25.11.2013 01:57

Norðurlandamót unghunda í Svíþjóð

Kæru félagar og annað áhugafólk um smalahunda.  Eins og sum ykkar vita, ‏‏‏‏þá flutti ég til Kaupmannahafnar um miðjan september til að vinna hjá ráðgjafafyrirtæki.  Á föstudaginn leigði ég mér bíl og ók til Trelleborg í suður Svíþjóð til að fylgjast með norðurlandamóti í flokki unghunda sem haldið var núna um helgina.  Ég tók að mér ritarastörf á mótinu og skráði dóma fyrir 59 af 78 rennslum á mótinu.

Dómari keppninnar er nokkrum okkar ágætlega kunnugur, en hann var James McGee frá Írlandi.  Hann leiðbeindi á námskeiði sem haldið var hjá Gísla í Mýrdal í ágúst 2012 og dæmdi í framhaldi Landskeppnina það ár.  James hefur verið duglegur að halda námskeið, dæma, ‏‏þjálfa, og keppa síðan hann var hjá okkur í fyrra.  Hann er t.d. nýlega kominn úr tveggja vikna ferð til Ástralíu.  Svo er hann byrjaður að keppa með sjö og hálfsmánaðar gömlum syni Beccu, Silver, en James og Becca eru núverandi heimsmeistarar í smalahundakeppni.

Það er gaman að geta sagt frá ‏‏því að James og Silver lentu nýlega í fjórða sæti í unghundakeppni á Írlandi með 90 stig!  Aðspurður taldi James að Silver væri kominn álíka langt og móðir hans var komin þegar hún var rúmlega ársgömul.  Það verður fróðlegt að fylgjast með þeim í framtíðinni.

Fyrir ykkur sem hafið áhuga, ‏‏þá hef ég tekið saman samantekt um keppnina og er hún aðgengileg hér og undir flipanum Greinaskrif um ýmis málefni.

Bestu kveðjur,

Jón Axel

Flettingar í dag: 116
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 140
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 165585
Samtals gestir: 26248
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 13:37:16