Færslur: 2024 Febrúar

06.02.2024 22:30

Fræðslufundur Austurlandsdeildar smalahundafélags Íslands

Þann 1.febrúar stóðu Rune Brumoen og Þorvarður Ingimarsson fyrir fræðslukvöldi á vegum Austurlandsdeildar smalahundafélags Íslands.

Aukinn áhugi fólks á að koma sér upp nothæfum fjárhundi hefur aukist mikið á austurlandi síðustu tvö ár og mættu alls 28 manns.

Rune fór yfir eðli border collie hunda og hvernig best væri að standa að byrjun þjálfunar og hvernig hægt væri að byggja ofan á það með tímanum. Einnig tók hann fram að þrjú meginatriði þyrfti til að byrja að þjálfa hund. Nauðsynlegt er að hafa nokkrar kindur, svæði til að þjálfa á og ekki síst að taka sér tíma til að þjálfa. Þorvarður fór síðan yfir félagskerfið og hlutverk þess þ.e. ISDS, SFÍ, Snata og deildir undir SFÍ. Á meðan á erindunum stóð gafst gestum kostur á að spyrja framsögumenn. Út frá því spunnust umræður sem voru ekki síður gagnlegar og skemmtilegar. Það er ánægjulegt að segja frá því að töluverð fjölgun varð í félaginu og Austurlandsdeild þetta kvöld.

Í framhaldi af þessum fræðslufundi verður boðið upp á verklega tíma fyrir áhugasama á svæðinu, nokkra laugardaga í vetur sem verður með svipuðu sniði og í fyrra.

 
  • 1
Flettingar í dag: 365
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 227
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 304026
Samtals gestir: 42675
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:19:23