26.07.2017 10:36
ISDS heimsmeistarmót Border Collie fjárhunda 2017
Smalahundafélag Íslands (SFÍ) varð aðildarfélag að alþjóðlegum samtökum Border Collie fjárhunda (ISDS) árið 2015. Í kjölfarið var Smalahundafélagi Íslands boðið, í fyrsta skipti í sögu félagsins, að senda fulltrúa fyrir Íslands hönd á ISDS heimsmeistaramót Border Collie fjárhunda sem að þessu sinni var haldið í Hollandi 13. til 16. júlí. Er þetta í fyrsta skipti sem keppnin er haldin fyrir utan Bretland. Heimsmeistaramótin eru haldin 3ja hvert ár. Í ár voru 243 hundar skráðir frá 30 löndum. Fulltrúar Íslands voru Aðalsteinn Aðalsteinsson, með tíkina Frigg, og Elísabet Gunnarsdóttur, með tíkina Pöndu.
Yfirstíga þurfti ýmsar hindranir til að þátttaka Íslands gæti orðið að veruleika og einsýnt að þetta yrði bæði dýrt og tímafrekt. Íslensku keppendurnir voru engu að síður ákveðnir í að láta þetta ganga upp og leita lausna og leiða þannig Ísland gæti nýtt þátttökurétt sinn. Reglur um innfluttning hunda til Íslands eru mjög strangar og því var ekki hægt að koma með hundana beint heim aftur að keppni lokinni. Fyrst þurfa þeir að dvelja í mánuð úti eftir keppnina og í kjölfarið, eftir að þeir koma heim, þurfa hundarnir að fara mánuð í einangrun. Frigg og Panda eru báðar með afar gott geðlag og virðast ætla að höndla allt þetta umstang vel.
Keppt var á þremur völlum í tvo daga. Þeir 7 (af 40) sem voru með hæst skor eftir hvern dag á hverjum velli komust áfram í undanúrslit á þriðja degi, og þeir 16 sem voru stigahæstir þar komust áfram í úrslit á fjórða degi. Alli keppti á velli 3 fyrsta daginn og Lísa á velli 1 annan daginn. Alli hlaut 118 stig og Lísa 136. Stigin sem íslensku keppendurnir sáu hvað mest eftir töpuðust í úthlaupinu hjá Frigg sem krossaði og síðustu skiptingunni hjá Pöndu sem féll á tíma og varð til þess að lítið eða ekkert fékkst fyrir þessa liði keppninnar. Annað gekk ágætlega vel og með smá meiri heppni hefði þetta stigaskor verið fljótt að breytast, en það gildir auðvitað um alla hina líka. Amk 158-186 stig þurfti til að komast í undanúrslit, aðeins breytilegt eftir völlum og dögum. Tveir dómarar dæmdu hverja braut í forkeppninni og meðaltal mótsins í þessum forkeppnum var um 127 stig. Fullt hús stiga var 220 stig (2x110 stig) en hæst voru gefin 202 stig. Dómgæslan var ströng eins og við var að búast og refsað fyrir allt sem var minna en fullkomið. Fimm nýjir dómarar dæmdu síðan í undanúrslitunum og úrslitunum.
Það var mjög lærdómsríkt fyrir íslensku keppendurna bæði að undirbúa sig fyrir og að taka þátt í keppninnni. Þeir koma heim reynslunni ríkari, búnir að fá að prufa að fara braut á stóru alþjóðlegu móti og kynnast þannig umgjörð stórmóta, kindum með skott, dómgæslu á heimsmælikvarða og máta sig við allra bestu smala heims. Þessa reynslu taka þeir með sér heim og geta vonandi miðlað einhverju af henni þar. Þátttakan sannfærir að sama skapi vonandi aðra íslenska smala um að þetta er vel hægt og slegist verði um sæti í liðinu að þremur árum liðnum.
Á mótinu voru margir gríðarlega flinkir smalar og góðir hundar. Kindurnar gátu verið þungar, en ógnuðu hundunum aldrei þannig það var ekki gott að meta hörkuna, en það er engin spurning að hundarnir sem fara í úrslitin verða að vera með gott úthald og gott egó til að ná árangri. Það er heldur engin spurning að hæfileikar og ástundun skipta máli í þessu sem öðru, þeir sem eru að skila sér í efstu sætin eiga góða hunda, æfa stíft og keppa í fjölmörgum keppnum oft ár ári. Við á Íslandi eigum góða hunda og góða smala sem við getum verið stolt af og eiga fullt erindi í svona keppnir, en við þurfum að spýta í lófana ef við ætlum að glíma við þessa allra bestu. Því miður er ekki raunhæft fyrir Íslendinga að sækja keppnir úti reglulega út af einangruninni og kostnaðinum við hana, en við gætum verið duglegri að hafa keppnir hér heima.
Á mótinu ríkti mikil samkennd og samstaða í bland við samkeppnina. Þarna var kominn saman hluti af stóru samfélagi sem tengir Border Collie eigendur um allan heim og Ísland er núna hluti af í gegnum ISDS. Íslensku nýliðarnir mættu velvild í hvívetna og í huga keppenda yfir vafa hafið að Ísland á að rækta tengslin við þetta alþjóðlega samfélag og nýta sér keppnisrétt sinn á heimsmeistaramótum í framtíðinni. Keppendur og SFÍ vilja koma á framfæri þökkum til þeirra sem styrktu þáttökuna og öllum þeim sem hafa sýnt þessu áhuga og stuðning.
Hér að neðan eru þeir sem komust
í úrslit og stigaskor þeirra. Eins og sjá má er höfuðvígið Bretland að skila
mörgum í úrslitin, en Norðmenn og Svíar eru líka mjög sterkir. Kanadamenn voru
líka með stórt lið og mjög sterkir. Þeir urðu í öðru sæti í liðakeppninni, þó
þeir hafi ekki skilað sér í úrslitin.
1, Jaran Knive, Norway, Gin, Judges points 744, Merit points 77;
2, Kevin Evans, Wales, Ace, 732, 74;
3, Serge van der Zweep, Netherlands, Gary, 730, 74;
4, Anja Holgersson, Sweden, Sod, 672, 62;
5, Karin Mattsson, Norway, Trim, 662, 60.5;
6, Robert Ellis, Wales, Spot, 659, 57;
7, Serge van der Zweep, Netherlands, Jenny, 624, 47.5;
8, Anders Vikstrom, Sweden, Wasp, 622, 45.5;
9, Nigel Watkins, Wales, Jody, 605, 42;
10, David Howells, Wales, Nip, 580, 33.5;
11, Neil Gillon, Scotland, Bhoy, 573, 30;
12, Barbro Klingborg, Sweden, Lillebill, 556, 23.5;
13, Petter Landfald, Norway, Lady, 554, 21.5;
14, Michael Gallagher, Ireland, Val, 533, 16.5;
15, Jo Agnar Hansen, Norway, Tysswg kate, 497, 10;
16, Hendrik Kienker, Germany, Blake, RET, 5.
Hér er hægt að sjá hvernig brautirnar voru upp byggðar og hvernig dæmt var í grófum dráttum: WT2017 Myndir og útskýringar á brautunum.pdf & WT2017 Myndir og útskýringar á brautunum frh.pdf
Fleiri myndir frá mótinu munu birtast hér undir myndaalbúmum innan skamms.
24.07.2017 15:29
Landskeppni BC fjárhunda 2017
17.01.2017 09:12
Fræðslu og skemmtiferð SFÍ
Stjórn SFÍ hefur undanfarna mánuði verið að kanna möguleika á fræðslu og skemmtiferð fyrir félaga SFÍ til Bretlands. Við fengum Rachel Scrimgeour í lið með okkur og hún hefur sett upp tvo möguleika fyrir okkur. Við erum núna að kanna afstöðu félagsmanna til þessara tveggja valkosta. Við biðjum áhugasama félagsmenn vinsamlegast um að vera snögga að hugsa því það er legið á okkur með að staðfesta annan hvorn möguleikann sem allra fyrst til að verða ekki af gistingunni.
Möguleiki 1 ( 12. okt 2017 - 19. okt 2017)
12. okt - Ferðadagur
13. okt - Skipton hunda uppboðið / fjölmargir BC hundar á ýmsum stigum sýndir og seldir.
14. okt - Þjálfunarbúðir hjá Killiebrea Sheepdogs
15. okt - Fjárhundakeppni
16. okt - Heimsókn á Rhug Farm í Wales/Lífræn framleiðsla beint frá býli
17. okt - Þjálfunarbúðir hjá Killiebrae Sheepdogs
18. okt - Kirby Swaledale hrútasýning/uppboð eða Holstein nautgripasýning
19. okt - Ferðadagur
Möguleiki 2 (28. okt 2017 til 4. nóv 2017)
28. okt - Ferðadagur
29. okt - Fjárhundakeppni
30. okt - Heimsókn á Rhug Farm í Wales /Lífræn framleiðsla beint frá býli
31. okt - Þjáfunarbúðir hjá Killiebrae Sheepdogs
1. nóv - Þjálfunarbúðir hjá Killebrae Sheepdogs
2. nóv - Heimsókn á uppboð/ útsýnisferð um Lake district - þjóðgarður og landbúnaður.
3. nóv - Agri Expo, landbúnaðarsýning með búfénað og vélar.
4. nóv - Ferðadagur
Áætlaður kostnaður fyrir utan flug er GBP 831 / um 115.000 ISK miðað við gengi dagsins í dag. Innifalið eru bílaleigubílar (f.utan bensín), gisting, morgunmatur og kvöldmatur, einnig hádegisverður og kaffi í þjálfunarbúðunum, skipulag og námskeiðagjöld. Að auki má síðan gera ráð fyrir flugfargjaldi um 50 þúsund kr. Áætlaður heildarkostnaður er því á milli 160.000 og 170.000 (miðað við óbreytt gengi). Félagið mun síðan borga kostnað við námskeiðin 15.000 til 20.000 á mann fyrir félagsmenn.
Þessi áætlun er sett fram með fyrirvara um einhverjar smávægilegar breytingar. Núverandi félagar og makar þeirra hafa forgang í ferðinni. Gert er ráð fyrir 16 manna hóp en ef það kemur í ljós að eftirspurn félagsmanna er mun meiri (eða minni) en framboðið verður það skoðað sérstaklega. Ferðin verður seld á kostnaðarverði. Þeir sem í ferðina fara verða að vera tilbúnir til hjálpast að við að láta allt ganga upp, til dæmis sinna túlkastörfum eftir þörfum, keyra bílaleigubílana (þeir sem treysta sér til þess) og koma sér saman um herbergjaskipan í bróðerni.
Þeir félagar sem hafa veralegan áhuga á að fara í fræðslu og skemmtiferð SFÍ 2017 eru beðnir um að svara eftirfarandi skoðanakönnun á næstu dögum - helst fyrir helgi. Þeir sem áætla að koma með maka eru beðnir að taka það líka fram í commenti:
Skoðanakönnun
1. Ég hef mikinn áhuga á að komast í ferðina 12. til 19. október (kemst ekki annars)
2. Ég hef mikinn áhuga á að komast með í ferðina 28. október til 4. nóvember (kemst ekki annars)
3. Ég hef meiri áhuga á að fara 12. til 19. október, en væri líka til í 28. okt til 4. nóv.
4. Ég hef meiri áhuga á að fara 28. október til 4. nóvember, en væri til í 14. okt til 19. okt líka.
5. Ég hef mikinn áhuga á að fara í ferðina, hvor tímasetningin eða dagskráin skiptir ekki öllu máli
Með kveðju, stjórn SFÍ
10.11.2016 08:54
Mót SDÁ 5. nóv 2016
Dómari mótsins var Reynir Þór Jónsson,
Ritari Trausti Hjálmarsson
Í B-flokk var 90 stiga keppni og var einn keppandi.
1. Kristinn S Hákonarsson og Mist frá UK 52 stig
Í A-flokk var 110 stiga keppni og voru 11 þáttakendur.
1. Aðalsteinn Aðalsteinsson og Frigg frá Kýrholti 95 stig
2. Aðalsteinn Aðalsteinsson og Doppa frá Húsatóftum 91 stig
3. Agnar Ólafsson og Brook frá Wales 89 stig.
4. Aðalsteinn Aðalsteinsson og Kría frá Daðastöðum 88 stig
5. Gunnar Guðmundsson og Ólína frá Hafnarfirði 87 stig
6. Svanur H. Guðmundsson og Korka frá Miðhrauni 80 stig
7. Gunnar Guðmundsson og Karven Taff frá UK 74 stig
8. Halldór Sigurkarlsson og Smali frá Miðhrauni 73 stig
9. Kristinn S Hákonarsson og Astra Polar frá UK 71 stig
10.Hilmar Sturluson og Perla frá Móskógum 60 stig
Í lok móts var verðlauna afhending og fengu allir keppendur fóðurpoka fyrir þáttöku.
01.11.2016 22:36
Smalahundakeppni Eyrarlandi


2. Aðalsteinn Aðalsteinsson og Doppa frá Húsatóftum 84 stig
3. Aðalsteinn Aðalsteinsson og Frigg frá Kýrholti 80 stig
4. Marzibil Erlendsdóttir og Skutla frá Skálholti 74 stig
5. Agnar Ólafsson og Brook frá Wales 71 stig
6. Maríus Halldórsson og Sara frá Bjarnstöðum 62 stig
B flokkur


1. Marzibil Erlendsdóttir og Saga frá Dalatanga 73 stig (af 100)
2. Eiður Gísli Guðmundsson og Assa frá Eyrarlandi 59 stig
3. Ingvi Gudmundsson og Skundi frá Möðrufelli 58 stig
Unghunadafl

1. Þorvarður Ingimarsson og Spaði frá Eyrarlandi 74 stig (af 100)
2. Maríus Halldórsson og Elsa frá Halldórsstöðum 72 stig
3. Marzibil Erlendsdóttir og Rotti frá Sauðanesi 62 stig
Dómari mótsins var Lárus Sigurðsson
Austurlandsdeild SFÍ þakkar keppendum og gestum fyrir þatttökuna og góðan dag.
Einnig vill deildin þakka Fóðurblöndunni, Landstólpa og Líflandi fyrir veittan stuðning, þau fyrirtæki gáfu verðlaun til keppninnnar.
FLEIRI MYNDIR HÉR:
http://smalahundur.123.is/photoalbums/280821/
28.10.2016 13:07
Keppnir á Eyralandi og Húsatóftum
Austurlandsdeild SFÍ mun halda fjárhundakeppni síðustu helgi í október, sunnudaginn 30. okt. Keppnin verður á Eyrarlandi í Fljótsdal og verður opin öllum þeim sem vilja taka þátt. Hefst kl. 13:00 og keppt verður í öllum flokkum sem venja er. Allskyns kruðerí í verðlaun. Styrktaraðilar: Jötunnvélar, Fóðurblandan og Landstólpi. F.h. stjórnar Varsi s. 862 1835
S.D.Á stendur fyrir fjárhundakeppni lau. 5 nóvember kl 11. Opinn öllum sem vilja taka þátt og horfa á, súpa í hádeginu og allir flokkar í boði. Í A-flokki verður keppt að 110 stigum, þar sem taka verður eina kind út úr hópnum eftir rétt. Vegleg verðlaun í boði. S. 8686576 Alli Húsatóftum.
25.09.2016 16:31
Landskeppni SFÍ 2016
Landskeppni SFÍ 2016 var haldin að Bæ Í Miðdölum, Dalasýslu helgina 27-28 ágúst.
Hún var samstarfsverkefni Smalahundafélags Snæfells og Hnappadalssýslu og Félags Sauðfjárbænda í Dalasýslu. Að Bæ er frábær aðstaða fyrir keppnina bæði fyrir áhorfendur og þátttakendur.
Ekki hefur verið haldin fjárhundakeppni í Dölum fyrr og eins og alltaf þegar svo er,verður áhorfendahópurinn með flesta móti.
Styrktaraðilar mótsins, Jötunn Vélar Selfossi og Lífland gáfu öll verðlaun og er þeim hér með þakkað það.
Keppt var í 3 flokkum en alls voru 18 hundar skráðir til keppni. 100 stig voru í boði fyrir hvert rennsli. Úrslit urðu eftirfarandi (allir keppendur og rennslin sundurliðuð):
A-flokkur:
1. Svanur Guðmunsson og Korka, 71+83=154 stig.
2. Aðalsteinn Aðalsteinsson og Frigg, 68+85=153 stig.
3. Gunnar Guðmundsson og Karven Taff, 69+83=152 stig.
4. Elísabet Gunnarsdóttir og Panda, 84+61= 145 stig.
5. Gunnar Guðmundsson og Ólína, 66+74= 140 stig.
6. Halldór Sigurkarlsson og Smali, 66+69= 135 stig.
7. Jón Geir Ólafsson og Röskva, 54+72 stig= 126 stig.
8. Kristinn Hákonarson og Astra Polar, 62+37= 99 stig.
9. Elísabet Gunnarsdóttir og Skotta, 86+0= 86 stig.
10. Aðalsteinn Aðalsteinsson og Doppa, 69+0= 69 stig.
Unghundaflokkur:
1.
Aðalsteinn Aðalsteinsson og Píla, 78+39=137
stig.
2.
Maríus Snær Halldórsson og Elsa, 74+57=131 stig.
3. Kristinn S. Hákonarson og Mist, 0+82=82 stig.
B-flokkur:
1.
Brynjar Hildibrandsson og Þristur, 77+69=146
stig.
2.
Brynjar Hildibrandsson og Kobbi, 73+67=140 stig.
3.
Björn Viggó Björnsson og Tinna, 50+57=107 stig.
4.
Gunnar Guðmundsson og Krummi, 51+0=51 stig.
02.08.2016 11:25
Aðalfundur 2016
AÐALFUNDUR SFÍ 2016 VERÐUR FÖSTUDAGINN 26. ÁGÚST Í FÉLAGSHEIMILINU ÁRBLIKI DÖLUM KL. 20:00.
02.08.2016 11:23
Til minnis fyrir þá sem ætla að mæta með hund í vinnupróf SFÍ og ISDS
1. Hundurinn þarf að vera örmerktur.
2. Taka þarf blóðsýni úr hundinum til að prufa fyrir augnsjúkdómnum CEA. Dýralæknirinn þarf að senda prufuna á Optigen. Tekur yfirleitt um 4 vikur að fá niðurstöðu. Prófið hjá Optigen kostar 180 USD sem er um 20 þús ISK.
3. Muna að biðja dýralækninn um að fá staðfestingu þar sem fram kemur að hann hafi tekið blóð úr hundinum sem um ræðir og sent á Optigen til að prufa fyrir augnsjúkdómn...um CEA. Mikilvægt að örmerki hunds komi fram.
4. Koma með niðurstöðu DNA prófsins og staðfestingu frá dýralækni í vinnuprófið. Ef það næst einhverra hluta vegna ekki í tíma er möguleiki að senda niðurstöðurnar eftirá.
5. Koma með mynd af hundunum sem ISDS tekur til vörslu. Útprentaða. (Helst 2 - eina af hvorri hlið).
6. Verð 500 GBP sem er um 80 þús ISK á gengi dagsins í dag.
7. Vinnuprófin eru áætluð seinni part föstudags 26. ágúst 2015 á Snæfellsnesi/Suðurdölum. Nákvæmari staðseting og tímasetning auglýst síðar.
8. Eigandi hunds þarf að vera félagi í SFÍ og aðildarmeðlimur að ISDS. Hægt er að sækja um að verða félagi og aðildarmeðlimur hvenær sem er. Félagsgjald SFÍ er 3500 ISK og aðildargjald ISDS 16 GBP eða um 2500 ISK.
9. Frekari upplýsingar hjá Lísu, s. 8631679 eða elisabetg@ru.is
ATH Möguleiki er að bæta við amk einum til tveimur hundum í vinnuprófin. Þannig ef einhver hefur áhuga á að nýta sér það er hann beðinn um að hafa samband við Lísu sem allra fyrst.
28.06.2016 08:47
Landsmót, námskeið og vinnupróf
28.06.2016 08:44
Landsmót SFÍ 2016
28.06.2016 08:37
World Sheep Dog Trials
16.02.2016 20:13
Verðskrá ISDS fyrir árið 2016
22.11.2015 15:48
Smalahundakeppni á Eyrarlandi 21. nóv 2015
Úrslit frá keppni á Eyrarlandi haldin af Austurlandsdeild SFÍ
A-flokkur (stig af 100)
1. Panda frá Daðastöðum Elísabet Gunnarsdóttir 81 stig
2. Skotta frá Daðastöðum Elísabet Gunnarsdóttir 81 stig...
3. Mjú frá Ási Agnar Ólafsson 80 stig
4. Kría frá Daðastöðum Aðalsteinn Aðalsteinsson 80 stig
5. Röskva frá Hæl Jón Geir Ólafsson 72 stig
6. Kría frá Eysteinsseyri Þorvarður Ingimarsson 69 stig
7. Gutti frá Hafnarfirði Sverrir Möller 66 stig
8. Frigg frá Kýrholti Aðalsteinn Aðalsteinsson 57 stig
9. Grímur frá Daðastöðum Sverrir Möller 54 stig
10. Sara frá Sigtúni Maríus Halldórsson 22 stig
11. Snúður frá Garðabæ Jón Geir Ólafsson 0 stig
Þegar tveir keppendur fá jafn mörg stig ræður það úrslitum hvor hefur fengið fleiri stig fyrir fyrstu þrjú atriði keppninnar þ.e. úthlaup, að koma kindum af stað og að reka kindur til smalans.
B-flokkur
1. Gláma frá Sauðanesi Edze Jan De Haan
Unghundaflokkur (stig af 90)
1. Doppa frá Húsatóftum Aðalsteinn Aðalsteinsson 66 stig
2. Skutla frá Skálholti Marzibil Erlendsdóttir 58 stig
3. Snati frá Móskógum Sverrir Möller 32 stig
Dómari mótsins var Lárus Sigurðsson
Um sleppingar sáu Hörður Guðmundsson og Jóhann Fr. Þórhallsson
Þorvarður
13.11.2015 15:39
Úrslit landsmóta 2004-2006
Ágætu félagar.
Okkur hafa áskotnast dálitlar upplýsingar um landskeppnir á tímabilinu 2004-2006. Sjá "Úrslit úr ýmsum keppnum" hér til hægri. Aðalsteinn Aðalsteinsson Húsatóftum gróf þetta upp á netinu og þökkum við í stjórninni honum kærlega fyrir.
Þó þetta sé allt í áttina væri reglulega gaman að fá frekari upplýsingar frá tímabilinu 2003-2006. Endilega komið upplýsingum til stjórnar ef þið lumið á einhverju.
Með kveðju,