Færslur: 2014 Október

21.10.2014 21:23

Dómaranámskeið

Dómaranámskeið

Dómaranámskeið verður haldið v/Blönduós föstudaginn þann 31. Október (nánari staðsetning auglýst síðar) í tengslum við landskeppnina frá kl.13-17.

Á námskeiðinu mun Mosse Magnusson fara ítarlega yfir keppnisreglur ISDS og fyrir hvað er dæmt í formi fyrirlesturs og sýnidæma á videó.

Nauðsynlegt fyrir alla sem vilja fá yfirsýn í störf dómarans jafnt keppendur sem og brekkudómara.

Skráning er hjá Bjarka í síma 8480038 í síðastalagi miðvikudagskvöldið 29. Október. Verð 6000 kr.


30.10.2014 VIÐBÓT VIÐ FRÉTT. EF EINHVER HEFUR EKKI FENGIÐ UPPLÝSINGAR UM ÞAÐ NÚ ÞEGAR ÞÁ TILKYNNIST ÞAÐ HÉR MEÐ AРNÁMSKEIÐIÐ VERÐUR HALDIÐ Á BREIÐAVAÐI.

21.10.2014 21:11

Landskeppni 2014

Landskeppni 2014

 

Landskeppni smalahundafélags Íslands verður haldin á Vorboðavelli við Blönduós helgina 1-2 nóvember.

Keppt verður í eftirtöldum greinum:

  • v A flokki, opinn flokkur og fyrir þá hunda sem hafa fengið 50 stig eða meira í B flokki.

  • v B flokkur,  fyrir hunda sem ekki hafa náð 50 stigum.

  • v Unghundaflokkur, fyrir hunda yngri en 3 ára.

Dómari verður Mosse Magnusson frá Skotlandi og honum til aðstoðar konan hans Lotta.

Keppnin hefst á unghundum laugardaginn kl. 10:00. Skráningar fara fram hjá Bjarka í síma: 8480038 og Aðalsteini í síma: 8653910 fyrir fimmtudaginn 30. október.

Mótsgestum er bent á gistimöguleika á Glaðheimum og Blöndubóli en bæði eru staðsett á Blönduósi.

       

Aðalfundur 2014

Aðalfundur smalahundafélags Íslands verður haldin á Breiðavaði  föstudagskvöldið 31.október kl. 20:00

 

 

16.10.2014 09:47

Landskeppni SFÍ 2014

Keppnin fer fram á Vorboðavelli við Blönduós (1.-2. nóv) og aðalfundurinn verður haldinn á Breiðavaði kl. 20.00 (31.okt). Fyrr um daginn 31. okt verður Mosse (dómari mótsins) með námskeið í dómgæslu. Frétt með ítarlegri upplýsingum væntanleg.
  • 1
Flettingar í dag: 365
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 227
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 304026
Samtals gestir: 42675
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:19:23