Færslur: 2017 Október

24.10.2017 19:34

Landsmót SFÍ 2017

Landsmót Smalahundafélags Íslands var haldið dagana 21. og 22. október 2017 í Austurhlíð Biskupstungum og hafði Smalahundadeild Árnessýslu umsjón með mótinu. Dómari var Anthony Boggy Warmington og kom hann frá Englandi fyrir tilstuðlan ISDS. Keppnisbrautin var krefjandi, en að sama skapi mjög skemmtileg. Ekki síst vegna þess að völlurinn var leitóttur og stundum hurfu bæði kindur og hundur sjónum smalans. Þá reyndi á taugar smalans sem þrufti að setja allt sitt traust á hundinn. Dómarinn hafði orð á því að íslenskar kindur væru erfiðari en hann ætti að venjast og reyndi því mjög á hæfni hundanna að stjórna þeim. Keppt var í A-flokki, B-flokki og unghundaflokki. Í ár var sú nýbreytni að keppt var að 110 stigum í A-flokki. Stigaskorið er þó að meðaltali lægra en oft hefur verið. Margir féllu á tíma og dómarinn var ófeiminn við að víkja mönnum úr braut fyrir minnstu yfirsjónir. Aðeins einn keppandi náði að klára A-flokks brautina innan tímamarka, en það var Sverrir Möller með Gutta. Allir keppendur fengu tvö rennsli og gilti samtala þeirra til úrslita. 

Úrslit voru eftirfarandi:


A-FLOKKUR: Tvö rennsli giltu til úrslita, 110 stiga 350m braut, 15mín, 8 keppendur.

1) Aðalsteinn Aðalsteinsson og Doppa frá Húsatóftum 4,5 ára (62+74) 136 stig (besta tíkin)

2) Elísabet Gunnarsdóttir og Panda frá Daðastöðum 8 ára (60+60) 120 stig

3) Svanur Guðmundsson og Korka frá Miðhrauni 6 ára (48+65) 113 stig

4) Halldór Sigurkarlsson og Smali frá Miðhrauni 6 ára (45+58) 103 stig (besti hundurinn)

5) Marsibil Erlendsdóttir og Skutla frá Skálholti 4 ára  (35+40) 75 stig

6) Sverrir Möller og Gutti frá Hafnarfirði 5 ára (0+60) 60 stig

7) Þorvarður Ingimarsson og Spaði frá Eyrarlandi 3ja ára (0+50) 50 stig

8) Hilmar Sturluson og Perla frá Móskógum 8 ára (0+38) 38 stig


Unghundaflokkur, tvö rennsli giltu til úrslita, 100 stiga og 150m braut, 12mín, fimm keppendur.

1) Maríus Snær Halldórsson og Elsa frá Hallgilsstöðum 33 mán (53+55) 108 stig

2) Aðalsteinn Aðalsteinsson og Snerpa frá Húsatóftum  21 mán (52+36) 88 stig

3) Einar Atli Helgason og Kría frá Snartarstöðum 18 mán (0+60) 60 stig

4) Einar Atli Helgason og Fenja frá Hafnarfirði 30 mán (51+0) 51 stig

5) Svanur Guðmundsson og Bonnie frá Dalsmynni 2ja ára, hættu keppni


B-flokkur, tvö rennsli giltu til úrslita, 100 stiga og 200m braut, 12mín, 2 keppendur:

1) Einar Atli Helgason og Strumpur frá Snartarstöðum7 ára (0+68) 68 stig

2) Marsibil Erlendsdóttir og Rotti frá Dalatanga 3 ára (0+35) 35 stig


Hér má sjá smá myndband frá mótinu: 

https://www.youtube.com/watch?v=7sCjt4-Ghqc&t=29s


Eftirtaldir aðilar styrktu mótið og er þeim hér með þakkað kærlega fyrir:

Baldvin og Þorvaldur

Landstólpi

Fóðurblandan

SS

17.10.2017 08:11

Ótitlað

Skráningarfrestur á landskeppnina er til miðnættis miðvikudagsins 18. október skráning hjá Bjarna í síma 862-4917.


Smalahundadeild Árnessýslu.

09.10.2017 10:52

Aðalfundur SFÍ 2017

Aðalfundur SFÍ 2017 verður haldinn 20. október 2017 kl. 20.00 í Golfskálanum Úthlíð.

09.10.2017 10:40

Landskeppni SFÍ 2017 og námskeið


Landskeppni Smalahundafélags Íslands verður eins og áður sagði helgina 21.-22. október í Austurhlíð Biskupstungum. Keppt verður í 3 flokkum. A, B og unghundaflokki. Skráning og frekari upplýsingar hjá Bjarna Mássyni s. 8624917. Smalahundadeild Árnessýslu heldur mótið að þessu sinni og dómari er Anthony Boggy Warmington. ISDS hefur séð um að útvega SFÍ dómara síðan SFÍ gerðist aðildarfélag og Anthony mun líka dæma í vinnuprófi ISDS og SFÍ á föstudeginum fyrir mótið. 

Deild Árnessýslu hefur hug á að halda 110 stiga keppni í A- flokki í ár (í stað 100 stiga eins og verið hefur) og mun leggja þá tillögu fram á aðalfundi SFÍ sem verður haldinn fyrir keppnina á föstudaginn 20. október. Þessi auka 10 stig fást þá fyrir að taka eina kind frá í lok brautar.

Deildin mun einnig bjóða upp á námskeið föstudaginn 20. október. Kennari verður áður nefndur dómari, Anthony Boggy Warmington. Skráning og frekari upplýsingar hjá Bjarna Mássyni s. 8624917.


  • 1
Flettingar í dag: 114
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 710
Gestir í gær: 145
Samtals flettingar: 375081
Samtals gestir: 49879
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 08:31:01