17.10.2022 20:14
Fundargerð aðalfundar Smalahundafélags Íslands 14.10.2022
14.06.2022 08:26
Minning: Svanur Guðmundsson frá Dalsmynni.
Svanur Heiðar Guðmundsson er látinn 71 árs að aldri eftir nokkurra missera baráttu við krabbamein.
Svanur fæddist í Dalsmynni 29 nóvember 1950 og þar var hans heimili alla tíð síðan. Fyrst starfsmaður á búi foreldra sinna og síðar bóndi sjálfur. Svanur var fyrst og fremst dugnaðarbóndi og jafnframt mikið náttúrubarn. Hafði yndi af hestaferðalögum og haft á orði hvað hann var skemmtilegur ferðafélagi á þeim vettvangi enda maðurinn fjölfróður um flesta hluti og ekki síst skáldskap og vísnagerð og vel liðtækur hagyrðingur. Sinnti refaveiðum töluvert og naut sín ekki síst að eltast við eftirlegukindur á fjöllum „og hafði jafnan sigur“ enda maðurinn kappsfullur og naut aðstoðar afbragðsgóðra hunda sinn. Um árabil áberandi maður í starfssemi Smalahundafélagsins. Formaður Snæfellsnessdeildar um tíma og alltaf tilbúinn að leggja lið í sambandi við námskeiðahald og kennslu og orðin drjúgmörg námskeiðin sem hann kom að með einum eða öðrum hætti fyrir utan fjölmarga hunda sem hann tók heim til sín og kom til nokkurs þroska. Auk þess eru áhrif hans á Border Collie ræktunina innanlands orðin umtalsverð.
Stjórn Smalahundafélags Íslands vottar aðstandendum innilega samúð og þakkar samstarfið.
08.03.2022 16:08
Malta Jim
Ágætu félagar
Á síðasta aðalfundi SFÍ, í kjölfar tillögu frá formanni Austurlandsdeildarinnar, var Lísu falið að kanna hvort hægt væri að fá lánaðan hund til landsins. Þegar kom í ljós að við gátum fengið Malta Jim einn af kynbótahundunum hjá Serge Van Der Zweep lánaðan þá snérist þetta svolítið um að hrökkva eða stökkva og það var ákveðið að stökkva. Unnið er að því að fá hundinn til landsins í lok mars / byrjun apríl ef ekkert óvænt kemur upp.
Serge er einn af allra fremstu hundaþjálfurum í heimi og kröfuharður ræktandi með topp hunda til undaneldis. Það var ekki sjálfgefið að fá hann í þetta tilraunaverkefni með okkur og eigum við það meðal annars að þakka Jonleif Jörgensen.
Malta Jim er mjaðmaskoðaður, augnskoðaður og "clear" fyrir þeim arfgengu sjúkdómum sem hægt er að prufa fyrir.
SFÍ mun standa straum af kostnaði við inn og útflutning, en Lísa sér um alla vinnu við inn/út-flutninginn og mun hafa umsjón með hundinum á meðan hann er á Íslandi (amk fyrst um sinn). Hundurinn verður þá fyrst um sinn staðsettur á Ketilsstöðum Tjörnesi og Lísa mun taka við pöntunum og aðstoða eigendur tíka eftir atvikum. Svo er útlit fyrir að hundurinn fari á Austurlandið og verði svo seinni part sumars í Borgarfirði.
SFÍ setur það sem skilyrði að eigendur tíkanna séu félagar í SFÍ, tíkurnar séu skráðar í SFÍ og afkvæmin verði skráð í SFÍ. Got undan tíkum sem eru ISDS skráðar skal skrá í ISDS. Tíkurnar verða jafnframt að vera með gilda bólusetningu og DNA skimun. Í boði er að Lísa taki DNA strok úr tíkunum á staðnum og sjái um að senda til rannsóknar. Eigandi tíkur borgar þá einungis fyrir rannsóknina.
Að því gefnu að það verði næg eftirspurn stefnum við á að hafa hundinn í fimm til sex mánuði til að helst allir þeir félagar sem vilja geti haldið undir hann.
Við reiknum með að tollurinn kosti 220 þús kr. með fyrirvara um að gengið haldist nokkuð stöðugt.
Þetta er viðleitni SFÍ til að auðga gengamengið hjá okkur BC vinnuhundaræktendum á Íslandi. Við sem að þessu stöndum vonum innilega að þetta mælist vel fyrir og gangi vel. Ef vel gengur kemur til greina að skoða þetta á nokkurra ára fresti.
Frekari upplýsingar er að finna á Facebook síðu SFÍ.
Kærar kveðjur
Lísa, Jens, Alli A, Adda og Varsi
20.4.2022 Malta Jim er mættur í Ketilsstaði, Tjörnesi, þar sem hann verður næstu tvo mánuðina eða þar um bil.
20.6.2022 Malta Jim er mættur í Eyrarland, Fljótsdal, þar sem hann verður amk næstu tvo mánuðina.
21.01.2022 13:42
Námskeið 3.2022
01.09.2021 11:05
Landsmót SFÍ Ytra Lóni 28.-29. ágúst 2021
Smalahundafélag Íslands og Austurlandsdeildin þakkar öllum
sem að keppninni komu fyrir gott mót. Margir lögðu hönd á plóg eins og þarf að vera ef svona viðburðir eiga að geta átt sér stað. Sérstakar þakkir fær Sverrir Möller og
fjölskylda. Frábærlega vel að öllu staðið hvort sem það var á keppnisvellinum
eða kaffistofunni. Kindurnar voru heilt yfir bæði einsleitar og þjálar, og
völlurinn skemmtilegur á sama tíma og hann reyndi á menn og hunda. Ekkert
landsmót var í fyrra sökum covid og því kærkomið fyrir félagsmenn SFÍ að geta
komið saman í ár við þetta tækifæri.
Dómari var Jonleif Jörgensen frá Færeyjum og dæmdi hann af þekkingu,
sanngirni og röggsemi. Núll stig voru talsvert áberandi í keppninni í ár eins
og sést á stigaskorinu. Jonleif var samkvæmur sjálfum sér þar og gaf enga
sénsa. Hann bauð aftur á móti uppá að þeir sem gerðu ógilt fengu að klára
tímann sinn í braut ef þeir vildu, til að fá amk reynsluna þó engin fengju þeir
stigin. Jonleif sagði frá því að í Færeyjum væru um 6 keppnir á ári og
yfirleitt á milli 20 og 30 keppendur í hvert sinn. Gaman væri að okkur tækist
með tímanum að komast á svipaðan stað með fjölda móta og vinir okkar
Færeyingar. Mótin hvetja menn til dáða og svo er félagskapurinn auðvitað
óviðjafnanlegur!
SFÍ bauð upp á þá skemmtilegu nýung að streyma "life" frá mótinu á facebook síðu félagsins og vakti það mikla lukku. Þar geta félagsmenn enn séð öll rennslin fyrir utan nokkur rennsli seinnipartinn á laugardag sem urðu tækniörðugleikum að bráð.
Alls fóru 21 hundur í braut. Hver hundur fékk eitt rennsli hvorn dag og samanlagður fjöldi stiga báða dagana gilti til úrslita. Úrslit voru eftirfarandi:
UNGHUNDAR
(100 stiga braut): |
dagur 1 |
dagur 2 |
Samtals |
|
1 |
Agnar
Ólafsson og Dúfa frá Miðfjarðarnesi, SFÍ 2019-2-0110 |
58 |
64 |
122 |
2 |
Ingvi
Guðmundsson og Bassi frá Hríshóli, SFÍ 2019-1-0008 /ISDS 377564 |
69 |
52 |
121 |
3 |
Elísabet
Gunnarsdóttir og Ása frá Ketilsstöðum, SFÍ 2018-2-0044 /ISDS 362805 |
68 |
Ógilt=0 |
68 |
4 |
Jón Axel og
Prins frá Geitabergi í Svínadal, SFÍ 2018-1-0077 |
Ógilt=0 |
46 |
46 |
5 |
Sverrir
Möller og Grímur frá Ketilsstöðum, SFÍ 2020-1-0039 /ISDS 372680 |
Ógilt=0 |
44 |
44 |
B-FLOKKUR
(100 stiga braut): |
dagur 1 |
dagur 2 |
Samtals |
|
1 |
Edze Jan de
Haan og Seimur frá Dalatanga, SFÍ 2017-1-0052 |
64 |
45 |
109 |
2 |
Björn Jóhann
Steinarsson og Skriða frá Skriðu, SFÍ 2017-2-0094 |
45 |
58 |
103 |
3 |
Hrafnhildur
Tíbrá Halldórsdóttir og Skotta frá Dalatanga, SFÍ 2017-1-0054 |
55 |
Ógilt=0 |
55 |
4 |
Sigurður J
Hermannsson og Táta frá Skriðu, SFÍ 2017-2-0095 |
Ógilt=0 |
Ógilt=0 |
0 |
A-FLOKKUR
(110 stiga braut): |
dagur 1 |
dagur 2 |
Samtals |
|
1 |
Aðalsteinn
Aðalsteinsson og Burndale Biff frá UK, SFÍ 2016-1-0072 / ISDS 344058 |
80 |
82 |
162 |
2 |
Sverrir
Möller og Gutti frá Hafnarfirði, SFÍ 2012-1-0070 |
73 |
63 |
136 |
3 |
Agnar
Ólafsson og Birna frá Tjörn 1, SFÍ 2015-2-0088 / ISDS 342196 |
55 |
79 |
134 |
4 |
Maríus Snær
Halldórsson og Rosi frá Ketilsstöðum, SFÍ 2018-1-0048 /ISDS 362803 |
62 |
67 |
129 |
5 |
Sverrir
Möller og Kári frá Auðólfsstöðum, SFÍ 2015-1-0055 |
50 |
76 |
126 |
6 |
Jens Þór
Sigurðsson og Groesfaen Nap frá UK, SFÍ 2014-1-0099 / ISDS 335224 |
66 |
58 |
124 |
7 |
Aðalsteinn
Aðalsteinsson og Doppa frá Húsatóftum 2, SFÍ 2013-2-0012 / ISDS 340286 |
Ógilt=0 |
97 |
97 |
8 |
Elísabet
Gunnarsdóttir og Ripley frá Írlandi, SFÍ 2017-2-0080 / ISDS 354573 |
Ógilt=0 |
92 |
92 |
9 |
Maríus Snær
Halldórsson og Fríða frá Hallgilsstöðum 1, SFÍ 2018-2-0070 / ISDS |
Ógilt=0 |
71 |
71 |
10 |
Krzystof
Krawczyk og Oreó frá Hallgilsstöðum 1, SFÍ 2016-2-0073 |
Ógilt=0 |
55 |
55 |
11 |
Agnar
Ólafsson og Kópur frá Húsatóftum 2, SFÍ 2016-1-0049 /ISDS 347203 |
37 |
Ógilt=0 |
37 |
12 |
Krzystof
Krawczyk og Loki frá Hallgilsstöðum 1, SFÍ 2017-1-0071 |
Ógilt=0 |
Ógilt=0 |
0 |
Gaman er að segja frá því að samhliða Landsmótinu fóru fram
video vinnupróf ISDS. Fimm verðugir hundar fóru í það próf og stóðu sig með
prýði. Að því gefnu að þeir standist skoðun gerir það þeim kleift að skrá hundana í ættbók International
Sheepdog Society (ISDS) sem SFÍ á aðild að. Hundum með ISDS skráningu fjölgar
jafnt og þétt eins og sést á úrslitunum hér að ofan. Innan banda SFÍ hafa lengi
verið til góðir og vel ræktaðir hundar en með ISDS aðild og skráningu standa
okkar félagar og okkar hundar jafnfætis smölum og hundum í félagsskap sambærilegum
SFÍ um allan heim.
Félagsmenn
SFÍ með hunda skráða hjá SFÍ geta sótt um aðild að ISDS og vinnupróf allan
ársins hring. Áhugasamir eruð beðnir um að hafa samband við undirritaða sem mun
þá aðstoða við að koma því í kring.
Aðalfundur
SFÍ var haldinn á föstudagskvöldið 27. ágúst. Þar voru mættir 14 félagsmenn.
Ýmis mál rædd og farið yfir ársreikninga síðustu tveggja ára. Fundargerð og
ársreikninga má nálgast hér á heimasíðunni undir "fundargerðir"
Með góðum
kveðjum,
Elísabet
Gunnarsdóttir fh. Austurlandsdeildarinnar og Smalahundafélags Íslands
04.08.2021 13:57
Merki / lógó fyrir SFÍ
13.07.2021 15:54
Landskeppni SFÍ 2021
13.07.2021 15:44
ISDS vinnuhunda próf
10.09.2020 08:51
Vinnupróf ISDS (ROM)
02.09.2020 09:09
Landsmót SFÍ 2020
14.02.2020 10:41
Æfingar vetur 2020
Stjórn Smalahundafélags Íslands langar að benda félagsmönnum á að nú er fólk byrjað að æfa inni á nokkrum stöðum á landinu.
Þar sem tímasetningar og fleira tengt æfingunum er mismunandi, biðjum við áhugasama að hafa samband við viðkomandi aðila sem stjórnin vill nota tækifærið og þakka kærlega fyrir ó eigingjarnt starf:
Suðurland: Kristinn Hákonarson.
Snæfellsnes: Gísli Þórðarson og Svanur Guðmundsson.
Austur Húnavatnssýsla: Bjarki Benediktsson.
Þistilfjörður - Langanes: Sverrir Möller, Maríus Halldórsson og Krzysztof Krawczyk.
Fyrir hönd stjórnar Smalahundafélags Íslands
Jens Þór Sigurðarson.