Færslur: 2012 Febrúar

27.02.2012 16:03

Hvolpar




Komið sæl öll
Það fæddust fyrir 5 vikum 8 hvolpar undan Ólínu og Taff , 5 tíkur og 3 rakkar
Ólína virðist sterkari í lita erfðum en Taff því allir urðu þeir tví litir
þessir hvolpar eru ekkert öðru vísi en aðrir hvolpar sem okkur hafa fæðst þ.e ég verð þeim degi feginn þegar þeir verða allir farnir til nýrra eigenda,
Fleirri got hafa komið undan Taff og öðrum tíkum, Trúska hans Bjarka á Breiðavaði gekk fram yfir og lést það sem í henni var , næst kom undan Kríu 5 hvolpar 4 rakkar og ein tík þar af voru 3  þrí litir , næst gaut Loppa í Kýrholti hún kom seint til Taff og gekk eiginlega upp um leið en einn hvolpur var í henni og kom hún því miður dauð en Loppa var sónarskoðuð daginn áður en hún gaut og var hvolpurinn lifandi þá, síðast gaut Kolka frá Eyrarlandi og hún fæddi 5 hrausta hvolpa 3 tíkur og 2 rakka og engann 3 litann

svo þetta er það sem komið er undan Taff

kv Gunni

26.02.2012 18:52

Hundar á Dalatanga


Ég er að leika mér með smá hlýðni-æfingar þegar ég er ekki að temja hundana í kindunum.

26.02.2012 11:13

Tamning eða þjálfun????

 Ágætu félagar.

  Í verkefni sem ég hef verið að vinna síðustu dagana hafa komið upp skiptar skoðanir á hvort nota eigi orðið " tamning " eða " þjálfun " yfir  hugtakið að temja/ þjálfa hundinn.

  Ég hef notað tamning án þess að velta þessu nokkuð fyrir mér, nánast alveg eins og í hestamennskunni. Tem hundinn en þjálfa hann t.d. fyrir keppni eða tek taminn hund í  þjálfun fyrir einhvern þegar fer að líða að göngum.
  Það er komið á daginn að gæludýraeigendur og menntaðir hundafræðingar þéttbýlisins virðast nota orðið " þjálfun " þegar " tamning " virðist algengari í sveitinni.

 Nú bið ég ykkur að láta í ljós álit á því hvað ykkur er tamast  og jafnvel hvaða skoðun þið hafið á málinu.

Kveðja.
 
Svanur.

26.02.2012 08:53

fréttir

Svakalega hafa allir lítið að skrifa um, en samt sér maður að það fara margir inná síðuna á hverjum degi. Við verðum endilega að vera dugleg að spjalla saman og fá fréttir, hér á smalahundasíðunni. það hlýtur eithvað að vera að gerast, ég bíð spennt eftir viðbrögðum.   emoticon

03.02.2012 06:58

Fréttir

emoticonemoticonJá ég gleymdi alveg að minnast á þau syskinin. Hundurinn var lengi frekar smeikur við kindurnar, en fór síðan alltí einu af stað, og mér líst bara vel á hann, tíkin er meira fiðrildi enþá aðeins að gelta, en óhrædd ég er ekkert að stressa mig yfir því, fer bara með þau öðru hvoru.Billa

02.02.2012 12:52

Fréttir

Sælir smalahundafélagar. Þessi síða er nú frekar daufleg, en það er ekki alltaf hægt að bíða eftir að aðrir skrifi. Ég ætla að skrifa aðeins um mig og mína hunda.Ég hef verið að temja svolítið í vetur og hefur gengið ágætlega, ég er með 1árs hund undan Spólu og Mack og verður hann góður frekar harður en fljótur að hlýða.Svo eru 2 2ára bræður undan Mack og tík frá Varsa annar er mjög fínn og ætla ég að eiga hann, en er að selja hinn hann er ágætur að hjálpa manni en engin rðskleiki í honum, og fínn fyrir óvana.Ég er líka með tík fyrir vinkonu mína lítil brún findin tík sem hleypur eins og andskotin en gengur ágætlega að temja hana. Ég veit nú ekki alveg um ættir en er að grúska í því.Spóla eignaðist 4 hvolpa í haust og áttu þeir að verða undan Mack en Spóla var ekkert hrifin af honum, þessi frekja var bara grimm við hann, eins og hann er nú mikil ljúflingur, en hann fékk að prófa einu sinni en sama dag braust  Spóla út og fór undir son hans, svo að ég þurfti að senda dna og .þeir eru allir undan ungahundinum frekar spælandi en svona gengur þetta. Þessir hvolpar eru mjög fjörugir og skemmtilegir,svo að maður sér bara til.Ég fer til Skotlands í sumar í 12 daga á námskeið hjá Juli Hill en hún er víst mjög fær að temja þetta verður mjög spennandi og gaman. JæJa það væri nú gaman  að fá einhverjar fréttir, frá ykkur, hvað eru tld komnir margir hvolpar undan sparihundinum hans Gunna og hvað eru margar tíkur að fara að gjóta,og eru tamningar í gangi. Kveðjur Billa
  • 1
Flettingar í dag: 365
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 227
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 304026
Samtals gestir: 42675
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:19:23