólu að hún komist vel frá þessu.
Veit einhver um tík sem hefur átt 1 hvolp og hvernig henni gekk að eignast hann'?
Og er einhver með tík með marga hvolpa og vantar fósturmömmu ef allt gengur vel þá væri
ekki verra að hafa Spólu með 2 fósturbörn, eða ef hvolpurinn drepst þá verður greyið voða aum, en
þetta kemur allt í ljós á nærstu dögum ég verð orðin að taugahrúu. En maður verður að vona það
besta Kveðja Billa.

20.11.2010 18:07

Eftirhreytur


 Það er búið að vera svolítið um það að það sé að koma einn og einn lambhrútur að inní
Mjóafjarðarbotni, en svo fékk ég hálfgert áfall í gær þegar það sást einn stutt frá mínum kindum.
það var rokið af stað eftir smá tíma en þá var vinurinn horfin, og komið myrkur. Við rukum síðan af
stað í byrtingu og fundum kasanova. Þá var hann líka búin að finna eina kind frá mér sem féll fyrir honum svo að ég fæ lömb í apríl.Við reyndum strax að ná honum en hann rauk niðrí bakka og Spóla hafði ekkert í hann. Þetta endaði með sigbúnaði og Einar og Ingó komu lykkju um hálsinn á
honum og við drösluðum honum uppá bakka og inní kerru, svo að það verður ekkert meira húllum
hæ hjá djöfsa. Bæ Billa. emoticon

14.11.2010 23:16

Ótitlað

Laugardaginn 6. Nóv var haldin keppni á Ytra-Lóni á Langanesi. Mótshaldari var Sverrir Möller og naut hann stuðnings fjölskyldu sinnar og nágranna við undirbúnig og framkvæmd mótsins. Mótið var haldið á vegum Austurlandsdeildar Smalahundafélagsins og var öllum opið. Góð þátttaka var í mótinu og urðu úrslit sem hér segir:
Unghundar:
1. Snúlla frá Snartarstöðum 51 stig
smali: Helgi Árnason Snartarstöðum
2. Gutti frá Snartarstöðum 25 stig
smali: Úlfhildur Helgadóttir Snartarstöðum
3. Ben frá Daðastöðum 14 stig
smali: Eggert Stefánsson Laxárdal
4. Panda frá Daðastöðum 10 stig
smali: Elísabet Gunnarsdóttir Daðastöðum
5. Gáski frá Ytra-Lóni 4 stig
smali: Krzysztof Krawczyk Miðfjarðarnesi
Snúlla og Helgi voru í nokkrum sérflokki í þessum flokki , þar sem að þau kláruðu næstum því brautina. Þau töpuðu að vísu 18 stigum að 20 mögulegum í úthlaupinu, en í öðrum liðum gekk þeim prýðilega og í rekstri töpuðu þau einungis 5 af 30 mögulegum. Þeim tókst hins vegar ekki að koma kindunum í réttina. Gutti og Úlfhildur gerðu þetta á annan hátt, þau töpuðu einungis 3 stigum í úthlaupinu og 2 fyrir það að koma kindunum af stað, en fengu svo ekki stig fyrir fleiri atriði í brautinni. Aðrir keppendur í þessum flokki voru einnig með mjög efnilega hunda, og sýndu ágæta takta þó stigagjöfin gefi kannski tilefni til þess að fólk haldi annað. En flestir keppendur í þessum flokki lentu í vandræðum vegna þess að úthlaupið var ekki nægilega gott, og því áttu hundarnir erfitt með að ná valdi á kindunum eftir það. En þarna voru fínir hundar að stíga sín fyrstu skref með eigendum sínum í svona keppni og það var ánægjulegt að sjá. Mikilvægast af öllu er, að fólk taki þátt í þessu með okkur og einnig er áhugavert fyrir áhorfendur að sjá unga hunda vinna í kindum þrátt fyrir að eitthvað vanti upp á tamninguna.
B-flokkur
1. Skotta frá Daðastöðum 60 stig
smali: Elísabet Gunnarsdóttir Daðastöðum
2. Lappi frá Hriflu 34 stig
smali: Eggert Stefánsson Laxárdal
3. Gáta frá Brekku 20 stig
smali: Bogi Ingimundarson Brekku
Skotta og Lísa gerðu vel eins og þeirra er von og vísa, og töpuðu einungis 3 stigum í úthlaupinu. Í öðrum þáttum töpuðu þær lítið eitt fleiri stigum, en flestum stigum töpuðu þær í rekstrinum, eða 15 af 30 mögulegum. Lappi og Eggert töpuðu einungis tveimur stigum í úthlaupinu og 5 fyrir að koma kindunum af stað, þeir töpuðu hins vegar 12 fyrir að koma með kindurnar af 20 mögulegum, og 17 af 30 í rekstri. Þeir fengu svo ekki stig fyrir tvo síðustu þætti brautarinnar. Gáta og Bogi töpuðu 4 stigum í úthlaupi, 6 fyrir að koma kindunum af stað og 17 fyrir að koma með. Eitthvað líkaði Boga ekki krafturinn í tíkinni og hætti þegar hingað var komið.
A-flokkur
1. Prins frá Daðastöðum 86 stig
smali: Sverrir Möller Ytra-Lóni
2. Lýsa frá Hafnarfirði 83 stig
smali: Þorvarður Ingimarsson Eyrarlandi
3. Mac frá Aeyl a Bryn 77 stig
smali: Þorvarður Ingimarsson Eyrarlandi
4. Dot frá Wales 74 stig
smali: Hilmar Sturluson Móskógum
5. Dreki frá Brekku 61 stig
smali: Elísabet Gunnarsdóttir
6. Spóla frá Daðastöðum 51 stig
smali: Marsibil Erlendsdóttir Dalatanga
Þarna sýndu þeir Prins og Sverrir úr hverju þeir eru gerðir og fóru í gegn um brautina með glæsibrag. Þeir töpuðu þremur stigum í úthlaupi, fengu fullt hús fyrir að koma kindunum af stað en töpuðu þremur stigum fyrir að koma með kindurnar, töpuðu 8 stigum í rekstri, en fengu fullt hús fyrir skiptinguna og réttina og unnu verðskuldað. Lýsa og Varsi töpuðu þremur stigum í úthlaupinu, fengu fullt hús fyrir að koma kindunum af stað en töpuðu 5 stigum fyrir að koma með kindurnar og einnig í rekstrinum. Þau fengu fullt hús fyrir að skipta kindunum en töpuðu fjórum stigum við réttina. Mac og Varsi byrjuðu vel og töpuðu aðeins einu stigi í úthlaupinu, fengu fullt hús fyrir að koma kindunum af stað og töpuðu einu stigi fyrir að koma með kindurnar. Þeir misstu bæði hliðin í rekstrinum og töpuðu þar 16 stigum, fengu fullt hús fyrir að skipta og töpuðu svo 5 stigum við réttina. Dot og Hilmar voru komin um langan veg ásamt klappliði. Ekki dugði það samt til sigurs í þetta sinn, og við skrifum það á klappliðið. Þau töpuðu samt ekki nema þremur stigum í úthlaupinu, en 6 stigum fyir að koma kindunum af stað og 9 fyrir að koma með kindurnar. Þarna töpuðust mörg dýrmæt stig þegar kindurnar fóru mikið úr línu og fóru framhjá fyrsta hliði. Þau töpuðu svo einungis 5 stigum í rekstri, fengu fullt hús fyrir skiptinguna og töpuðu þremur við réttina. Dreki og Lísa áttu góða kafla en áttu í erfiðleikum með sumt. Þau töpuðu 10 stigum í úthlaupinu, 5 fyrir að koma kindunum af stað og 6 stigum fyrir að koma með kindurnar. Rerksturinn gekk ágætlega og þar töpuðust bara 7 stig. Þau töpuðu svo 5 stigum í skiptingunni og 6 fyrir réttina og þegar upp var staðið var búið að reita af þeim 39 stig. Þetta var ekki dagurinn þeirra Spólu og Billu. Úthlaupið gekk samt þokkalega og töpuðu þær bara 4 stigum þar, þær töpuðu svo 6 stigum fyrir að koma kindunum af stað, misstu fyrsta hlið og töpuðu 8 stigum þar. Reksturinn gekk ekki vel og töpuðust þar 25 stig, þær töpuðu fjórum stigum í skiptingunni, en enduðu svo vel, með fullt hús fyrir réttina.
Það er rétt að vekja athygli á, að þarna voru þrír keppendur að taka þátt í sinni fyrstu keppni, þau Úlfhildur Helgadóttir, Eggert Stefánsson og Krzysztof Krawczyk, vil ég bjóða þau velkomin í okkar hóp og vonast til þess að sjá þau sem oftast í framtíðinni.
Dómari í keppninni var Gunnar Einarsson Daðastöðum.
Ég vil nota tækifærið og óska Sverri og fjölskyldu til hamingju með keppnina sem tókst í alla staði vel. Verðlaunaafhendingin fór svo fram á Ytra-Lóni þar sem gestir nutu frábærra kræsinga í hóteli þeirra hjóna. Þó ég þekki ekki hversu duglegur Sverrir er við baksturinn, þá reikna ég með að Mirjam hafi átt þar stærstan hlut að máli.
Fh. Austurlandsdeildar


30.10.2010 15:58

Fréttir frá stjórn

Nú eftir annir haustsins náði hin nýja stjórn loks að koma á símafundi . Eins og allflestir sjálfsagt vita gekk Hilmar Sturluson úr stjórn á síðasta aðalfundi eftir sex ára samfellda formannssetu og vil ég  þakka honum fyrir frábært starf fyrir hönd félagsins það hefur verið virkilega gaman að vinna með þér.
Ný stjórn skipti með sér verkum á þannig Reynir Þór Jónsson Hurðarbaki ritari Marsibil Erlendsdóttir Dalatanga gjaldkeri og Sverrir Möller Ytra Lóni formaður.
Þau verkefni sem við vinnum að í augnablikinu er að reyna að koma ættfræðiskránigunum í gang aftur með uppbyggingu á miðlægum gagnagrunni sem Bændasamtökin munu hýsa.Við fengum dágóða summu úr fagráði nú fyrir stuttu sem að getur sett verkefnið í gang og vonumst við til að grunnurinn verði tilbúinn á næsta ári hvenær, nákvæmlega veltur allt á tölvudeid BÍ.
Svo vil ég hvetja alla til að vera virkir á vefnum okkar og halda honum þannig lifandi, um að gera að skiptast á smalasögum og reynslusögum allskonar setja inn myndir segja frá fréttum innan deildanna skrifa greinar eða þýða segja frá námskeiðum tilvonandi og síðast en ekki síst að skammast í okkur í stjórn.
Kv Sverrir 

21.10.2010 21:32

Keppni fyrir norð-austan

Austurlandsdeild Smalahundafélags Íslands auglýsir.

Smalahundakeppni verður haldin á Ytra-Lóni Langanesi  6. nóvember

Keppni hefst e.h. kl  1 og keppt verður í þremur flokkum

Unghundum,  B-flokki  og A-flokki.

Flokkur unghunda er ætlaður hundum sem fæddir eru 2008 og síðar,

B-flokkur er ætlaður keppendum með enga eða mjög litla keppnisreynslu og 

A-flokkur er svo ætlaður þeim sem hafa tekið þátt í fjárhundakeppnikeppni áður. 

Keppnin er öllum opin og viljum við í Austurlandsdeildinni  hvetja alla til þess að mæta og eiga glaðan dag á Langanesi.  Þetta er í fyrsta sinn sem haldin er keppni á Ytra-Lóni og því spennandi að sjá hvernig aðstæður þar reynast.  

Hægt er að fá gistingu á Ytra-Lóni.

Skráning hjá Sverrir í síma 8483010. Einnig hægt að skrá sig á staðnum.

f.h. deildarinnar

Þorvarður Ingimarsson

12.10.2010 22:48

Ekkert að gerast!?

Jæja þá er nú langt um liðið frá landskeppnini og aðalfundi,og engar eru fréttir af aðalfundi og stjórnarkjöri né hvernig skipað var í stjórn!!?
Hvernig er? Er nokkuð búið að leggja niður félagið!?emoticon

30.08.2010 01:06

Landskeppni 2010. Vorboðavellir.

                                              Úrslit í Landskeppni.
                                            Samanlögð stig giltu til úrslita.


Unghundar:
                                                           1.dagur 2. Dagur og Samtals stig.             

1. Gunnar Guðmundsson   Ólína Hafnarfirði        59 84 =143
2. Svanur Guðmundsson     Dáð frá Móskógum   59 69 =128
3. Helgi Árnason       Snúlla frá Snartastöðum        54 41= 95
4. Aðalsteinn Aðalsteinsson  Lotta frá Húsatóftum  47 39= 86
5. Einar Atli Helgason     Gretta frá Snartastöðum  23 55 =78
6. Reynir Þór Jónsson            Colin frá Hafnarfirði  15 52= 67

B. Flokkur

1. Lísa Gunnarsdóttir      Skotta frá Daðastöðum         77 61= 138
2. Svanur Guðmundsson Snilld frá Dýrfinnustöðum     53 71 =124
3. Halldór Pálsson                Spori frá Breiðavaði         58 56 =114
4. Sigurður Ingi Guðmundsson Glókollur frá Dalsmynni 42 56= 98
5. Aðalsteinn Aðalsteinsson Rebbi frá Húsatóftum         60 36= 96
6. Bjarki Benediktsson         Prúska frá Breiðavaði         43 36 =79
7. Reynir Þór Jónsson          Tútú frá Daðastöðum         26 49 =75
8. Aðalsteinn Hreinsson          Kátur frá Hurðabaki         21 35 =56
9. Valgeir Magnússon             Snót frá Grundarfirði         24 9= 33
 
A. Flokkur

1. Valgeir Magnússon           Skotta Frá Fossi    68 77 =145
2. Þorvarður Ingimarsson  Lísa frá Hafnarfirði    66 63 =129
3. Hilmar Sturluson           Dot frá Wales             85 37 =122
4. Sverrir Möller            Prins frá Daðastöðum    59 52 =111
5. Gunnar  Einarsson Dan frá B.K.MacFarlane  56 50= 106


Dómari var Kristján Ingi Jónsson.



Það var frábær aðstaða á Vorboðavöllum bæði fyrir keppendur og áhorfendur enda ágæt mæting af hvorutveggja.



 Hjónin á Breiðavaði fengu að taka á því við undirbúninginn og keppnina ásamt fleirum og það hefur örugglega verið mikill léttir að sjá fyrir endann á mótinu á sunnudaginn.

 Kindurnar frá Breiðavaði voru nokkuð góðar í heildina, sérstaklega seinni daginn þó sum rennslin yrðu nokkuð hröð þegar kom fram á keppnina. Það koma þó alltaf erfiðar kindur fram í svona keppnum til nokkurra óþæginda fyrir þá sem lenda á þeim.

Lísa og Skotta frá Daðastöðum sem sigruðu B fl. með glæsibrag, stilla sér upp fyrir lokarennslið.

 Mér þótti það skemmtilegt við þetta mót að þarna mættu nokkrir bændur á sína fyrstu keppni með fjárhundana sína, hvorutveggja alveg óvanir keppnum.
Þó þeir væru ekki að berjast um efstu sætin sá maður þarna mjög góða og vel tamda fjárhunda sem eru að nýtast eigendum sínum gríðarlega vel. Flott hjá þeim.

 
 Hér er Reynir Þór Hurðarbaki  að rétta hópinn. Hann kom inn í stjórn í stað Hilmars sem var
 búinn með 6 ára stjórnarkvótann.


                                       Sigurvegararnir í A flokki.
Hilmar og Dot 3 sæti.122 stig. Varsi og Lísa í 2 sæti 129 stig og Valli og Skotta 1 sæti með 145 stig. Stigin eru samanlögð stigagjöf tveggja rennsla.


                                                  B.flokkur.
 Halldór á Súluvöllum og Spori frá Breiðavaði með ? stig og 3 sæti. Svanur og Snilld frá Dýrfinnustöðum með 126 stig  2 sæti og Lísa og Skotta frá Daðastöðum í 1 sæti með 135 stig.

                                             Unghundaflokkurinn. 

Helgi og Snúlla frá Snartarstöðum í 3 sæti með ? stig. Svanur og Dáð frá Móskógum 2 sæti og 128 stig. Gunnar og Ólína frá Hafnarfirði með 143 stig ásamt eiganda Ólínu.


Bestutíkarbikarinn hlaut Skotta og Valli  og mér sýnist þau bæði brosa út að eyrum með þessa tímabæru viðurkenningu.


Bestahundsbikarinn hlaut Prins frá Daðastöðum og Sverrir fékk að koma sem burðardýr á myndina.
Alltaf jafn gaman að sjá taktana hjá þeim í keppni þó stundum gangi hlutirnir ekki alveg upp.

Þeir sem eru með fleiri myndir frá keppninni endilega bætið þeim inná albúmið .

22.08.2010 22:07

Landskeppni 2010

Fyrir þá sem ekki fengu fundarboð


Landsmót Smalahundafélags Íslands verður haldið á Vorboðavelli hjá Blönduósi dagana 28-29 ágúst næstkomandi. Keppnin hefst kl 10 á laugardeginum og mun verða byrjað á unghundum. Frí tjaldsvæði eru á staðnum sem og aðstaða fyrir húsbíla. Fólk getur mætt á föstudagskvöldið ef það vill. Sameiginlegur kvöldverður verður á laugardagskvöldið og verður hann með svipuðu sniði og í fyrra. Skráning fer fram í síma 8480038. Gott væri að skráningu væri lokið þriðjudagskvöldið 24 ágúst. Einnig verður hægt að skrá sig á staðnum eins og verið hefur.

 

Aðalfundur Smalahundafélags Íslands

Aðalfundur félagssins verður haldinn að lokinni keppni á laugardeginum 28. ágúst. Venjuleg aðalfundarstörf og kosningar. Fundarstaður verður á Vorboðavelli.

 

Stjórnin.

18.08.2010 14:09

Ótitlað

Jæja góðir félagar nú líður að Landskeppni og er undirbúningur á fullu og þar sem mér var falið að verða út um verlaun fyrir keppnina reyndi ég mitt besta og verða verðlaunin þau bestu sem um getur fram að þessu þ.e. í öllum flokkum verða bikarar í öll sæti í boði Sláturhúsins á Blönduósi
í öllum flokkum verða verðlaun í boði Líflands sem hér segir þ.e 1 sæti hundabúr 15 kg arion standard hunda matur og nagbein 2 sæti hundabæli, dýna, 15 kg arion standard hundamatur og nagbein í 3 sæti ól taumur og 15 kg arion standard hundamatur og nagbein einnig gefur Icepet okkur eitthvað til í verðlaun og vil ég senda þeim sem okkur styrkja kærar þakkir

sjáums svo hress á keppninni kv.Gunni

13.08.2010 23:30

Ótitlað







Á morgun kl 4 ætlar Smalahundadeild Árnessýslu að halda létta keppni fyrir byrjendur og styttra komna mótið er hugsað sem æfing og einnig til að sjá hvar hver og einn er staddur með sinn hund allir eru velkomnir að Húsatóftum og hefur heyrst að hin margfræga kjötsúpa standi til boða eftir keppni á Hestakránni, vona að sem flestir sjái sér allavega fært um að koma og horfa

kv. Stjórnin

Flettingar í dag: 365
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 227
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 304026
Samtals gestir: 42675
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:19:23