Færslur: 2018 Júlí
21.07.2018 21:52
Landskeppni SfÍ
Landskeppni Smalahundafélags Íslands helgina 24-26 ágúst 2018
Í samstarfi við Smalahundafélag
Hörgársveitar og nágrennis. Áætlað er að keppnin fari fram á Möðruvöllum í Hörgárdal.
Keppt er í A-flokki, B-flokki og
Unghundum. Keppendum er bent á að kynna sér reglur um keppnina á vef
Smalahundafélagsins. Slóðin er http://smalahundur.123.is/
Dómari verður hinn 68 ára gamli, Ian
Fleming frá Suður- Skotlandi. Hann er sauðfjár og nautgripabóndi með 3000
kindur og 150 nautgripi. Hann hefur langa reynslu af keppni og mótahaldi á
vegum ISDS. Hann er varaformaður ISDS í Skotlandi og hefur verið brautarstjóri
stæstu móta ISDS mörg undanfarin ár (International and World Trial).
Hér er því um að ræða geysilega
reyndan mann í flestu sem viðkemur Border Collie fjárhundum, bæði hvað varðar
almenna notkun og svo keppnir. Fólki gefst tækifæri til þess að nýta sér þekkingu
hans á föstudeginum með því að koma á námskeið þar sem hann miðlar sinni
reynslu.
Námskeið byrjar kl. 09.00 á
föstudeginum, leiðbeinandi verður eins og fram kemur Ian Fleming. Námskeiðið er bæði fyrir lengra komna og byrjendur
og það er öllum opið.
Á föstudeginum er einnig er hægt að
koma með hunda í vinnupróf vegna grunnskráningar í ISDS. Upplýsingar um það
veitir formaður SFÍ
Þorvarð Ingimarsson gsm 8621835
Aðalfundur Smalahundafélags Íslands hefst kl.
20.30 á föstudag í Leikhúsinu á Möðruvöllum.
Upplýsingar um námskeiðið og keppnina
ásamt skráningum eru hjá Aðalsteini H. Hreinssyni í s: 865-3910 eða á audnir1@simnet.is
Nánari tímasetning á keppni auglýst
síðar
- 1