Færslur: 2014 Nóvember
10.11.2014 18:19
Nýtt efni á heimasíðunni
02.11.2014 22:43
Landsmót SFÍ 2014
Landsmót SFÍ fór fram á Vorboðavelli við Blönduós þann 1. nóvember. Til leiks voru skráðir 19 hundar. Þar af 6 í unghundaflokki, 3 í B-flokki og 10 í A-flokki. Verðurfræðingar voru búnir að stunda dálítinn hræðsluáróður fyrir mót, en það kom ekki í veg fyrir að smalar mættu með hunda sína héðan og þaðan af landinu. Guðir veðursins voru ágætlega miskunnsamir á laugardaginn þó það deildist aðeins misjafnlega á keppendur. Á sunnudaginn sýndu þeir aftur á móti mótsgestum hver valdið hefur og blésu mótið af í bóksaflegri merkingu og úr varð eins dags mót. Allir hundar mótsins fengu eitt rennsli sem gilti til úrslita. Úrslit voru eftirfarandi:
A-flokkur (10 keppendur, stig af 100).
Elísabet Gunnarsdóttir og Skotta frá Daðastöðum, 86 stig.
Gunnar Guðmundsson og Karven Taff frá Wales, 71 stig.
Gunnar Guðmundsson og Ólína frá Hafnarfirði, 63 stig.
Svanur Guðmundsson og Korka frá Miðhrauni, 60 stig.
Elísabet Gunnarsdóttir og Panda frá Daðastöðum, 57 stig.
Hilmar Sturluson og Perla frá Móskógum, 38 stig.
Aðalsteinn Aðalsteinsson og Kría frá Daðastöðum, 37 stig.
Bjarki Benediktsson og Trúska frá Breiðavaði, 31 stig.
Sverrir Möller og Grímur frá Daðastöðum, 3 stig.
Jón Geir Ólafsson og Röskva frá Hæl, 31 stig - hætti keppni.
B-flokkur (3 keppendur, stig af 100)
Halldór Sigurkarlsson og Smali frá Miðhrauni, 85 stig.
Davíð Jónsson með Móru frá Kjarna, 39 stig.
Gunnar Guðmundsson og Loppa frá Kýrholti, 27 stig - hætti keppni.
Unghundar (6 keppendur, stig af 100).
Svanur Guðmundsson og Ronja frá Dalsmynni, 66 stig.
Sverrir Möller og Gutti frá Hafnarfirði, 59 stig.
Aðalsteinn Aðalsteinsson og Doppa frá Húsatóftum, 56 stig.
Sigurður Hannes Sigurðsson og Líf frá Eyrarlandi, 45 stig.
Aðalsteinn Aðalsteinnson og Frigg frá Kýrholti, 40 stig.
Davíð Jónsson og Emma frá Daðastöðum, 9 stig - hætti keppni.
Dómari mótsins var Mosse Magnusson og honum til aðstoðar kona hans Lotta.
Lífland styrkti félagið í formi veglegra vinninga sem gengu til efstu sætanna í hverjum flokki.
Snati Húnavatnssýslu, Smaladeild Skagafjarðar og Smalahundafélag Hörgársveitar og nágrennis höfðu samstarf um að halda mótið að þessu sinni. Bjarki á Breiðavaði lánaði kindur til mótsins og hafði dómarinn orð á að hann hafi verið ánægður með kindurnar. Þá opnaði Bjarki og fjölskylda heimili sitt fyrir dómarahjónin og keppendur af mikilli óeigingirni. Það er rétt að nota tækifærið og þakka framangreindum aðilum fyrir frábærar móttökur og gott utanumhald.
NOKKRAR MYNDIR: http://smalahundur.123.is/photoalbums/266621/ Ef einhverjir eiga myndir frá keppnisdeginum eru viðkomandi hvattir til að setja inn fleiri myndir.
- 1