09.07.2010 20:02
Landskeppni Smalahundafélags Íslands
Smalahundafélaginu Snati í Húnavatnssýslu ætla að halda keppnina þetta árið og munu þeir auglýsa keppnina nánar síðar. Með von um að sem flestir sjái sér fært um að mæta.
kv.Hilmar
29.06.2010 18:36
Æfing
Sæl öll.
Jæja í dag fór ég með Skutlu og Seres í kindurnar eftir langt hlé. Það gekk bara mjög vel. Síðan prófaði ég Sóta og Svark enn þeir eru nú bara 5 mánaða og Sóti sýndi svaka takta og hann er mjög flottur með uppspert eyru sem er allveg toppurinn. En Svarkur fylgdist bara með.
Eru einhverjir fleiri að temja :-)?
Kær kveðja héðan frá Dalatanga.
17.06.2010 12:44
Samæfing árnesdeildar
Veðrið var frábært, rollurnar fínar (kannski fullrólegar fyrir lengri komna), og mannskapurinn samanstóð af einstökum prúðmennum og sómafólki . Grindurnar sönnuðu gildi sitt er kom að óvanari hundum og þeir voru mjög fljótir að átta sig á tilgangnum með þessum hringhlaupum fram og til baka enda gekk þetta hratt fyrir sig þar sem rollurnar komast ekki í burtu. Svo þegar búið var að æfa nokkra hringi í grindunum þá var farið út á tún og æft þar sem gekk vonum framar.
Takk fyrir
Raggi Rollulausi.
15.06.2010 07:00
Grindur myndir
Jæja sjáum hvort við fáum myndir.
Hægt er að raða grindunum upp á ýmsa vegu, en kem með fleiri myndir seinna.
Kv. Raggi rollulausi.
13.06.2010 10:29
Girðingin prófuð.
Þá var ekkert annað að gera enn að setja rollur, hund og smala í girðinguna og hefjast handa.
Hafa ber í huga að ég er óreyndur í þessu fagi og allar upplýsingar lýsa á engan hátt skoðunum og stefnu Smalahundafélags Íslands .
Svo hófst fjörið. Kindurnar voru töluvert hændar að girðingunni enda völundarsmíð og það þurfti aðeins að hjálpa Perlu minni í fyrstu skiptin að koma þeim af girðingunni. Svo prófaði ég tíkina á bænum sem er Terrí frá Svani í Dalsmynni. Hún vildi bara halda kindunum upp að girðingu og tók það töluvert á að ná henni fyrir rollurnar en það hófst fyrir rest. Semsagt góð ferð í veðursældina fyrir vestan.
Kv.
Raggi rollulausi.
06.06.2010 18:28
Smalahundagræjur
Veit ekki hvort einhver er með svona en ég hef trú á því að þetta auðveldi tamningu á óvönum hundum. Einnig hægt að nota til að loka hornum í hólfi því hundar sem eru ekki orðnir nógu harðir eiga erfitt með ná rollum úr hornum og fleiri hindrunum.
Væri gaman að fá feedback við þessu. Gæti komið með þetta á samæfinguna hjá Árnesdeildinni í júní ef fólk hefur áhuga að prófa.
KV. Raggi rollulausi.
30.04.2010 12:44
Blogg
Dagskrá sumar og haust 2010.
Haldnar verða fjórar samæfingar með fjárhundana.Þ.e. 16. júní, 7. júlí, 21.júlí og 4.ágúst. Nauðsynlegt er að menn láti vita ef þeir ætla að mæta á æfingar.Síminn hjá Bjarna formanni er: 8624917 . Uppskeruhátíð verður haldin 14.ágúst. Þá verður sett upp létt æfingamót og haft gaman af.
6. nóvember verður haldið opið félagsmót.
Ekki er búið að ákveða staðsetningar fyrir þessa atburði, en það verður auglýst síðar.
Drífa Gestsdóttir hundaþjálfari verður með hlýðninámskeið í Oddgeirshólum eitt eða fleiri kvöld í sumar. Fer eftir áhuga manna hversu oft það verður. Nánar auglýst síðar.
Við hvetjum hundeigendur til að taka þátt í þessum atburðum. Kveikjum áhugann hjá fólki og fáum fleiri til að vera með. Kv. Stjórnin.
23.04.2010 16:49
Hvolpar til sölu.
22.04.2010 23:16
Úrslit úr keppni á Eyrarlandi
Gleðilegt sumar.
Keppnin var haldin hér á Eyrarlandi um síðustu helgi þrátt fyrir að ekki liti vel út um tíma. Það var svo einungis vegna harðfylgi örfárra einstaklinga sem kalla ekki allt ömmu sína þegar skreppa þarf bæjarleið, að hún var haldin.
Fyrstan skal nefna Gunnar nokkurn Guðmundsson hundaræktanda úr Hafnarfirði sem aldrei hefur látið sig vanta þegar haldið hefur verið hundamót undanfarin ár á Íslandi. Annar til sögunnar kom bóndi og búfjáreftirlitsmaður af suðurlandi, sem kom eins og stormsveipur inn í hundamennskuna og lætur mikið að sér kveða, heit sá maður Reynir bak við Hurð. Sá þriðji og ekki sá sísti er hreppstjóri vestan af landi og er landslýð þekktur af verkum sínum á hundavellinum, heitir sá Gísli af Snæfellsjökli. Síðust kom svo eftir sjóferð langa, okkar ástsæla og ylhýra kona af útskerinu við ystu nöf, sem oftar en ekki hefur þurft að notast við öll þau farartæki sem fundin hafa verið upp í heiminum til þess að sækja hundamót, heitir hún Billa hin baldna. Að þessu sinni var ófært landveginn á Mjóafjörð, en svo heppilega vildi til að farþegaskipið Norræna var úti fyrir austfjörðum á leið til Seyðisfjarðar og var skipstjórinn fenginn til þess beygja lítið eitt af kúrsinum og skjótast í land við Dalatanga og kippa Billu með. Henni með í för var svo hin dygga fylgiskona og klappstýra Stína stuð.
Á föstudeginum kl 18 þegar kalla átti í flug til Egilsstað og þeir kappar Gunni og Reynir voru tilbúnir til brottfarar, var fluginu aflýst vegna gossins í Eyjafjallajökli. Nú voru góð ráð dýr og til þess að gera langa sögu stutta, stukku þeir félagar upp í bíl og brunuðu af stað. Á leið sinni út úr bænum hringdu þeir svo í hreppstjórann og báðu hann að fylgja sér. Erindið væri svo brýnt að embættismann þyrfti með. Gísli hlýddi, kastaði frá sér tólunum í miðri gjöf, dró fram svarta frakkann, setti upp húfuna með stjörnunni og stökk í veg fyrir þá félaga. Þeir voru svo komnir í Fljótsdalinn á fjórða tímanum.
Úrslit
Unghundar,
1. Reynir Þór Jónsson
Colin frá Hafnarfirði 56 stig 45 stig
F: Mac Eyrarlandi
M: Týra frá Kaðalstöðum
2. Þorvarður Ingimarsson
Fluga frá Eyrarlandi 30 stig 49 stig
F: Mac Eyrarlandi
M: Lýsa frá Hafnarfirði
3. Gunnar Guðmundsson
Ólína frá Hafnarfirði 46 stig 31 stig
F: Mac Eyrarlandi
M: Týra frá Kaðalstöðum
Þarna sýndi sunnlendingurinn klærnar og hefði þessi stigamunur hæglega orðið mun meiri. Colin er vel taminn og getumikill hundur með frábæran stíl og óhætt fyrir okkur hina að koma undirbúnir til leiks ætlum við okkur að keppa við hann. Það mátti kannski sjá að Ólína þyrfti að fara eina fjallferð eða svo, fyrir svona keppni, orkan er mikil og sjaldan möguleiki fyrir eigandann að komast í kindur. En aldurinn vinnur með henni og hennar tími mun koma.
B-flokkur,
1. Reynir Þór Jónsson
Tútú frá Daðastöðum 62 stig 61 stig
F: Dan Daðastöðum
M: Soffía frá Daðastöðum
2. Gísli þórðarson
Kata frá Daðastöðum 31 stig lauk ekki síðara rennsli
F: Dan Daðastöðum
M: Soffía frá Daðastöðum
Aftur sýndi sunnlendingurinn takta og sigraði hreppstjórann með yfirburðum. Þarna áttust við systurnar frá Daðastöðum sem eru mjög flottar týpur með geysilega flottan stíl. Báðar mjög hlýðnar en ennþá vantar uppá, að úthlaupið sé nægilega gott hjá Kötu. Hún notar of mikið auga í úthlaupinu og dregur sig inn á kindurnar. Þetta lagar Gísli í túninu heima í sumar og mætir svo stórhættulegur næst.
A-flokkur
1. Þorvarður Ingimarsson
Mac Eyrarlandi 90 stig
2. Þorvarður Ingimarsson
Lýsa frá Hafnarfirði 89 stig
F: Tígull frá Eyrarlandi
M: Týra frá Kaðalstöðum
3. Marsibil Erlendsdóttir
Spóla frá Daðastöðum 83 stig
F: Rex frá Daðastöðum
M: Lús frá Eyrarland
Billa er búin að lofa mér því að hún skuli vinna mig einhvern tíma. Satt best að segja var farið að fara um mig, því þarna hélt ég að væri komið að því. Skiptingin gekk dj illa hjá henni og það varð mér til happs. Satt best að segja var Spóla alveg frábær og allir sammála um að aldrei hefði henni tekist svo vel upp, það gekk allt upp, neeemma að skipta. En þarna sá ég, að hún á eftir að standa við orð sín.
Dómari var Lárus Sigurðsson
Sleppingar sáu um, þeir Rúnar Ásgeirsson og Ingimar Jóhannsson
Ég vil svo þakka keppendum og starfsmönnum fyrir keppnina. Þessi keppni hefði ekki verið haldin nema fyri það að það er til duglegt fólk sem er til með að leggja dálítið á sig fyrir félagsskapinn. Hafið bestu þakkir fyrir að koma og eiga ánægjulega helgi með okkur hér.
f.h. Austurlandsdeildar Smalahunsdafélags Íslands
kv Varsi
16.04.2010 21:40
Ótitlað
Þá eru loksins komnar inn myndir af hvolpunum.
Það er hægt að skoða þær í myndaalbúminu.
Kv. Sverrir
15.04.2010 20:44
Keppni á Eyrarlandi
Keppt verður í A-flokki B-flokki og unghundaflokki
Keppnin hefst kl 13.00 og stendur eins lengi og þurfa þykir.
Allir velkomnir og nóg gistirými fyrir þá sem eiga um langan veg að fara.
f.h. Austurlandsdeildar Smalahundafélags Íslands
Koma svo.
kv Varsi
05.04.2010 12:36
Hundasýning Smalahundadeildar Árness.
Smalahundadeild Árnessýslu var með hundasýningu í Rangárhöllinni á Hellu á milli atriða hjá Meistaradeild ungmenna sem var á Föstudaginn langa síðastliðinn. Við Bjarni formaður fórum með Dot og Ask og sýndum þar glæsileg tilþrif !
01.04.2010 21:25
Að þjálfa fyrir keppni
Hvernig gengur að þjálfa fyrir keppnina? Á ekki að gefa sér spark? Mér veitti ekki af einu góðu en er að peppa mig upp.
Hverjir koma?
Þarf vonandi ekki að taka það fram að það eru allir velkomnir og ég vona að það leggi sem flestir land undir fót, sama hversu langt það er. Hér verður tekið á móti gestum meðan húsrúm leyfir.
kv Varsi
15.03.2010 16:13
Keppni
24.02.2010 21:25
Smalahundanámskeið Árnessýslu feb 2010
Einar,Halldór,Bjarni,Reynir,Gunni,Varsi,Steini og Alli
Smalahundanámskeið
Þann 20. og 21. febrúar hélt Smalahundadeild Árnessýslu smalahundanámskeið í Háholti Gnúpvrjahreppi. Mikill áhugi var fyrir námskeiðinu og komust færri að en vildu. 10 hundar voru á námskeiðinu og sýndu þeir allir fína takta að mati kennarans sem var Þorvarður Ingimarsson og kunnum við honum bestu þakkir fyrir að koma til okkar og leiðbeina okkur.
Stjórn Smalahundadeildar Árnessýslu.
PS
Námskeiðinu var skift fyrir og eftir hádegi og er þetta hópurinn eftir hádegi.
Eins og sjá má voru gemsarnir ansi vel tamdir og vildu vera með á myndinni.