01.05.2013 11:59
Fyrirlestur um fóðrun vinnuhunda.
https://www.facebook.com/ajax/messaging/attachment.php?attach_id=60e6c5016537166779e838e2a4d35d8a&mid=id.246126585529612&hash=AQDqiVkCcU4JIH3P
17.04.2013 09:44
Fjárhundakeppni 4
Ekki fer allt á þann veg sem maður ætlar. Sennilega ekki verið meiri snjór á NA-horninu í allan vetur en einmitt núna. Keppni frestast um óákveðinn tíma.
05.04.2013 10:36
Fjárhundakeppni 3
Við vorum að taka út túnin og þau eru því miður ekki orðin nógu góð ennþá. Við stefnum á að reyna þetta aftur eftir 2 vikur.
01.04.2013 13:43
Fjárhundakeppni 2
Enn er stefnt að keppni um næstu helgi en athugið breytta dagsetningu: SUNNUDAGUR 7. APRÍL 2013. Það vantar enn herslumuninn upp á að færið sé ásættanlegt, en vonandi rætist úr því fyrir helgi.
18.03.2013 10:44
Fjárhundakeppni
Ef veðurguðirnir verða okkur sæmilega hiðhollir verður fjárhundakeppni á Daðastöðum fyrstu helgina í apríl (laugardag) í boði Daðastaða og Austurlandsdeildar SFÍ. Stefnt er að því að keppa í 3 flokkum. Unghundaflokki, B-flokki og A-flokki. Skráning hjá Lísu í s. 863 1679.
21.02.2013 22:22
Ættfræðigrunnurinn "SNATI"
Sæl öll,ég hef verið spurður út í ættfræðigrunn okkar smalahundaeigenda,þar sem fólki finnst hann ekki vera aðgengilegur þeim sem ekki eru í félaginu.Þá upplýsingar um þeirra eiginn hunda,því ekki eru allir sem eiga þar hunda félagar í SFÍ en langar til að geta skoðað þá hunda (ætt) sem standa að þeirra eiginn hundi.
Og svo var eitthvað um að fólk finndi ekki vefinn,þannig að ég gerðist svo djarfur að setja hann sem tengil hér neðar á síðuni !
Vona að ég hafi ekki verið að gera neitt illt af mér með þessu !??
15.02.2013 14:00
Þörf umræða.
Það er nú það.
Ég hef núna síðustu vikur verið að halda námskeið til að hjálpa fólki hér í Rangárvalla og Skaftafellssýslum til að hjálpa fólki við að komast af stað í þjálfun fjárhunda og ég hef skinjað mikinn áhuga fyrir þessari vinnu núna, það er vakning meðal fólks un nauðsin þess að hafa góðann hund við allt fjárrag. Á þessum námskeiðun hef ég meðal annars lagt mig fram við að kinna smalahundafélagið starfsemi þess og einnig hvatt fólk til að reyna að koma hundunum sínum inní skráningar kerfið okkar en þá kemur oft í ljós að ættirnar eru mögulega ekki rekjanlegar í skráða hunda og þar með er nálgunin ekki möguleg og um leið sér fólk ekki ástæðu til að ganga í smalahundafélagið.
Mig langar með þessum skrifum mínum að koma af stað umræðu og skoðanaskyptum um skráningarkerfið okkar "snati.bondi.is" en ég er ekki alveg sammála þeirri stefnu sem hefur verið tekin þar hvað varðar skráningu hunda inní kerfið.
En eins og flestir vita þá fær hundur sem ekki hefur skráða foreldra skráningu þar inn. Ég held að við verðum að endurskoða þetta skilyrði og ætla að færa hér rök fyrir því.
Mig langar að byrja á að taka dæmi máli mínu til stuðnings. Á eitt námskeiðið hjá mér kom tík sem hafði í raun allt það sem maður vill sjá í virkilega góðum hundi þeas mikinn áhuga virkilega gott vinnulag og það er virkilega auðvelt að kenna henni, þessi tík er klárlega lang besta dýrið sem ég hef séð á þessum námskeiðum. Ég veit að það verður ræktað undan henni og eðlilega munu menn sækja í að fá hvolpa undan henni.
En þá komum við að hliðinu, þessi tík fæst trúlega ekki skráð vegna þess að einn leggur í ætt hennar er ekki rekjanlegur. Nú spyr ég finnst okkur betra að hafa þessa tík í einhverri hliðarræktun heldur en að leifa skráningu í kerfið, ég segi nei það á skilirðislaust að taka hana inní kerfið, það er betra að hafa hana skráða og eiðu í ættar skrá hennar og ná með því móti betur utanum ræktunina. Það er ekkert mál fyrir þá sem ekki vilja fá þetta blóð í sína ræktun að sneiða hjá því til þess er jú kerfið er það ekki. Ég er hand viss um að frá þessari tík á eftir að koma mikill ættbogi og tel betra að hafa hana skráða inná "snati.bondi.is" heldur en eins og ég sagði áðan í einhverri hliðarræktun.
Það er alveg öruggt að það eru fleiri svona dæmi til og það er betra að taka þessi dýr inní skrána og láta vera eiðu í ættartöflu heldur en að hafa þau í hliðarræktun.
Og eitt enn það væri margfalt verra að hafa þessa hunda í skrá með rangar ættir en eiður, það er nefnilega opin hætta á að einhverjir freistist til að hagræða ættar upplýsingum til að skrá sín dýr, það er þekkt leið sem notuð hefur verið í annari ræktun.
Það er von mín að þessi lesning leiði til umræðu, skoðanaskipta og síðan niðurstöðu sem allir geta sæst á.
Að endingu vil ég senda öllum hunda köllum og kellingum bestu kveðjur með von um gott gengi í þjálfun.
Jón Geir Ólafsson Gröf.
27.01.2013 22:19
Úrslit og fundargerð aðalfundar 2012
Komið þið sæl og gleðilegt ár!
Núna er búið að útbúa pdf skrár fyrir úrslit og fundargerð aðalfundar SFÍ 2012 og koma þeim fyrir undir Úrslit í ýmsum keppnum og Fundargerðir. Úrslitin og fundargerðin hafa verið á blogginu síðan í haust og verða væntanlega áfram, en pdf skrárnar verða vonandi aðgengilegri þegar frá líður. Vinsamlegast látið mig vita í síma 860 7566 eða á atlanwave(hjá)yahoo.com ef fram koma spurningar eða athugasemdir.
Bestu kveðjur,
Jón Axel
13.11.2012 22:36
"Heyrðu snöggvast SNATI minn"
Ekki gekk það nú alveg snurðulaust fyrir sig,þar sem ég er yfirmáta sérvitur og gleymin á allt sem heitir lykilorð og notendanöfn.En hafðist þó fyrir rest með hjálp þeirra sem að kerfinu koma og þá nefni ég þó Hilmar Sturluson Móskógum,af öðrum ólöstuðum sem gerði það sem gera þurfti fyrir mig og færi ég honum mínar bestu þakkir fyrir það.
Þeir hundar sem ég hef fært þar inn eru með Félagsbúið Brautartungu sem ræktanda.!!
Kerfið er gott,þó alltaf megi finna eitthvað smotterý,en það verður ábyggilega betrumbætt í framtíðini og stendur víst til ef marka má orð þeirra Hrefnu Hreinsdóttur,Sverris formanns og hilmars þar um !!
þakkir fyrir það,þið sem að þessu komuð !!
Kv
Einar J.
07.09.2012 17:55
Landskeppni SFÍ 2012 - Sundurliðun stiga
Fyrir þá sem hafa áhuga, þá eru komnar töflur yfir sundurliðuð stig í Landskeppni SFÍ 2012 undir skrár (og síðan keppnir) á heimasíðunni. Ef einhver á í vandræðum með að nálgast töflurnar, þá get ég sent þær í tölvupósti eftir helgina.
Ef einhver á góða mynd af verðlaunahöfum í unghundaflokknum, þá væri hún vel þegin. Myndina má senda á atlanwave(at)yahoo.com.
Bestu þakkir og kveðjur,
Jón Axel
02.09.2012 22:02
Landskeppni 2012. Úrslit.
Það var sólin sem var óþægilega björt þarna og ekki bættu bikararnir úr fyrir heimasætur af Nesinu og unga manninn af Skeiðunum.
Þegar rennslum lauk á laugardaginn var ljóst að spennandi dagur var framundan því munurinn milli keppenda var svo lítill að allt gat gerst.
Gísli í Mýrdal sem bar hitann og þungann af bæði námskeiði og keppni, stýrir hér Kötu sinni í annað sætið í A fl.
Ekki minnkaði spenningurinn þegar leið á keppnina og ekki var nokkur leið að átta sig á hvernig þetta færi þegar síðasta rennsli var að baki.
Mér fannst áhugavert að sjá þriggja ára hunda raða sér í efstu sætin í harðri keppni eins og þarna fór fram með tvo fyrrverandi íslandsmeistara sem þarna mættu í fínu formi.
Og þó svona keppni sé að talsverðum hluta lotterí, segir þetta mér að við séum á réttri leið þó alltaf vilji maður sjá fleiri keppendur.
Unghundar.
1. sæti. Hilmar Sturluson og Perla frá Móskógum með 67 + 54 = 121 stig
2 sæti. Jón Axel Jónsson og Ben frá Hæl með 27 + 60 = 87 stig.
3 sæt Svanur Guðmunds.og Korka frá Miðhrauni með 46 + 38 = 84 stig
B flokkur.
1 sæti Jón Geir Ólafsson og Týra frá Geirlandi með 57 + 61 = 118 stig.
2 sæti Gísli Þórðars.og Fía frá Brautartungu með 41 + 51 = 100 stig.
3 sæti Elísabet Gunnarsd. og Panda frá Daðast. með 0 + 72 = 72 stig
A flokkur.
1sæti Aðalsteinn Aðalsteinsson og Kría frá Daðast.með 61 +73 =134 stig
2 sæti Gísli Þórðarson og Kata frá Daðastöðum með 62+ 72 =134 stig
3 sæti Elísabet Gunnarsd. og Skotta f. Daðastöðum m. 67+ 65 =132 stig.
Besta tíkin Kría frá Daðastöðum.
Besti hundur . Karven Taff innfl.
Með samþykki ( vonandi allra keppenda) verður brotið upp á þeirri nýbreytni að sýna útreikning dómara fyrir refsistig allra keppenda báða dagana .
Eggert fer yfir mótshaldið og lýsir niðurstöðum. Formaður Snæfellsnesdeildar Halldór Sigurkarlsson bíður eftir að bera verðlaunin í sigurvegarana.
Ritari dómara, Eggert á Hofstöðum setti þetta upp og kunnum við honum bestu þakkir fyrir það og ritarastörfin.
Því miður á ég aðeins í vandræðum með að koma Exel skjalinu inná síðuna en það mun samt takast áður en líkur.
Það mættu um 50 manns í grillið til okkar á laugardagskvöldið en það fór alveg ólátalaust fram.
Nokkrar myndir komnar í albúm.
31.08.2012 20:30
Aðalfundur 2012
AÐALFUNDUR SMALAHUNDAFÉLAGS ÍSLANDS 2012.
Aðalfundur Smalahundafélags Íslands var haldinn á Snorrastöðum á Snæfellsnesi föstudaginn 31.ágúst 2012.
Fyrrverandi formaður Hilmar Sturluson setti fundinn í fjarveru stjórnar.
1. Svanur Guðmundsson skipaður fundarstjóri, Gísli Þórðarson fundarritari.
2. Skýrsla stjórnar.
Hilmar flutti skýrslu stjórnar. Engir formlegir stjórnarfundir haldnir á árinu. Formaður stofnaði deild með Hörgdælingum. Mikil vinna fór í ættarforritið Snata sem var opnað í lok sumars í samvinnu við Bændasamtök Íslands. Námskeiðsmál glæddust á árinu. Samstarf hafið við LBHÍ um ritun kennslubókar um fjárhundatamningar.
3. Skýrsla deildarformanna.
Reynt er að halda námskeið, sýningar og keppnir á árinu.
4. Reikningar.
Tekjur 911.500,- Gjöld 400.404,-
Hagnaður 515.099,- Skuldir og eigið fé 1.536.239,-
Reikningar samþykktir samhljóða.
5. Inntaka nýrra félaga.
Björn Viggó Björnsson Rauðanesi 311 Borgarnes. Kt. 031088-2839
Elín Heiða Valsdóttir Úthlíð 880 Kirkjubæjarklaustur
Arnfríður Sædís Jóhannesardóttir Herjólfssöðum 880 Kirkjubæjarklaustur.
Halldór Sigurkarlsson Hrossholti 311 Eyja og Miklaholtshreppi.
Samþykkt samhljóða.
5. Kosningar.
Kosið um Marsibil Erlendsdóttur sem átti að ganga úr stjórn. Elísabet Gunnarsdóttir kjörin. Marsibil baðst undan endurkjöri. Þakkað fyrir frábær störf í þágu félagsins.
Skoðunarmenn reikninga kosnir Lárus Sigurðsson Gilsá og Þorvarður Ingimarsson Eyrarlandi.
6. Önnur mál.
Hilmar kynnti ættfræðiforritið Snata. Tíkareigandi sér um að skrá hvolpa inn í forritið en hundeigandi samþykkir skráningu.
Tillaga formanna að hækka ársgjöld úr 2000 upp í 3500,- kr samþykkt samhljóða.
Lógó fyrir Smalahundafélagið.
Aðalsteinn Aðalsteinsson Húsatóftum tók að sér að athuga málið fyrir næsta aðalfund.
Smalahundafeild Árnesinga býðst til að halda Landskeppni árið 2013.
Fundurinn lýsti yfir ánægju með vel heppnað námskeið í Mýrdal sem var haldið dagana 30. Og 31. Ágúst 2012 á vegum smalahundadeildar Snæfells- og Hnappadalssýslu.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Gísli Þórðarsson fundarritari.
Svanur Guðmundsson.
Mætt voru:
Björn Viggó Björnsson
Jón Geir Ólafsson
Aðalsteinn Aðalsteinsson
Halldór Sigurkarlsson
Jón Axel Jónsson
Elísabet Gunnarsdóttir
Davíð Þór Kristjánsson
Kristjón Magnússon
Aðalsteinn H. Hreinsson
Ásbjörn Pálsson
Valgeir Þór Magnússon
Gísli Þórðarson
Svanur Guðmundsson
Hilmar Sturluson
24.08.2012 23:22
Landsmót 2012
Nú eru allar línur að skýrast með landsmótið og námskeiðið.. (sjá auglýsingu neðar)
Námskeiðið hefst kl. 10 á fimmtudag í Mýrdal og ekki skilyrði að allir verði mættir svo snemma dags..
Þeim sem hafa áhuga á að fylgjast með námskeiðinu án hunds er boðið að vera með á mun lægra gjaldi . ( Matur og kaffi + e.h. ótilgreint.)
Minnt er á að skrá þarf sig á námskeið eða í keppni í síðasta lagi sunnudaginn 26 ág.
Það liggur þó fyrir að þátttaka verður góð á hvorutveggja.
Hægt verður að kaupa mat í hádeginu um helgina á mjög sanngjörnu verði og síðan verður hefðbundin grillveisla á laugardagskvöldið sem allir eru velkomnir á. Að sjálfsögðu á mjög sanngjörnu verði líka.
Reiknað er með að keppni hefjist kl. 10 á laugardagsmorgun 1. sept.
Byrjað verður á unghundum , síðan B fl og endað á A flokknum.
Og koma svo.