28.08.2011 20:48

Landskeppni 2011

Landskeppni Smalahundafélagsins var haldin á Eyrarlandi í Fljótsdal dagana 27. og 28. ágúst 2011.

Mótið var haldið á vegum Austurlandsdeildar Smalahundafélagsins og var öllum opið .  Keppnin fór vel fram í fínu veðri og aðstæður mjög góðar.   

Dómari var Martin Calvin Jones frá Wales og nutu hundeigendur leiðsagnar hans varðandi hunda sína og einnig svaraði hann fyrirspurnum.
Verlaun voru gefin af fyrirtækinu Líflandi:  gjafabréf, fóður og fleira.

Samanlögð stig tveggja rennsla giltu til úrslita.

Keppnin fór þannig:

Unghundar:
1.       Svanur Guðmundsson og Tinni frá Staðarhúsum með 127  stig [63 +64]
2.       Aðalsteinn Aðalsteinsson og Kría frá Daðastöðum með 127 stig  [61 + 66]
3.       Sverrir Möller og Bjartur frá Ytra Lóni með 121 stig [64 + 57]

F.v. Sverrir, Svanur og Aðalsteinn

B-flokkur:
1.       Valgeir Magnússon og Snót frá Grundarfirði með 63 stig  [23 + 40]
2.       Bjarki Benediktsson og Trúska frá Breiðavaði með 47 stig [47 + 0]
3.       Jón Geir Ólafsson og Snúður frá Garðabæ með 26 stig  [26 +0]

F.v. Valgeir, Bjarki og Jón Geir

A-flokkur:
1.       Gunnar Guðmundsson og Karven Taff með 167 stig  [81 + 86]
2.       Hilmar Sturluson og Dot frá Wales með 154 stig  [70 + 84]
3.       Elísabet Gunnarsdóttir og Skotta frá Daðastöðum með 146 stig  [75 + 71]

F.v. Gunnar, Hilmar og Elísabet

Verðlaun fyrir besta hund keppninnar hlutu Gunnar Guðmundsson og Karven Taff.
Verðlaun fyrir bestu tík keppninnar hlutu Hilmar Sturluson og Dot frá Wales.

Með góðri kveðju úr Fljótsdalnum, 

Þaulsetnir gestir sem gestgjafar á Eyrarlandi losna ekki við.


Flettingar í dag: 112
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 180
Gestir í gær: 66
Samtals flettingar: 171965
Samtals gestir: 26821
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 17:24:12