05.04.2024 22:39

Stjórnarfundur 2. apríl 2024

Stjórnarfundur SFÍ

Fundargerð

 

Fundur stjórnar Smalahundafélags Íslands 2.apríl 2024 kl 20.30. Á fundinum eru Ingveldur Ása Konráðsdóttir, Jens Þór Sigurðarson og Hrafnhildur Tíbrá Halldórsdóttir.

Nokkur mál voru á dagskrá og hafa sum hver verið í umræðu stjórnar frá síðasta aðalfundi.

  1. Merki (lógó) Smalahundafélags Íslands
  2. Dómari á Landskeppni
  3. Heimasíða SFÍ
  4. Reiðhallastyrkur
  5. Snati ættbókarforrit
  6. Fjárhundanámskeið vetur 2024

 

  1. Stjórn Sfí fékk grafískan hönnuð í lið með sér til að útfæra hugmyndir af merki/lógói félagsins. Tvær útfærslur eru komnar og hefur stjórn ákveðið að kosið verði á aðalfundi um hvort merkið/lógóið skuli notað. Þau verða kynnt á fésbókarsíðu smalahundafélagsins fyrir aðalfund þar sem félagsmenn geta skoðað og gert upp hug sinn.
  2. ISDS hefur samþykkt að hjálpa til við að finna dómara til að dæma Landskeppni 2024 sem gæti þá einnig mögulega haldið námskeið eftir keppnina. Ekki hefur enn borist svar frá þeim hver sá dómari verður.
  3. Heimasíða smalahundafélagsins (www.smalahundur.123.is) er farin að virka og hefur stjórn því ákveðið að búa ekki til nýja síðu. Stjórnin hefur nú þegar hafist handa við að setja aftur inn efni sem ekki var lengur aðgengilegt. Því miður hafa m.a. skjöl yfir fundargerðir og úrslit keppna glatast en reynt verður eftir fremsta megni að afla afrita og setja inn á ný.
  4. Engin umsókn hefur enn borist til Sfí varðandi reiðhallastyrk en umsóknarfrestur er til 1.maí. Ákveðið að minna á styrkinn á fb síðu félagsins.
  5. Umræður voru um skráningar í Snata ættbókarforrit. Er það samróma álit stjórnar að hvetja þurfi með einhverjum ráðum til meiri skráninga í Snata. Töluverð gróska er í ræktun border collie fjárhunda á Íslandi þessi misserin, margir hundar hafa verið fluttir inn og mikilvægt að halda vinnulínum í sér gagnagrunni.
  6. Rætt var aðeins um námskeiðin sem haldin voru í febrúar á Mið-Fossum með Jo Agnar og á Hellu með Linn Kristin. Mikið gleðiefni hve mikill áhugi er á að komast á námskeið með erlendum leiðbeinendum og ekki annað að heyra en ánægja hafi verið meðal þeirra sem sóttu námskeiðin.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl 22.00.

Flettingar í dag: 51
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 237
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 173982
Samtals gestir: 27069
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 11:23:00