30.09.2015 15:40
Hundaþjálfun - meiri eftirspurn en framboð?
Undirrituð hefur orðið vör við nokkra eftirspurn eftir að koma hundum í þjálfun. Sumir hafa kvartað yfir því að það sé ekki nóg framboð af þjálfurum og erfitt að koma hundum að. Eftir að hafa rætt þetta í stjórn hefur okkur dottið í hug að safna saman og lista upp hér á síðunni þá sem hafa áhuga á að taka að sér hunda. Þeir sem eru að leita sér að þjálfara geta þá skoðað listann og vonandi fundið einhvern sem hefur pláss fyrir hundinn. Okkur þætti vænt um að þeir sem eru að taka að sér hunda eða geta hugsað sér að taka hunda skrái sig hér að neðan, eða sendi póst á elisabetg@ru.is.
Með kveðju
20.09.2015 14:52
Aðalfundur 2015
07.09.2015 22:32
Landsmót SFÍ 2015
Landsmót Smalahundafélags Íslands var haldið í Einholti á Mýrum síðustu helgina í ágúst. Austurlandsdeildin sá um mótið að þessu sinni en hitann og þungann af mótinu bar Agnar Ólafsson frá Tjörn og hans nánustu. Þar var ekki í kot vísað. Brautin var góð, afgirt en rúmgóð og gott að sjá á brautarenda. Að auki var hún fallega innrömmuð með Vatnajökul í baksýn. Það eru örugglega ekki margar keppnisbrautir sem hafa stærsta jökul Evrópu í göngufæri.
Mynd af verðlaunahöfum í A-flokki. Vantar að vísu aðalmennina - hundana :) Myndina tók Jón Geir Ólafsson. Feiri myndir í boði Jóns Geirs: http://smalahundur.123.is/photoalbums/274526/
Til þáttöku voru skráðir 17 hundar. Þar af 8 í A flokk, 3 í B flokk og 6 í unghundflokk. Allir hundar fengu tvö rennsli og keppt var að 100 stigum hvorn dag.
Unghundar - úrslit.
1. Frigg frá Kýrholti F. Karven Taff M. Loppa frá Dýrfinnustöðum.
Stig 73 + 67 = 140. Smali Aðalsteinn Aðalsteinson.
2. Skutla frá Skálholti F. Karven Taff M. Týra frá Innri Múla.
Stig 60 + 47 = 107. Smali Marzibil Erlendsdóttir.
3. Doppa frá Húsatóftum. F Brúsi frá Brautartungu M.Kría frá Daðast.
Stig 74 + 30 = 104 Smali Aðalsteinn Aðalsteinsson.
B flokkur - Úrslit
1. Kátur frá Eyrarlandi F. Mac Eyrarlandi. M. Lýsa frá Hafnarfirði
stig 77 + 74 =151 Smali Agnar Ólafsson.
2.Astra Polar Eyvindarmúla innfl. ISDS 00316260
stig 63 +33 = 96 Smali Kristinn Hákonarson.
3. Gutti frá Hafnarfirði F. Karven Taff M. Ólína frá Hafnarfirði
stig 39 - hætti keppni. Smali Sverrir Möller.
A fl. Opinn flokkur - Úrslit.
1. Kría frá Daðastöðum F.Dan frá Skotlandi. M. Soffía frá Daðastöðum
stig.72 +85 =157 smali Aðalsteinn Aðalsteinsson.
2 Korka frá Miðhrauni. F.Tinni frá Staðarhúsum M. Táta frá Brautartungu
stig 75 +61 = 136. smali Svanur Guðmundsson.
3. Smali frá Miðhrauni F. Tinni. M Táta
stig 70 + 63. Smali Svanur Guðmundsson.
Til hamingju smalar og hundar. Endilega látið vita ef hér er e-ð sem þarf að leiðrétta.
14.07.2015 15:08
Landsmót 2015
Landskeppni SFÍ 2015
Landskeppni Smalahundafélags Íslands 2015 er í umsjá Austurlandsdeildar SFÍ og verður, eins og áður hefur komið fram, haldin í Einholti á Mýrum í Austur- Skaftafellssýslu helgina 29. til 30. ágúst. Einholt er um 30 km vestan við Höfn í Hornafirði.
Keppt verður í eftirtöldum greinum:
A flokki, opinn flokkur
B flokki, fyrir hunda sem hafa náð 3ja ára aldri en ekki náð 50 stigum á Landskeppni
Unghundaflokki, fyrir hunda yngri en 3 ára
Einungis er hægt að skrá sama hundinn í einn flokk.
Dómari verður Ross Gamesy frá Wales.
Keppnin hefst á keppni unghunda á laugardaginn kl. 10:00. Skráningar fara fram hjá Agnari Ólafssyni í s. 845 8199 eða Þorvarði í s. 862 1835, fyrir fimmtudaginn 27. ágúst til að komast í mótsskrá.
Á laugardagskvöldið verður sameiginlegur kvöldverður í Félagsheimilinu Holti.
Hægt verður að tjalda við Félagsheimilið sem er um 5 km frá mótsstað. Einnig er tjalsdsvæði í Haukadal (10 km). Fjöldi annarra gistimöguleika er á svæðinu.
Set þetta hér ef það gæti mögulega gagnast einhverjum - síður þar sem hægt er að skoða gistingu:
http://accommodation.is/gisting-a-islandi-kort/
http://www.sveit.is/kort-gisting-um-allt-land
http://www.hostel.is/
Síðan kemur hellingur upp ef maður skráir "gisti* 781" eða "gisti* 780" inni á ja.is
Aðalfundur 2015
Aðalfundur Smalahundafélags Íslands verður haldinn í Félagsheimilinu Holti föstudagskvöldið 28. ágúst kl. 20:00.
11.06.2015 09:48
Verðskrá fyrir utanfélagsmenn v. Snata
Á síðasta aðalfundi var ákveðið að SFÍ skuli innheimta gjald af utanfélagsmönnum sem vilja láta gera breytingar á skráningu eða fá nýskráningu í Snata. Stjórn var falið að ákveða gjaldið og hefur hún komið sér saman um eftirfarandi:
Eigendaskipti eða aðrar smálegar breytingar á hundi sem þegar er skráður - 1500 kr.
Skráning á stökum óskráðum hundi - 3000 kr. (sem að uppfyllir öll skilyrði um að fá skráningu)
Heil got - 1500 kr. á hvolp fyrir skráningu og að auki - 500 kr. eigendaskipti (ef gert samhliða)
Með kveðju frá stjórn SFÍ
11.06.2015 08:51
Landsmót SFÍ 2015 og ISDS vinnueðlispróf
Ágætu félagar
Stefnt er að landsmóti í Einholt á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu (rétt hjá Tjörn þar sem Agnar Ólafsson býr) síðustu helgina í ágúst. Dómari verður Ross Gamesy. Nánar um þetta síðar.
Gert er ráð fyrir að vinnueðlisprófin fyrir ISDS skráninguna verði í byrjun nóvember. Formaður stjórnar ISDS hefur ákveðið að koma sjálfur og taka út hundana og framkvæmdasýra ISDS verður með honum í för. Ekki amalegt tvíeyki það. Nánar um þetta þegar nær dregur.
Með kveðju frá stjórn SFÍ
08.03.2015 21:31
Fyrstu landsmótin - úrslit og myndir
Hér er ég búin að taka saman úrslit landsmóta á tímabilinu 1994-2002, eða frá upphafi og fram til 2002. Upplýsingarnar eru fengnar úr úr gömlum fréttabréfum frá árunum 1999, 2000, 2001 og 2003 sem SFÍ hefur áskotnast. Takk Dagbjartur! Þarna má sjá kunnugleg andlit sem hafa sama sem ekkert breyst á síðustu 20 árum :).
Sjá hér: http://smalahundur.123.is/photoalbums/270393/
Ef einhver lumar á upplýsingum úr keppnum 2003-2007 má viðkomandi gjarnan hafa samband við Lísu s. 863 1679, eða elisabetg@ru.is.
04.03.2015 23:27
ISDS og facebook
Það er gaman að segja frá því að við fengum staðfestingu á því í dag að Smalahundafélag Íslands hefur verið samþykkt sem aðildarfélag að ISDS. Við stjórnin munum á næstu dögum setja okkur í samband við formenn deildanna og ákveða næstu skref í samráði við tengiliðinn okkar úti. Meira um það fljótlega.
Smalahundafélag Íslands hefur stofnað lokaðan hóp á facebook fyrir félagsmenn til að miðla upplýsingum og ræða málefni félagsins. Félagar eru hvattir til að skrá sig í hópinn sem heitir einfaldlega "Smalahundafélag Íslands". Við höfum dregið lappirnar að opna svona síðu því við vildum ekki dreifa umferð smalahundaunnenda á of marga staði, en eftir nokkra umhugsun er þetta niðurstaðan. Við viljum endilega að sem flestir skrái sig þannig hópurinn endurspegli samfélagið okkar hjá SFÍ sem best.
10.02.2015 19:58
Bók um fjárhundatamningar
Árið 2012 setti Ásdís Helga Bjarnadóttir, þá starfsmaður Landbúnaðarháskóla Íslands, sig í samband við Smalahundafélag Íslands til að kanna áhuga á því að hefja samstarf um að útbúa íslenskt námsefni um þjálfun og uppeldi BC fjárhunda. Þessari hugmynd var að sjálfsögðu vel tekið og úr varð að Elísabet Gunnarsdóttir var fengin til að vinna verkið. Bókin hefur nú komið út í útgáfu Landbúnaðarháskólans, með stuðningi Smalahundafélags Íslands og Bændasamtaka Íslands. Að auki þessara aðila hafa fjölmargir lagt verkefninu lið með einum eða öðrum hætti.
Bókin er til sölu hjá Þorvarði Ingimarssyni, varsi@emax.is og kostar 3500.
14.01.2015 17:18
Hverjir eru með
10.01.2015 19:59
Ótitlað
10.11.2014 18:19
Nýtt efni á heimasíðunni
02.11.2014 22:43
Landsmót SFÍ 2014
Landsmót SFÍ fór fram á Vorboðavelli við Blönduós þann 1. nóvember. Til leiks voru skráðir 19 hundar. Þar af 6 í unghundaflokki, 3 í B-flokki og 10 í A-flokki. Verðurfræðingar voru búnir að stunda dálítinn hræðsluáróður fyrir mót, en það kom ekki í veg fyrir að smalar mættu með hunda sína héðan og þaðan af landinu. Guðir veðursins voru ágætlega miskunnsamir á laugardaginn þó það deildist aðeins misjafnlega á keppendur. Á sunnudaginn sýndu þeir aftur á móti mótsgestum hver valdið hefur og blésu mótið af í bóksaflegri merkingu og úr varð eins dags mót. Allir hundar mótsins fengu eitt rennsli sem gilti til úrslita. Úrslit voru eftirfarandi:
A-flokkur (10 keppendur, stig af 100).
Elísabet Gunnarsdóttir og Skotta frá Daðastöðum, 86 stig.
Gunnar Guðmundsson og Karven Taff frá Wales, 71 stig.
Gunnar Guðmundsson og Ólína frá Hafnarfirði, 63 stig.
Svanur Guðmundsson og Korka frá Miðhrauni, 60 stig.
Elísabet Gunnarsdóttir og Panda frá Daðastöðum, 57 stig.
Hilmar Sturluson og Perla frá Móskógum, 38 stig.
Aðalsteinn Aðalsteinsson og Kría frá Daðastöðum, 37 stig.
Bjarki Benediktsson og Trúska frá Breiðavaði, 31 stig.
Sverrir Möller og Grímur frá Daðastöðum, 3 stig.
Jón Geir Ólafsson og Röskva frá Hæl, 31 stig - hætti keppni.
B-flokkur (3 keppendur, stig af 100)
Halldór Sigurkarlsson og Smali frá Miðhrauni, 85 stig.
Davíð Jónsson með Móru frá Kjarna, 39 stig.
Gunnar Guðmundsson og Loppa frá Kýrholti, 27 stig - hætti keppni.
Unghundar (6 keppendur, stig af 100).
Svanur Guðmundsson og Ronja frá Dalsmynni, 66 stig.
Sverrir Möller og Gutti frá Hafnarfirði, 59 stig.
Aðalsteinn Aðalsteinsson og Doppa frá Húsatóftum, 56 stig.
Sigurður Hannes Sigurðsson og Líf frá Eyrarlandi, 45 stig.
Aðalsteinn Aðalsteinnson og Frigg frá Kýrholti, 40 stig.
Davíð Jónsson og Emma frá Daðastöðum, 9 stig - hætti keppni.
Dómari mótsins var Mosse Magnusson og honum til aðstoðar kona hans Lotta.
Lífland styrkti félagið í formi veglegra vinninga sem gengu til efstu sætanna í hverjum flokki.
Snati Húnavatnssýslu, Smaladeild Skagafjarðar og Smalahundafélag Hörgársveitar og nágrennis höfðu samstarf um að halda mótið að þessu sinni. Bjarki á Breiðavaði lánaði kindur til mótsins og hafði dómarinn orð á að hann hafi verið ánægður með kindurnar. Þá opnaði Bjarki og fjölskylda heimili sitt fyrir dómarahjónin og keppendur af mikilli óeigingirni. Það er rétt að nota tækifærið og þakka framangreindum aðilum fyrir frábærar móttökur og gott utanumhald.
NOKKRAR MYNDIR: http://smalahundur.123.is/photoalbums/266621/ Ef einhverjir eiga myndir frá keppnisdeginum eru viðkomandi hvattir til að setja inn fleiri myndir.
21.10.2014 21:23
Dómaranámskeið
Dómaranámskeið
Dómaranámskeið verður haldið v/Blönduós föstudaginn þann 31. Október
(nánari staðsetning auglýst síðar) í tengslum við landskeppnina frá kl.13-17.
Á námskeiðinu mun Mosse Magnusson fara ítarlega yfir keppnisreglur
ISDS og fyrir hvað er dæmt í formi fyrirlesturs og sýnidæma á videó.
Nauðsynlegt fyrir alla sem vilja fá yfirsýn í störf dómarans jafnt
keppendur sem og brekkudómara.
Skráning er hjá Bjarka í síma 8480038 í síðastalagi miðvikudagskvöldið 29. Október. Verð 6000 kr.
30.10.2014 VIÐBÓT VIÐ FRÉTT. EF EINHVER HEFUR EKKI FENGIÐ UPPLÝSINGAR UM ÞAÐ NÚ ÞEGAR ÞÁ TILKYNNIST ÞAÐ HÉR MEÐ AÐ NÁMSKEIÐIÐ VERÐUR HALDIÐ Á BREIÐAVAÐI.
21.10.2014 21:11
Landskeppni 2014
Landskeppni
2014
Landskeppni
smalahundafélags Íslands verður haldin á Vorboðavelli við Blönduós helgina 1-2
nóvember.
Keppt verður
í eftirtöldum greinum:
- v A flokki, opinn flokkur og fyrir þá hunda sem hafa fengið 50 stig eða meira í B flokki.
- v B flokkur, fyrir hunda sem ekki hafa náð 50 stigum.
- v Unghundaflokkur, fyrir hunda yngri en 3 ára.
Dómari
verður Mosse Magnusson frá Skotlandi og honum til aðstoðar konan hans Lotta.
Keppnin
hefst á unghundum laugardaginn kl. 10:00. Skráningar fara fram hjá Bjarka í
síma: 8480038 og Aðalsteini í síma: 8653910 fyrir fimmtudaginn 30. október.
Mótsgestum
er bent á gistimöguleika á Glaðheimum og Blöndubóli en bæði eru staðsett á
Blönduósi.
Aðalfundur
2014
Aðalfundur
smalahundafélags Íslands verður haldin á Breiðavaði föstudagskvöldið 31.október kl. 20:00