Færslur: 2010 Nóvember

29.11.2010 22:04

Komin hvolpur


Jæja ég varð ekkert smá ánægð Spóla er búin að eignast hvolpinn og það gekk bara vel, ég þurfti aðeins að toga í hann, þetta er flottur þrílitur hundur og verður örugglega ofurhundur.............................  en sem sagt allt gekk vel og ég er alveg sátt.

25.11.2010 20:07

Spóla


 í dag fór ég með Spólu til dýralæknis og lét rönkenmynda hana til vita hvað kæmu
margir hvolpar, og takið eftir það er bara 1. ég trúði ekki mínum eigin augum, og dýralæknirinn
var líka dálitið hissa,Yfir leitt meiga tíkur ekki líta á hund, þegar þær eru í látum þá verður allt fullt af
hvolpum er svo fæ ég bara eitt stikki sem er ekki komið lifandi enþá en hann er orðin dálitið stór
og vona ég bara að tíkin geti fætt hann, ég er bara að hugsa um Spólu að hún komist vel frá þessu.
Veit einhver um tík sem hefur átt 1 hvolp og hvernig henni gekk að eignast hann'?
Og er einhver með tík með marga hvolpa og vantar fósturmömmu ef allt gengur vel þá væri
ekki verra að hafa Spólu með 2 fósturbörn, eða ef hvolpurinn drepst þá verður greyið voða aum, en
þetta kemur allt í ljós á nærstu dögum ég verð orðin að taugahrúu. En maður verður að vona það
besta Kveðja Billa.

20.11.2010 18:07

Eftirhreytur


 Það er búið að vera svolítið um það að það sé að koma einn og einn lambhrútur að inní
Mjóafjarðarbotni, en svo fékk ég hálfgert áfall í gær þegar það sást einn stutt frá mínum kindum.
það var rokið af stað eftir smá tíma en þá var vinurinn horfin, og komið myrkur. Við rukum síðan af
stað í byrtingu og fundum kasanova. Þá var hann líka búin að finna eina kind frá mér sem féll fyrir honum svo að ég fæ lömb í apríl.Við reyndum strax að ná honum en hann rauk niðrí bakka og Spóla hafði ekkert í hann. Þetta endaði með sigbúnaði og Einar og Ingó komu lykkju um hálsinn á
honum og við drösluðum honum uppá bakka og inní kerru, svo að það verður ekkert meira húllum
hæ hjá djöfsa. Bæ Billa. emoticon

14.11.2010 23:16

Ótitlað

Laugardaginn 6. Nóv var haldin keppni á Ytra-Lóni á Langanesi. Mótshaldari var Sverrir Möller og naut hann stuðnings fjölskyldu sinnar og nágranna við undirbúnig og framkvæmd mótsins. Mótið var haldið á vegum Austurlandsdeildar Smalahundafélagsins og var öllum opið. Góð þátttaka var í mótinu og urðu úrslit sem hér segir:
Unghundar:
1. Snúlla frá Snartarstöðum 51 stig
smali: Helgi Árnason Snartarstöðum
2. Gutti frá Snartarstöðum 25 stig
smali: Úlfhildur Helgadóttir Snartarstöðum
3. Ben frá Daðastöðum 14 stig
smali: Eggert Stefánsson Laxárdal
4. Panda frá Daðastöðum 10 stig
smali: Elísabet Gunnarsdóttir Daðastöðum
5. Gáski frá Ytra-Lóni 4 stig
smali: Krzysztof Krawczyk Miðfjarðarnesi
Snúlla og Helgi voru í nokkrum sérflokki í þessum flokki , þar sem að þau kláruðu næstum því brautina. Þau töpuðu að vísu 18 stigum að 20 mögulegum í úthlaupinu, en í öðrum liðum gekk þeim prýðilega og í rekstri töpuðu þau einungis 5 af 30 mögulegum. Þeim tókst hins vegar ekki að koma kindunum í réttina. Gutti og Úlfhildur gerðu þetta á annan hátt, þau töpuðu einungis 3 stigum í úthlaupinu og 2 fyrir það að koma kindunum af stað, en fengu svo ekki stig fyrir fleiri atriði í brautinni. Aðrir keppendur í þessum flokki voru einnig með mjög efnilega hunda, og sýndu ágæta takta þó stigagjöfin gefi kannski tilefni til þess að fólk haldi annað. En flestir keppendur í þessum flokki lentu í vandræðum vegna þess að úthlaupið var ekki nægilega gott, og því áttu hundarnir erfitt með að ná valdi á kindunum eftir það. En þarna voru fínir hundar að stíga sín fyrstu skref með eigendum sínum í svona keppni og það var ánægjulegt að sjá. Mikilvægast af öllu er, að fólk taki þátt í þessu með okkur og einnig er áhugavert fyrir áhorfendur að sjá unga hunda vinna í kindum þrátt fyrir að eitthvað vanti upp á tamninguna.
B-flokkur
1. Skotta frá Daðastöðum 60 stig
smali: Elísabet Gunnarsdóttir Daðastöðum
2. Lappi frá Hriflu 34 stig
smali: Eggert Stefánsson Laxárdal
3. Gáta frá Brekku 20 stig
smali: Bogi Ingimundarson Brekku
Skotta og Lísa gerðu vel eins og þeirra er von og vísa, og töpuðu einungis 3 stigum í úthlaupinu. Í öðrum þáttum töpuðu þær lítið eitt fleiri stigum, en flestum stigum töpuðu þær í rekstrinum, eða 15 af 30 mögulegum. Lappi og Eggert töpuðu einungis tveimur stigum í úthlaupinu og 5 fyrir að koma kindunum af stað, þeir töpuðu hins vegar 12 fyrir að koma með kindurnar af 20 mögulegum, og 17 af 30 í rekstri. Þeir fengu svo ekki stig fyrir tvo síðustu þætti brautarinnar. Gáta og Bogi töpuðu 4 stigum í úthlaupi, 6 fyrir að koma kindunum af stað og 17 fyrir að koma með. Eitthvað líkaði Boga ekki krafturinn í tíkinni og hætti þegar hingað var komið.
A-flokkur
1. Prins frá Daðastöðum 86 stig
smali: Sverrir Möller Ytra-Lóni
2. Lýsa frá Hafnarfirði 83 stig
smali: Þorvarður Ingimarsson Eyrarlandi
3. Mac frá Aeyl a Bryn 77 stig
smali: Þorvarður Ingimarsson Eyrarlandi
4. Dot frá Wales 74 stig
smali: Hilmar Sturluson Móskógum
5. Dreki frá Brekku 61 stig
smali: Elísabet Gunnarsdóttir
6. Spóla frá Daðastöðum 51 stig
smali: Marsibil Erlendsdóttir Dalatanga
Þarna sýndu þeir Prins og Sverrir úr hverju þeir eru gerðir og fóru í gegn um brautina með glæsibrag. Þeir töpuðu þremur stigum í úthlaupi, fengu fullt hús fyrir að koma kindunum af stað en töpuðu þremur stigum fyrir að koma með kindurnar, töpuðu 8 stigum í rekstri, en fengu fullt hús fyrir skiptinguna og réttina og unnu verðskuldað. Lýsa og Varsi töpuðu þremur stigum í úthlaupinu, fengu fullt hús fyrir að koma kindunum af stað en töpuðu 5 stigum fyrir að koma með kindurnar og einnig í rekstrinum. Þau fengu fullt hús fyrir að skipta kindunum en töpuðu fjórum stigum við réttina. Mac og Varsi byrjuðu vel og töpuðu aðeins einu stigi í úthlaupinu, fengu fullt hús fyrir að koma kindunum af stað og töpuðu einu stigi fyrir að koma með kindurnar. Þeir misstu bæði hliðin í rekstrinum og töpuðu þar 16 stigum, fengu fullt hús fyrir að skipta og töpuðu svo 5 stigum við réttina. Dot og Hilmar voru komin um langan veg ásamt klappliði. Ekki dugði það samt til sigurs í þetta sinn, og við skrifum það á klappliðið. Þau töpuðu samt ekki nema þremur stigum í úthlaupinu, en 6 stigum fyir að koma kindunum af stað og 9 fyrir að koma með kindurnar. Þarna töpuðust mörg dýrmæt stig þegar kindurnar fóru mikið úr línu og fóru framhjá fyrsta hliði. Þau töpuðu svo einungis 5 stigum í rekstri, fengu fullt hús fyrir skiptinguna og töpuðu þremur við réttina. Dreki og Lísa áttu góða kafla en áttu í erfiðleikum með sumt. Þau töpuðu 10 stigum í úthlaupinu, 5 fyrir að koma kindunum af stað og 6 stigum fyrir að koma með kindurnar. Rerksturinn gekk ágætlega og þar töpuðust bara 7 stig. Þau töpuðu svo 5 stigum í skiptingunni og 6 fyrir réttina og þegar upp var staðið var búið að reita af þeim 39 stig. Þetta var ekki dagurinn þeirra Spólu og Billu. Úthlaupið gekk samt þokkalega og töpuðu þær bara 4 stigum þar, þær töpuðu svo 6 stigum fyrir að koma kindunum af stað, misstu fyrsta hlið og töpuðu 8 stigum þar. Reksturinn gekk ekki vel og töpuðust þar 25 stig, þær töpuðu fjórum stigum í skiptingunni, en enduðu svo vel, með fullt hús fyrir réttina.
Það er rétt að vekja athygli á, að þarna voru þrír keppendur að taka þátt í sinni fyrstu keppni, þau Úlfhildur Helgadóttir, Eggert Stefánsson og Krzysztof Krawczyk, vil ég bjóða þau velkomin í okkar hóp og vonast til þess að sjá þau sem oftast í framtíðinni.
Dómari í keppninni var Gunnar Einarsson Daðastöðum.
Ég vil nota tækifærið og óska Sverri og fjölskyldu til hamingju með keppnina sem tókst í alla staði vel. Verðlaunaafhendingin fór svo fram á Ytra-Lóni þar sem gestir nutu frábærra kræsinga í hóteli þeirra hjóna. Þó ég þekki ekki hversu duglegur Sverrir er við baksturinn, þá reikna ég með að Mirjam hafi átt þar stærstan hlut að máli.
Fh. Austurlandsdeildar


  • 1
Flettingar í dag: 365
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 227
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 304026
Samtals gestir: 42675
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:19:23