Færslur: 2010 Febrúar
24.02.2010 21:25
Smalahundanámskeið Árnessýslu feb 2010
Einar,Halldór,Bjarni,Reynir,Gunni,Varsi,Steini og Alli
Smalahundanámskeið
Þann 20. og 21. febrúar hélt Smalahundadeild Árnessýslu smalahundanámskeið í Háholti Gnúpvrjahreppi. Mikill áhugi var fyrir námskeiðinu og komust færri að en vildu. 10 hundar voru á námskeiðinu og sýndu þeir allir fína takta að mati kennarans sem var Þorvarður Ingimarsson og kunnum við honum bestu þakkir fyrir að koma til okkar og leiðbeina okkur.
Stjórn Smalahundadeildar Árnessýslu.
PS
Námskeiðinu var skift fyrir og eftir hádegi og er þetta hópurinn eftir hádegi.
Eins og sjá má voru gemsarnir ansi vel tamdir og vildu vera með á myndinni.
22.02.2010 22:11
Smalanámskeið Háholti
Kv. Raggi.
15.02.2010 01:18
Smalahundanámskeið
Ágætu félagar
Smalahundadeild Árnessýslu stendur fyrir námskeiði fyrir félagsmenn helgina 20-21 febrúar n.k
kennari er Þorvarður Ingimarsson Eyrarlandi. Námskeiðið verður haldið að Háholti og er þáttökugjaldið
krónur 15.000 á mann.
Ef félagsmenn ná ekki að fylla á námskeiðið verður opið fyrir þáttöku annarra.
Skráningar þurfa að berast í síðasta lagi miðvikudagskvöld 17 febrúar til Reynis Jónssonar Hurðarbaki
í síma 8980929.
Kveðja stjórn Smalahundardeildar Árnessýslu
04.02.2010 22:02
Aðalfundur Smalahundadeildar Árnessýslu
Aðalfundur Smalahundadeildar Árnessýslu haldinn á Hestakránni Húsatóftum 28. Janúar 2010.
Á fundinn mættu 18. Manns.
-
Formaður félagsins Bjarni Másson setti fundinn. Stakk upp á Ingvari Hjálmarssyni fundarstjóra og Þuríði Einarsdóttir fundarritara og var það samþykkt.
-
Drífa Gestsdóttir hundaþjálfari kynnti starf sitt, námskeið og kennsluaðferðir og svaraði spurningum.
-
Kaffihlé.
-
Þuríður las fundargerð Stofnfundar og var hún samþykkt.
-
Bjarni las skýrslu formanns og var hún samþykkt.
-
Reynir las upp og útskýrði reikninga félagsins og voru þeir samþ.samhljóða.
-
Inntaka nýrra félaga.
Í félagið gengu fjórir menn:
Þorgeir Pálsson
Guðjón B. Þórisson
Þorsteinn Logi Einarsson
Hallgrímur Birkisson
-
Kosningar.
Þuríður Einarsdóttir ritari og Hilmar Sturluson varamaður í stjórn gáfu kost á sér áfram og voru endurkjörin með lófaklappi.
-
Önnur mál.
Borin fram tillaga frá stjórn:
Við í stjórn Smalahundadeildar ætlum að bera upp þá tillögu að félagsgjaldið fyrir árið 2010 verði 4.000. kr.
2.000. kr. af því fara í Smalahundafélag Íslands.
Samþ. Samhljóða.
Reynir kynnti fyrir fundarmönnum möguleika á því að fá Þorvarð á Eyrarlandi til að halda námskeið f/ fjárhunda í febrúar. Var ákveðið að hann vinni áfram að því.
Guðrún á Bjarnastöðum lýsti ánægju sinni með samæfingarnar sem haldnar voru síðastliðið sumar. Voru fundarmenn sammála um að nauðsynlegt er að halda þeim áfram næsta sumar.
Bjarni sagði frá því að síðastliðið haust tók hópur manna að sér að smala Skógræktina í Þjórsárdal. Hann kastaði fram þeirri hugmynd að þetta gæti orðið fjáröflun fyrir félagið.
Fleira ekki gert og fundi slitið
Þuríður Einarsdóttir
04.02.2010 20:24
Hvolpahittingur í máli og myndum.
Það mættu 10 tilvonandi smaladýr í höllina, á aldrinum tæplega 4 mán til 1 1/2 árs.
Byrjað var á að kanna hversu vel hafði verið staðið að uppeldinu á þessum væntanlegu smalamaskínum, hvort þeir teymdust vel, gengju við hæl, leggðust , biðu samkv. skipun og.sv.frv.
Þetta leit bara vel út og greinilega liðin tíð að menn láti hvolpana ala sig upp sjálfa þar til kemur að fyrstu smalamennskunni.
Þegar hvolpar á þessum aldri mæta á svona samkomu skiptast þeir gjarnan í 3 flokka eftir að rolluprufunni lýkur.
Einhverjir eru ekki komnir með neinn áhuga á kindum enn, sem á oftast eftir að breytast þó alltaf finnist dæmi um ágætlega ættaða hvolpa sem fá aldrei rétta vinnuáhugann.
Sumir eru síðan orðnir býsna borubrattir en þeir eru ekki í vinnuhugleiðingum, heldur að leika sér að verkefninu og þurfa gjarnan að bíða eitthvað eftir að borgi sig að setja þá í kindavinnunámið.
Þriðji hópurinn er síðan orðinn klár í námið, kominn með rétta vinnuáhugann sem á þó stundum eftir aukast áður en lýkur.
Þessi litla tík sem var yngst í hópnum, ekki orðin 4 mán, kom skemmtilega á óvart.
Aldrei séð kindur áður en snögg að átta sig á að þessi fyrirbrigði væri rétt að stoppa af.
Fallegur sveigur fram fyrir þær og svo var stoppað. Þetta endurtók hún, svo ekki fór á milli mála að það leynast einhver nothæf gen í henni. Kannski vegna þess að hún á langömmu í Dalsmynni sem heitir Skessa.
Terrý frá Hrossholti kom vestan úr Reykhólasveit í djammið á Nesinu. Hún lenti í miklum ævintýrum fyrr um daginn en slapp ekki við reiðhallartímann að þeim loknum. Hún er árinu eldri en frænka hennar hér fyrir ofan og lumar vonandi á nokkrum ömmugenum.
Hér gera Hraunholtabóndinn og Moli frá Tálknafirði leikhlé og ræða stöðuna.
Katla og Elísa koma sér í mjúkinn hjá Alexander með því að hæla hvolpinum hans á hvert reipi.
Já það er alltaf jafnskemmtilegt að spá og spekúlera í fjárhundsefnunum.
Tillögunni sem stungið var að mér um daginn, um að boðið verði uppá námskeið 1 sinni til 2 í mán. sem síðan myndi ljúka með hundakeppni í fyllingu tímans, er hér með komið áfram til stjórnar smalahundadeildar Snæfellinga.
Þar er full af eldklárum náungum sem gætu skipst á um að leiða hóp í gegnum svona ferli.
Það vantar allstaðar góða smalahunda í dag.
- 1