Færslur: 2011 Ágúst
28.08.2011 20:48
Landskeppni 2011
Landskeppni Smalahundafélagsins var haldin á Eyrarlandi í Fljótsdal dagana 27. og 28. ágúst 2011.
Mótið var haldið á vegum Austurlandsdeildar Smalahundafélagsins og var öllum opið . Keppnin fór vel fram í fínu veðri og aðstæður mjög góðar.
Dómari var Martin Calvin Jones frá Wales og nutu hundeigendur leiðsagnar hans varðandi hunda sína og einnig svaraði hann fyrirspurnum.
Verlaun voru gefin af fyrirtækinu Líflandi: gjafabréf, fóður og fleira.
Samanlögð stig tveggja rennsla giltu til úrslita.
Keppnin fór þannig:
Unghundar:
1. Svanur Guðmundsson og Tinni frá Staðarhúsum með 127 stig [63 +64]
2. Aðalsteinn Aðalsteinsson og Kría frá Daðastöðum með 127 stig [61 + 66]
3. Sverrir Möller og Bjartur frá Ytra Lóni með 121 stig [64 + 57]
B-flokkur:
1. Valgeir Magnússon og Snót frá Grundarfirði með 63 stig [23 + 40]
2. Bjarki Benediktsson og Trúska frá Breiðavaði með 47 stig [47 + 0]
3. Jón Geir Ólafsson og Snúður frá Garðabæ með 26 stig [26 +0]
A-flokkur:
1. Gunnar Guðmundsson og Karven Taff með 167 stig [81 + 86]
2. Hilmar Sturluson og Dot frá Wales með 154 stig [70 + 84]
3. Elísabet Gunnarsdóttir og Skotta frá Daðastöðum með 146 stig [75 + 71]
Verðlaun fyrir besta hund keppninnar hlutu Gunnar Guðmundsson og Karven Taff.
Verðlaun fyrir bestu tík keppninnar hlutu Hilmar Sturluson og Dot frá Wales.
Með góðri kveðju úr Fljótsdalnum,
Þaulsetnir gestir sem gestgjafar á Eyrarlandi losna ekki við.
24.08.2011 23:10
tilkynningarskylda
það væri gott að vita það hversu margir reikna með því að koma í sameiginlegan kvöldverð á laugardagskvöld.
hafið samband sem fyrst í 8621835
kv Varsi
19.08.2011 16:56
LÍFLAND
Jæja þá er komið á hreint hvað við fáum frá því frá því frábæra fyrirtæki og styrktaraðila til margra ára LÍFLANDI og sem fyrr eru verðlaunin ekki af verri endanum
Í hverjum flokki hljóða þau svo
1 sæti 15 kg Arion matar poki og 10,000 kr gjafabréf
2 sæti 15 kg Arion matar poki 5000 kr gjafabréf
3 sæti 15 kg Arion matar poki og 5000 kr gjafabréf
svo enn og aftur þökkum við LÍFLANDI frábærann stuðning
11.08.2011 21:38
Varðandi Landskeppni
Skulu þeir taldir hér upp og handhafar þeirra vinsamlega sjá til þess að gleyma þeim ekki heima er þeir koma að verja titilinn og jú endilega að vera búin að láta grafa í þá ártal smala og hund.
1.Stigahæsta Tíkin veittur í A-flokki.
2.Fjárhundur ársins veittur stigahæsta hundi í A-flokki.
3.Tígulsbikarinn veittur stigahæsta hund eða tík í A-flokki
4.Stigahæsti unghundurinn veittur í unghundaflokki.(hundur eða tík)
5.Stigahæsti hundur í B-flokki veittur í B-flokki.(hundur eða tík)
Og endilega að vera búin að skrá fyrir miðvikudagskvöld fyrir keppni svo að hundarnir verði í mótskránni og mótshaldarar þurfi ekki að vera að vinna þetti í stressi.
Sjáumst svo kát.

11.08.2011 09:17
Landskeppni
02.08.2011 22:52
Aðalfundarboð Landskeppni
Aðalfundarboð.
Aðalfundur Smalahundafélags Íslands verður haldinn föstudaginn 26.ágúst 2011 kl.20 að Eyrarlandi Fljótsdal.
Venjuleg aðalfundarstörf. Mætið vel og stundvíslega.
Stjórnin.
Landskeppni.
Smalahundafélag Íslands heldur landskeppni að Eyrarlandi Fljótsdal 27. og 28. ágúst 2011. Keppt verður í flokki unghunda, B fl. og A fl.
Dómari verður Martin Calvin Jones frá Wales.
Keppni hefst á laugardaginn 27. ágúst kl. 10.
Hægt verður að fá gistingu í Végarði og þar er einnig tjaldstæði. Sameiginleg grillmáltíð verður á laugardagskvöldið eftir keppni.
Félagsmenn, eigum góða helgi saman og mætum hress og kát. Hægt er að skrá sig til keppni í síma 4771447, 4711835 og 4756757.
Stjórnin.
- 1