Færslur: 2011 September

08.09.2011 16:38

Ótitlað

Hér er dálítið fyrir þá sem af þessu misstu: Frétt sjónvarpsins 28.08 2011,http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4547449/2011/08/28/7/

Þetta var gaman að sjá,viðmælendurnir tóku sig vel út og gerðu þessu góð skil !!
Þökk fyrir það !!

Kv
Einar Jóels.

05.09.2011 22:26

Fundargerð Aðalfundar 2011

Aðalfundur Smalahundafélags Íslands

haldinn að Eyrarlandi í Fljótsdal þann 26. Ágúst 2011

Sverrir Möller setti fundinn og kom með tillögu um að Lárus Sigurðsson yrði fundarstjóri og Unnur Ólafsdóttir fundarritari það var samþykkt.

Sverrir Möller flutti skýrslu stjórnar hann sagði frá ættbókarforritinu og styrk sem fékkst, einnig ræddi hann um skort á námskeiðshaldi. Þorvarður Ingimarsson sagði frá starfi Austurlandsdeildar.  Ásta Einarsdóttir sagði frá starfi Skagafjarðardeildar.  Bjarki Benediktsson sagði frá starfi Húnvetninga.  Gunnar Guðmundsson sagði frá starfi Snæfellsdeildarinnar. Borgarfjarðardeildin er í dvala

Aðalsteinn Aðalsteinsson sagði frá starfi Sunnlendinga.

Skýrsla formanns samþykkt.

Marsibil Erlendsdóttir skýrði reikninga félagsins og þeir samþykktir.

Inntaka nýrra félaga: Sigurfinnur Bjarkason Tóftum, Aðalsteinn J. Halldórsson, Jón Geir Ólafsson Gröf, Marinó Bjarnason Tálknafirði, Eggert Stefánsson Laxárdal, Edze Jan deHaan Hámundarstöðum, Sara Ósk Haraldsdóttir Reykjavík.

Nýjir félagar samþykktir inn í félagið með lófaklappi.

Kosningar: Sverrir Möller á að ganga úr stjórn eftir 3 ár.  Kosning fór þannig að hann fékk 13 atkvæði og Elísabet Gunnarsdóttir 1 atkv.  Ásta Einarsdóttir klöppuð inn sem varamaður í stjórn.

Önnur mál:

1.       Ættfræðiforritið - Hilmar Sturluson sagði frá þróunarferlinu og styrk frá Fagráði sauðfjárræktarinnar - umræður.

2.       Keppnisreglur - umræður og síðan lagði Sverrir Möller  fram eftirfarandi tillögu:

Tillaga um að keppnisfyrirkomulag sé óbreytt frá fyrra ári.  Þ.a.sé landskeppni í tvo daga gildi samanlagður stigafjöldi til verðlauna.  Það gildi um alla flokka.

Hundur í B-flokk sem nær 50 stigum í rennsli á landskeppni keppir þar eftir í A-flokki.

Unghundaflokkur miðast við 3 ár miðað við fæðingardag.

A-flokkur er opinn flokkur og öllum heimilt að keppa í þeim flokki.

Tillagan samþykkt.

3.       Árgjald - Tillaga stjórnar er að hækka árgjald í 2.500 kr.  Tillagan samþykkt.

4.       Félagatal - Tillaga um að þeir sem ekki greiða árgjald í 2 ár verði sjálfkrafa strikaðir út úr félaginu.  Tillagan samþykkt.

5.       Logo - Stjórn félagsins falið að vinna að því.

6.       Tillaga um að verðlaun fyrir besta fjárhundinn og bestu tíkina verði eingöngu veitt hundum sem keppa í A-flokk.  Tillagan samþykkt.

Vegna myrkurs var samþykkt að lesa ekki upp fundargerðina í lok fundar.  Fundi slitið

Unnur Ólafsdóttir fundarritari

02.09.2011 14:12

Heimsmeistara mót

Heimasíða Heimsmeistara mótsins 15-18 sept 2011 er www.worldsheepdogtrials.org   og þar undir er linkur sem heitir

Live Twitter Feeds og þar uppfærist staðan jafn óðum, enn hef ég ekki séð að það sé bein útsending á netinu frá mótinu, en ef ég skildi rekast á link með útsendingu set ég hann hér inn

kv. Gunni

01.09.2011 17:05

Smalahundakeppnir

Þar sem ég hef setið heima undanfarna daga með veikt barn hef ég vafrað á netinu meira en vanalega og rakst ég á síðu Færeyskra smalahunda og viti menn þar er líf þeir eru búnir að halda nokkur námskeið og halda allavega þrjár keppnir á árinu, þetta finnst mér gaman að sjá og ég sá einnig að þeir taka þátt í hinni svo kölluðu Continental keppni þ.e. þar taka þátt þó nokkur Evrópu lönd og Skandinavíu löndin öll nema við, mikið væri nú gott ef Ísland væri með svona Pet Passport eins og Færeyjar, en allavega finnst mér góð framför hjá okkur en betur má ef duga skal og gaman væri ef við gætum hjálpast að við að finna kostunar aðila að námskeiðum og dómstörfum því með því fáum við alltaf spark í rassin til að halda áfram og bæta okkur og hundana okkar í von um að í framtíðinni verði hérna sterkir fjárhundar sem hægt sé að nota með sóma í keppni, Umhirða hunda hér á landi er til sóma ef marka má orð Calvins Jomes um síðustu helgi hann sagðist aldrei hafa komið til neins lands þar sem allir hundarnir sem hann sá voru mjög vel fóðraðir og hirtir, þar sem góður hundamatur kostar c.a 7-15 þús 15 kg poki hér á landi en ekki nema 1000-1500 kr í Wales er ljóst að við metum hundana okkar mikils svo nú er bara að slá í og halda áfram að temja og vonandi getum við fundið sponsor (a) til að hjálpa okkur með eins og eitt til tvö námskeið á ári svo við höldum áfram að vera í góðum bata með hundana okkar.


 

Takk fyrir liðna helgi Varsi og Fjölskylda eiga heiður skilið fyrir frábært mót

Kv. Gunni


 

  • 1
Flettingar í dag: 365
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 227
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 304026
Samtals gestir: 42675
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:19:23