Færslur: 2009 Ágúst
31.08.2009 18:49
Landskeppni 2009
Unghundar
1 Gísli Þórðarson Mýrdal og Kata frá Daðastöðum 56 stig
2 Reynir Þór Jónsson Hurðabaki og Tútú frá Daðastöðum 53 stig
3 Marsibil Erlendsdóttir Dalatanga og Svalur frá Dalatanga 35 stig
4 Gunnar Guðmundsson Hafnarfirði og Ólína frá Hafnarfirði 34 stig
5 Svanur Guðmundsson Dalsmynni og Snilld frá Dýrfinnustöðum 27 stig
6 Svanur Guðmundsson Dalsmynni og Dáð frá Móskógum 22 stig
7 Reynir Þór Jónsson Hurðabaki og Colin frá Hafnarfirði 7 stig
8 Aðalsteinn Aðalsteinsson Selfossi og Rebbi frá Jörva 7 stig
B flokkur
1 Reynir Þór Jónsson Hurðabaki og Tútú frá Daðastöðum 46-39 stig
2 Valgeir Þór Magnússon Grundarfirði og Snót frá Grundaf 46-29 stig
3 Gísli Þórðarson Mýrdal og Kata frá Daðastöðum 42-37 stig
4 Marsibil Erlendsdóttir Dalatangi og Smári frá Dalatanga 24-21 stig
A flokkur
1 Hilmar Sturluson Móskógum og Dot frá Wales 55-88 stig
2 Þorvarður Ingimarsson Eyrarlandi og Mac frá Aeyl a Bryn 86-80 stig
3 Þorvarður Ingimarsson Eyrarlandi og Lýsa frá Hafnarfirði 66-80 stig
4 Sverrir Möller Ytra Lóni og Prins frá Daðastöðum 76-69 stig
5 Marsibil Erlandsdóttir Dalatanga og Spóla frá Daðastöðum 66-39
6 Gísli Þórðarson og Spóla frá Daðastöðum 59-45 stig
7 Valgeir Þór Magnússon Grundarfirði og Skotta frá Fossi 55-0 stig
26.08.2009 13:04
Auglýsingar myndband
sjáumst svo sem flest á Landskeppninni
kv.Gunni
24.08.2009 20:46
Nokkur heilræði fyrir byrjendur í fjárhundakeppni.
Ég er fremur tregur að eðlisfari og það tók mig þó nokkrar fjárhundakeppnir að átta mig á því, að það var kannski ekki allt óþekkum rollum að kenna hvernig gekk.
Til að stytta byrjendum leiðina datt mér í hug að setja nokkra punkta hér inn ef einhver gæti haft gagn að því.
1.Það er mikilvægt að hundurinn hafi góða fjarlægð (vinni ekki of nálægt) og geti unnið rólega að kindunum þegar við á.
2. Komast hjá því ef mögulegt er að missa kindurnar á fulla ferð. (halda hundinum vel frá þeim.)
3. Reyna að sjá út um leið ( helst áður) og féð ætlar úr braut og bregðast hratt við því .
4. Leggja mat á féð og hundinn og hvað hann ræður við. Þ.e. hvort hann nái t.d. að rétta kindur af inn í brautina/hliðið eða gætu tapast fleiri stig við leiðréttingu og einhver vandræði í framhaldi af því, en að fá refsistig t.d.fyrir að missa af hliði.
5. Algengt að menn séu of seinir með skipanir, þegar féð nálgast smalann úr beinu brautinni til að stýra fénu réttu megin og í hæfilegan sveig kringum smalann.
6. Eyða smá tíma í að róa féð og hundinn niður í hringnum, fyrir skiptingu eða innsetningu í rétt.
7. Þegar kemur að því að setja féð í réttina er ágætt að skilja hund og hóp eftir í hringnum og stilla sér upp við opna réttina áður en hundurinn kemur fénu af stað.
Það er samt persónulega reynslan sem vegur þyngst þannig, að þó hundurinn sé ekki fullkominn borgar sig að hella sér í slaginn og safna í reynslubankann.
Ég skora svo á félaga mína úr keppnum undanfarinna ára að bæta við þetta punktum fyrir byrjendurnar, nú eða okkur hina.
19.08.2009 21:19
Landskeppni
Mig langar að minna keppendur að skrá sig tímanlega svo hægt sé að útbúa mótskrá og áætla hversu margar kindur þarf svo eitthvað sé nefnt.
Sú breyting hefur orðið að skráning fer eingöngu fram hjá Reyni í síma 8980929 en símanúmerið hjá Bjarna var ekki rétt ritað í fundarboðinu. Einnig má senda Reyni mail ori@emax.is
Nú fer óðum að styttast í Landskeppnina og hér hefur frést að menn séu duglegir að æfa út um allt land og jafnvel oft á dag. Er því nokkuð ljóst að framundan er spennandi keppni.
Þeir sem hafa áhuga að drekka annað en vatn með grillmatnum um kvöldið, mega skaffa það sjálf
Með von um að sjá sem flesta (keppendur og áhorfendur) og við munum eiga skemmtilega hundahelgi.
kv. Hilmar
11.08.2009 22:21
Landskeppni
Smalahundafélag Íslands
Að þessu sinni heldur nýstofnuð Smalahundadeild Árnessýslu landskeppnina. Félagsmenn eru rúmlega 20 og var mikill áhugi fyrir stofnun deildarinnar. Öllum fjáreigendum er ljóst hversu dýrmætt er að eiga góðann smalahund.
Dagskrá:
Laugardagur 29. ágúst
Keppnin byrjar á unghundum kl 11:00, síðan verður keppt í B-flokk og endað á A-flokki.
Aðalfundur Smalahundafélags Íslands verður haldin að Miðengi á Laugardeginum að lokinni keppni. Eftir aðalfundinn verður sameiginleg grillveisla fyrir félagsmenn og fjölskyldur þeirra. Matur verður seldur á aðeins 1000 kr fyrir manninn og er hann þá niðurgreiddur af félaginu.
Sunnudagur 30.ágúst
Keppnin byrjar kl 11:00 og þá verður keppt í B-flokk og endað á A-flokki.
Skráning fer fram hjá Reyni Jónssyni í síma: 8980929 fyrir 20. ágúst n.k.
Upplýsingar um keppnisreglur er að finna hér á heimasíðunni undir "Keppnisreglur".
Unghundar teljast þeir hundar sem eru 3 ára og yngri miðað við fæðingardag.
Þeir hundar sem hafa náð 50 stigum eða meira í smalahundakeppni skulu keppa í A flokki.
Við hvetjum eigendur smalahunda til að mæta á Landskeppnina og taka þátt í skemmtilegri keppni.
Við eigum von á frábærum hundum af öllu landinu og fjölda áhorfenda.
Á Miðengi er veitingasala, tjaldstæði og snyrtiaðstaða. þetta er kjörið tækifæri fyrir alla fjölskylduna að skella sér í útileigu og eiga góða helgi og frábæra skemmtun.
- 1