30.07.2011 09:03
Leiðsögn með meistara
Vegna þess hve snemma á föstudag fyrir Landskeppni, dómarinn verður kominn hingað í Eyrarland, hefur verið ákveðið að gefa fólki tækifæri á að hitta hann og fá leiðsögn.
Hann verður kominn hingað um kl 9:00.
Um óformlegt námskeið er að ræða og ekki verður tekið gjald fyrir.
Eins og komið hefur fram hér á síðunni heitir hann Martin Calvin Jones.
Við hvetjum sem flesta til þess að koma og nýta þennan möguleika. Það er ekki á hverju ári sem við erum að fá hingað erlenda dómara eða þjálfara, og þess vegna er gott að geta átt spall við þessa kappa.
kv Varsi
26.07.2011 18:59
Æfingar/kennsla í Mýrdal.
Æfingar/kennsla í Mýrdal.
Þetta er áhugaverður valkostur fyrir þá sem eru með ótamda eða lengra komna hunda og upplagt fyrir þá sem eru lengra frá að sammælast og taka kvöldstund saman.
Það er gríðarlega mikils virði að komast í þjálar kindur í frumvinnunni og styttir ferlið verulega.
Síminn hjá Gísla er 8474083 og það styttist í smalamennskurnar.
Ég get haldið æfingar á þriðjudögum, föstudögum og sunnudögum kl.20 það sem eftir er sumars, gegn vægu gjaldi kr.1000 hvert skipti frítt fyrir elli og örorkulífeyrisþega, etv. nískupúka líka. byrjum í kvöld 26. júlí.:) kv.Gísli í Mýrdal.
26.07.2011 12:38
Túnið slegið
Þið sem ferðist með eigið gistirými eruð velkomin hingað á túnið á Landskeppninni
Ég má náttúrulega ekki auglýsa neitt slíkt á opinberum vetfangi, en þið látið það berast.
kv Varsi
22.07.2011 09:50
Landskeppni Eyrarlandi 27.-8. ágúst
Það er búið að ráða dómara frá Wales, Martin Calvin Jones sem er þaulreyndur dómari og keppandi í fjárhundakeppnum. Það verður eflaust hægt að fá hann til þess að leiðbeina okkur eitthvað í leiðinni.
Vonandi koma svo bara sem flestir.
kv Varsi
19.06.2011 13:08
Fyrsta æfingin
Fyrsta æfingin þetta árið
Æfingin var haldin að Húsatóftum og komu nokkrir,færri en oft áður
og það mættu fáir úr sýslunni en það voru Aðalsteinn æfingar haldari, Reynir Þór Hurðabaki gjaldkeri og Bjarni Háholti formaður en hann kom hundlaus hitt var allt fólk af höfuðborgarsvæðinu hundarnir voru misjafnir eins og alltaf en efni í hópnum, nú er ekkert sem heitir og að fjölmenna á næstu æfingu það hjálpar alltaf að sjá aðra og sjálfann sig í samanburði myndir af þessari æfingu eru í albúmi og þakka ég Dagbjörtu sem kom á sína fyrstu æfingu hjá okkur fyrir þær ég veit að hún á miklu fleirri myndir og vona ég að við fáum að njóta þeirra líka
kv Gunni
09.05.2011 22:22
Nýja skráningarkerfi SF'I?
Nú bíða efalaust margir einsog ég,eftir því að sjá nýja Hundaskrá Smalahundafélags Íslands og að geta skráð sín got í hið nýja kerfi.
Hvernig er?Eru engar fréttir af því,eða hvernig gengur að koma því af stað?
26.04.2011 08:49
Frá Smalahundadeild Árnessýslu
11.04.2011 13:51
Ótitlað
mér var að berast póstur frá isbu.is áðan,sem er eftirfarandi:
Sæll Einar
Svo nú geta menn pantað þarna ef þeir telja sig þess þurfa!!!
kveðja
Einar Jóels
07.04.2011 10:20
Ótitlað
ég var að skoða vefinn hjá Ísbú.is,þar sem seldar eru allslags vörur sem viðkoma búrekstri,þar á meðal vörur sem viðkoma sauðfjárrækt og hundahaldi.
Eitt og annað fannst mér þó vanta uppá hundavörurnar sem okkur sem hér lítum við,þætti nauðsynlegt að hafa aðgang að ásamt með matardölunum,sjampóinu og ólunum.Þannig að ég sendi póst á þau hjá Ísbú.is í gær og spurðist fyrir um hvort,þar sem smalahundar væru að verða nausynlegur þáttur í rekstri sauðfjárbúa og alltaf að aukast eign þeirra hjá sauðfjárbændum,hvort ekki stæði til að bjóða uppá vörur þeim tengdum svosem flautum og myndefni tengt þjálfun Border Collie ásamt einhverju lesefni.
það er skemmst frá því að segja að í morgun barst mér póstur þar sem mér var tjáð að kanna ætti hvað væri hægt að útvega og manneskja væri komin í kanna málið!!
Þannig að nú hvet ég alla þá sem telja sig þess þurfa,að fylgjast með hvort eitthvað skili sér inn til þeirra!!
Kv Einar Jóels.
03.04.2011 22:17
Fyrsta skiptið
kv Gunni
02.04.2011 00:20
Taff í fyrsta sinn í Íslenskum kindum
Sæl Öll nú eru liðnir tveir sólarhringar frá því að Taff kom úr einangrun og í kvöld var farið í fyrsta sinn í kindur og ég get ekki sagt annað en að þetta var eintóm hamingja hann fór vítt fyrir og hlýddi stoppi og hliðarskipunum vel og skipti hópnum eins og að drekka vatn og einnig rekur hann vel , hissa var ég mest á hlýðninni hún var mjög góð miðað við það að hann þekkir mig í 48 tíma
svo er hann einstaklega elskulegur og börnin elska hannog hann er hrifinn af þeim svo við gætum varla verið ánægðari
kv Gunni
25.03.2011 23:14
Flott myndbönd!!
Mig minnir að Varsi hafi bent á þau,hér á þessari síðu fyrir einhverju síðan!! alltaf gaman að skoða þau og sjá þessa kappa keppa sín á milli þarna á stóra bretlandi!
Góðir þættir,einir 14 eða 15,af mörgum góðum hundum og eigendum þeirra etja kappi!!
Datt í hug að minna á þetta ef einhverjir hafa misst af þessu hér á sínum tíma!!
15.03.2011 21:43
Ótitlað
Úrslit úr Smalahundakeppninni í Háholti um daginn.
Unghundar
Blossi frá Gröf og Aðalsteinn Aðalsteinsson 35 stig
Lappi frá Hurðarbaki og Reynir Þór Jónsson 32 stig
Kría Daðastöðum og Bjarni Másson 31 stig
B flokkur
Bangsi frá Langsstöðum og Ingvar Hjálmarsson 60 stig.
Colin Hafnarfirði Bjarni Másson hætti keppni
Perla og Ragnar Björnsson Hættu keppni
A flokkur
Rebbi frá Jörva og Aðalsteinn Aðalsteinsson 76 stig
Ólína frá Hafnarfirði og Gunnar Guðmundsson 61 stig
Askur Hurðarbaki og Bjarni Másson 43 stig
Snót Fjalli og Halldór Vilhjálmsson
kv. Smalahundadeild Árnessýslu
14.03.2011 12:16
Af gefnu tilefni....!!
Hef séð alltof mörg dæmi um hitt!
13.03.2011 09:18
Ótitlað
Wiston Cap á metið með næstum 2000 hvolpa.
http://www.bcdb.info/pupsperdog.htm