Færslur: 2024 Júní

17.06.2024 12:53

Smalahundakennaranám í Noregi

Smalahundakennaranám í Noregi.

Jo Agnar Hansen Norskur kennari hélt námskeið í vetur á Miðfossum og á því námskeiði ræddi hann við Rune Brumoen um smalahundakennaranámi sem NSG (Norsk saw og geit) er með.

Jo Agnar bauð fram aðstoð NSG til að mennta Íslenska smalahundakennara og hefur stjórn SFÍ ásamt Rune setið einn fund með Karianne Kjelstrup (ráðgjafi smalahunda hjá NSG) og Arvid Ardal (kennari) þar sem farið var yfir hvernig þetta samstarf gæti orðið.

Stjórnin er spennt fyrir þessu tilraunaverkefni og samstarfi við Noreg. Frábært að geta menntað Íslenska kennara. Hún ætlar að leggja fram tillögu á aðalfundi um þetta tilraunaverkefni og samstarfi ásamt þeirri hugmynd að SFÍ styrki félagsmenn til náms. En af sjálfsögðu verður ekki af þessu nema ef fundurinn samþykki.

Helstu punktar frá Noregi eru:

*Ýmsar kröfur eru til að fólk geti farið í þetta nám og stendur þar hæðst dýravelferð og með mikla reynslu af smalahundaþjálfun.

*Ýmsar kröfur eru eftir að fólk hefur lokið námi.

*Námsefnið verður á ensku.

*10 daga nám sem fer fram í Noregi, hugmynd að dagsetningu er í kringum mánaðarmótin nóv/des 2024 ef allt gengur eftir og ef áhugi er hjá félagsmönnum.

Stjórnin er núna að vinna undirbúningsvinnu til að geta kynnt þetta tilraunaverkefni enn betur og svarað flestum þeim spurningum sem upp geta komið á aðalfundi.

  • 1
Flettingar í dag: 486
Gestir í dag: 61
Flettingar í gær: 227
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 304147
Samtals gestir: 42706
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:40:34