Færslur: 2011 Júlí
31.07.2011 00:42
Wales Nationals
Sigurvegari keppninnar er KEVIN EVANS einn af Íslandsvinum okkar og sá sem fann Taff fyrir mig,
en þessi keppni verður lengi í minnum manna vegna erfiðra kinda það hefur ekki oft gerst að svona margir hætti keppni í miðri keppni og margir mættu ekki í braut vegna aðstæðna einnig varð Kevin 3 í Brace keppninni en það er keppni með tveimur hundum og þar var hann með sigurvegarann í einstaklingskeppninni Greg og NorthHill Sweep, Greg er aðeins á 4 ári
en nánari úrslit eru á www.welshnationalsheepdogtrials.org.uk
kv Gunni
30.07.2011 09:03
Leiðsögn með meistara
Vegna þess hve snemma á föstudag fyrir Landskeppni, dómarinn verður kominn hingað í Eyrarland, hefur verið ákveðið að gefa fólki tækifæri á að hitta hann og fá leiðsögn.
Hann verður kominn hingað um kl 9:00.
Um óformlegt námskeið er að ræða og ekki verður tekið gjald fyrir.
Eins og komið hefur fram hér á síðunni heitir hann Martin Calvin Jones.
Við hvetjum sem flesta til þess að koma og nýta þennan möguleika. Það er ekki á hverju ári sem við erum að fá hingað erlenda dómara eða þjálfara, og þess vegna er gott að geta átt spall við þessa kappa.
kv Varsi
26.07.2011 18:59
Æfingar/kennsla í Mýrdal.
Æfingar/kennsla í Mýrdal.
Þetta er áhugaverður valkostur fyrir þá sem eru með ótamda eða lengra komna hunda og upplagt fyrir þá sem eru lengra frá að sammælast og taka kvöldstund saman.
Það er gríðarlega mikils virði að komast í þjálar kindur í frumvinnunni og styttir ferlið verulega.
Síminn hjá Gísla er 8474083 og það styttist í smalamennskurnar.
Ég get haldið æfingar á þriðjudögum, föstudögum og sunnudögum kl.20 það sem eftir er sumars, gegn vægu gjaldi kr.1000 hvert skipti frítt fyrir elli og örorkulífeyrisþega, etv. nískupúka líka. byrjum í kvöld 26. júlí.:) kv.Gísli í Mýrdal.
26.07.2011 12:38
Túnið slegið
Þið sem ferðist með eigið gistirými eruð velkomin hingað á túnið á Landskeppninni
Ég má náttúrulega ekki auglýsa neitt slíkt á opinberum vetfangi, en þið látið það berast.
kv Varsi
22.07.2011 09:50
Landskeppni Eyrarlandi 27.-8. ágúst
Það er búið að ráða dómara frá Wales, Martin Calvin Jones sem er þaulreyndur dómari og keppandi í fjárhundakeppnum. Það verður eflaust hægt að fá hann til þess að leiðbeina okkur eitthvað í leiðinni.
Vonandi koma svo bara sem flestir.
kv Varsi
- 1