02.02.2012 12:52

Fréttir

Sælir smalahundafélagar. Þessi síða er nú frekar daufleg, en það er ekki alltaf hægt að bíða eftir að aðrir skrifi. Ég ætla að skrifa aðeins um mig og mína hunda.Ég hef verið að temja svolítið í vetur og hefur gengið ágætlega, ég er með 1árs hund undan Spólu og Mack og verður hann góður frekar harður en fljótur að hlýða.Svo eru 2 2ára bræður undan Mack og tík frá Varsa annar er mjög fínn og ætla ég að eiga hann, en er að selja hinn hann er ágætur að hjálpa manni en engin rðskleiki í honum, og fínn fyrir óvana.Ég er líka með tík fyrir vinkonu mína lítil brún findin tík sem hleypur eins og andskotin en gengur ágætlega að temja hana. Ég veit nú ekki alveg um ættir en er að grúska í því.Spóla eignaðist 4 hvolpa í haust og áttu þeir að verða undan Mack en Spóla var ekkert hrifin af honum, þessi frekja var bara grimm við hann, eins og hann er nú mikil ljúflingur, en hann fékk að prófa einu sinni en sama dag braust  Spóla út og fór undir son hans, svo að ég þurfti að senda dna og .þeir eru allir undan ungahundinum frekar spælandi en svona gengur þetta. Þessir hvolpar eru mjög fjörugir og skemmtilegir,svo að maður sér bara til.Ég fer til Skotlands í sumar í 12 daga á námskeið hjá Juli Hill en hún er víst mjög fær að temja þetta verður mjög spennandi og gaman. JæJa það væri nú gaman  að fá einhverjar fréttir, frá ykkur, hvað eru tld komnir margir hvolpar undan sparihundinum hans Gunna og hvað eru margar tíkur að fara að gjóta,og eru tamningar í gangi. Kveðjur Billa
Flettingar í dag: 83
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 180
Gestir í gær: 66
Samtals flettingar: 171936
Samtals gestir: 26807
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 12:12:36