Færslur: 2016 Júní

28.06.2016 08:47

Landsmót, námskeið og vinnupróf

Búið er að festa dómara fyrir LANDSMÓT Smalahundafélags Íslands. Sá heitir Bevis Jordan, starfandi bóndi og reynslubolti þegar kemur að Border collie fjárhundum.
Dagana fyrir mótið mun hann bjóða upp á leiðsögn. Útfærslan á því er í höndum Smalahundafélags Snæfellsness og Hnappadals sem er mun væntanlega auglýsa NÁMSKEIÐ þegar nær dregur.
Einnig mun Bevis vera fulltrúi ISDS (International Sheepdog Society) í vinnuprófum sem SFÍ fyrirhugar að bjóða upp á samhliða mótinu. Þeir sem hafa áhuga á að koma með hunda í VINNUPRÓF til að fá þá metna inn í ættbókargrunn ISDS eru beðnir um að hafa samband við Lísu (s. 863 1679) í síðasta lagi 15. júlí 2016.
Það er rétt að minna á að þeir sem ætla í vinnupróf þurfa að fara með þá hunda sem eiga að þreyta prófið í DNA próf fyrir augnsjúkdómnum CEA og getur tekið allt að 6 vikur að fá niðurstöður (tekur þó yfirleitt um 4 vikur). Það er gert með blóðsýni sem dýralæknir tekur og sendir síðan blóðsýnið í greiningu.
Allir þeir sem eru að rækta hunda óháð því hvort þeir eru að fara í vinnupróf eru hvattir til að fara með hundana sína í svona DNA próf til að koma í veg fyrir að hundar sem bera þennan sjúkdóm séu paraðir saman.

28.06.2016 08:44

Landsmót SFÍ 2016

Já, nú liggur fyrir að stefnt er ákveðið að Landskeppni 2016 síðustu helginga í ágúst (27/28). Hún verður haldin í Dölum (suðurdölum). Þarna er nálægt lítið félagsheimili Árblik þar sem boðið er uppá svefpokagistingu. Það verður tekið frá þessa helgi. Fyrir þá sem vilja eru síðan sumarbústaðir í útleigu á svæðinu sem er öruggast að festa sem fyrst.
(Tekið af facebook síðu SFÍ - skrifað af Svani 5. maí)

28.06.2016 08:37

World Sheep Dog Trials

Heimsmeistarakeppni BC smalahunda (World Sheep Dog Trials) verður haldin í Hollandi 13. til 16. Júlí 2017. Við höfum fengið upplýsingar frá ISDS um að þar mun Smalahundafélag Íslands hafa rétt til að senda tvo keppendur. Gert er ráð fyrir að þátttökuréttur ráðist af árangri í opnum flokki í keppni árið 2016. Upplýsingar um heimsmeistarakeppnina má finna hér: http://www.worldsheepdogtrials.org
(Tekið af facebook síðu SFÍ - færsla frá 3.apríl 2016)
  • 1
Flettingar í dag: 114
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 710
Gestir í gær: 145
Samtals flettingar: 375081
Samtals gestir: 49879
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 08:31:01