Færslur: 2012 September

07.09.2012 17:55

Landskeppni SFÍ 2012 - Sundurliðun stiga


Fyrir þá sem hafa áhuga, þá eru komnar töflur yfir sundurliðuð stig í Landskeppni SFÍ 2012 undir skrár (og síðan keppnir) á heimasíðunni.  Ef einhver á í vandræðum með að nálgast töflurnar, þá get ég sent þær í tölvupósti eftir helgina.

Ef einhver á góða mynd af verðlaunahöfum í unghundaflokknum, þá væri hún vel þegin.  Myndina má senda á atlanwave(at)yahoo.com. 

Bestu þakkir og kveðjur,

Jón Axel

02.09.2012 22:02

Landskeppni 2012. Úrslit.

Það var algjör bongóblíða á Melunum í dag þegar spennandi úrslit réðust á landskeppninni.


  Það var sólin sem var óþægilega björt þarna og ekki bættu bikararnir úr fyrir heimasætur af Nesinu og unga manninn af Skeiðunum.

 Þegar rennslum lauk á laugardaginn var ljóst að spennandi dagur var framundan því munurinn milli keppenda var svo lítill að allt gat gerst.

 Gísli í Mýrdal sem bar hitann og þungann af bæði námskeiði og keppni, stýrir hér Kötu sinni í annað sætið í A fl.

 Ekki minnkaði spenningurinn þegar leið á keppnina og ekki var nokkur leið að átta sig á hvernig þetta færi þegar síðasta rennsli var að baki.
  Mér fannst áhugavert að sjá þriggja ára hunda raða sér í efstu sætin í harðri keppni eins og þarna fór fram með tvo fyrrverandi íslandsmeistara sem þarna mættu í fínu formi.

 Og þó svona keppni sé að talsverðum hluta lotterí, segir þetta mér að við séum á réttri leið þó alltaf vilji maður sjá fleiri keppendur. 


Unghundar.

1. sæti. Hilmar Sturluson og Perla frá Móskógum með 67 + 54 = 121 stig
2 sæti. Jón Axel Jónsson og Ben frá Hæl með           27 + 60 =   87 stig.
3 sæt Svanur Guðmunds.og Korka frá Miðhrauni með 46 + 38 =   84 stig



B flokkur.

1 sæti Jón Geir Ólafsson og Týra frá Geirlandi      með 57 + 61 = 118 stig.
2 sæti Gísli Þórðars.og Fía frá Brautartungu         með  41 + 51 = 100 stig.
3 sæti Elísabet Gunnarsd. og Panda frá Daðast.  með    0 + 72 =  72 stig



A flokkur.

1sæti Aðalsteinn Aðalsteinsson og Kría frá Daðast.með 61 +73 =134 stig
2 sæti Gísli Þórðarson og Kata frá Daðastöðum     með 62+ 72 =134 stig
3 sæti Elísabet Gunnarsd. og Skotta f. Daðastöðum m. 67+ 65 =132 stig.



Besta tíkin Kría frá Daðastöðum.




Besti hundur . Karven Taff innfl.



 Með samþykki ( vonandi allra keppenda) verður brotið upp á þeirri nýbreytni að sýna útreikning dómara fyrir refsistig allra keppenda báða dagana .


 Eggert fer yfir mótshaldið og lýsir niðurstöðum. Formaður Snæfellsnesdeildar Halldór Sigurkarlsson bíður eftir að bera verðlaunin í sigurvegarana.

Ritari dómara, Eggert á Hofstöðum setti þetta upp og kunnum við honum bestu þakkir fyrir það og ritarastörfin.
 
 Því miður á ég aðeins í vandræðum með að koma Exel skjalinu inná síðuna en það mun samt takast áður en líkur.

 Það mættu um 50 manns í grillið til okkar á laugardagskvöldið en það fór alveg ólátalaust fram.



Nokkrar myndir komnar í albúm.
  • 1
Flettingar í dag: 365
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 227
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 304026
Samtals gestir: 42675
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:19:23