Færslur: 2010 Desember
23.12.2010 16:48
Jólakveðjur
Gleðileg jól og farsælt komandi ár.
Ég þakka allar skemmtilegar stundir frá liðnu ári. Hafið það gott yfir hátíðirnar.
Bestu kveðjur, Billa Dalatanga.
Ég þakka allar skemmtilegar stundir frá liðnu ári. Hafið það gott yfir hátíðirnar.
Bestu kveðjur, Billa Dalatanga.
Skrifað af Billa
05.12.2010 00:25
Killibrae bræður Jim og Flash
Albróðir Jim að gera það gott hjá Derek Scrimegour,honum leist svo vel á hann að hann keypti hann aftur og hefur ákveðið að nota hann sem undaneldis og keppnishund.
Hann heitir Killiebrae Flash og er úr sama goti og hann Jim minn.
hér er hlekkur á frétt af heimasíðu Dereks,um Flash.
www.bordercollie.gb.com/empty_49.html
Skrifað af Einari J.
04.12.2010 16:33
Fleiri smalasögur
Við granni minn á Sauðanesi lögðum í vel heppnaða ferð austur yfir fjöllin á svæði er kallast Fagranes. Fórum við í birtingu á tvemur sexhjólum með þrjá hunda,fundum við fljótlega 13 kindur í svokölluðu Selfjalli sem er hátt í sjófram voru seppar fljótir að safna þeim saman enda lágu þær vel við í þetta sinnið. Gekk á ýmsu í rekstinum heim enda bæði bratt þungfært og langt heim fór svo að fimm voru sauðbundnar aftan á pallana en restin gekk.Var komið svartamyrkur á okkur á heimleið en við vorum komnir kl19 og týndum við engu reyndist hópurinn vera af sjö bæjum ,mikið helv reyndust þau vel sexhjólin við þessar aðstæður og komu spilin sér vel enda bratt heim. Þau rúma vel þrjár kindur á pallinum en erfitt á ég með að skilja hvernig hægt er að smala á þessu hundlaus Fórum við síðan næsta dag á útnesið í Kumlavík og Selvík og höfðum fjórar kindur og voru tvær spilaðar upp úr björgum við mikla kæti þær reyndust allar vera frá sauðanesi og fengu að sjálfsögðu far heim .Næsta verk verður að fara í Gunnólfsvíkurfjallið sjávarmegin og held ég bara að hundum mínum kvíði meir fyrir en mér þar eru að minnstakosti 11 kindur ef þær eru ekki þegar hrapaðar.
Skrifað af Sverrir
03.12.2010 23:07
hlýði Billu
Ja jú ég fór að smala í fyrradag. Við Lýsa fórum í Kiðafellið að ná í eftirlegukindur sem voru fyrir innan svokallaða Ófæruá. Eins og nafnið gefur til kynna þá er þetta ekkert sérstaklega skemmtilegt smalasvæði, bratt, klettótt og djöfullegt. En við komum heim með 6 kindur, fundum eina til viðbótar sem var greinilega útigengin síðasta vetur. Hún hafði lent í einhverju óhappi með framfót og steig ekki í hann, ég dró upp hnífinn og kvaddi hana þarna innfrá. Það var ógjörningur fyrir mig að koma henni til byggða, því þarna er ekki farið á neinu tæki og dagurinn er orðinn svo stuttur að það var enginn tími í tafir.
Lýsa er annars með gest þessa dagana, sko "næturgest" það er djásnið hann Dan frá Daðastöðum. Mikið ofboð er þetta fallegur og blíður hundur, næstum eins og Tígull sé kominn aftur. Ég vona að sjálfsögðu að ég fái það besta úr þeim báðum og ekki spillti það nú ef það kæmi einn eða svo sem líktist þeim gamla.
Mac er í skemmtiferð á suðvesturhorninu og sinnir þar tíkum, svo hann fær sárabætur fyrir að vera að heiman þegar hans ektakvinna er heit.
kv Varsi
Lýsa er annars með gest þessa dagana, sko "næturgest" það er djásnið hann Dan frá Daðastöðum. Mikið ofboð er þetta fallegur og blíður hundur, næstum eins og Tígull sé kominn aftur. Ég vona að sjálfsögðu að ég fái það besta úr þeim báðum og ekki spillti það nú ef það kæmi einn eða svo sem líktist þeim gamla.
Mac er í skemmtiferð á suðvesturhorninu og sinnir þar tíkum, svo hann fær sárabætur fyrir að vera að heiman þegar hans ektakvinna er heit.
kv Varsi
Skrifað af varsi
03.12.2010 17:35
Lítið að gerast
Það gengur vel með hvolpinn hann er orðin eins og feitur selur. Eru allir komnir á fullt í jólabakstur eða þrif það er svo lítið um að vera hér á síðunni, það hlítur einhver að lumma á hunda eða rollusögu eða bara einhverju. Gunni er tíkin búin í látum hjá þér?
Skrifað af Billa
- 1
Flettingar í dag: 486
Gestir í dag: 61
Flettingar í gær: 227
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 304147
Samtals gestir: 42706
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:40:34