Færslur: 2010 Ágúst
30.08.2010 01:06
Landskeppni 2010. Vorboðavellir.
Úrslit í Landskeppni.
Samanlögð stig giltu til úrslita.
1. Gunnar Guðmundsson Ólína Hafnarfirði 59 84 =143
Dómari var Kristján Ingi Jónsson.
Það var frábær aðstaða á Vorboðavöllum bæði fyrir keppendur og áhorfendur enda ágæt mæting af hvorutveggja.
Hjónin á Breiðavaði fengu að taka á því við undirbúninginn og keppnina ásamt fleirum og það hefur örugglega verið mikill léttir að sjá fyrir endann á mótinu á sunnudaginn.
Kindurnar frá Breiðavaði voru nokkuð góðar í heildina, sérstaklega seinni daginn þó sum rennslin yrðu nokkuð hröð þegar kom fram á keppnina. Það koma þó alltaf erfiðar kindur fram í svona keppnum til nokkurra óþæginda fyrir þá sem lenda á þeim.
Lísa og Skotta frá Daðastöðum sem sigruðu B fl. með glæsibrag, stilla sér upp fyrir lokarennslið.
Mér þótti það skemmtilegt við þetta mót að þarna mættu nokkrir bændur á sína fyrstu keppni með fjárhundana sína, hvorutveggja alveg óvanir keppnum.
Þó þeir væru ekki að berjast um efstu sætin sá maður þarna mjög góða og vel tamda fjárhunda sem eru að nýtast eigendum sínum gríðarlega vel. Flott hjá þeim.
Hér er Reynir Þór Hurðarbaki að rétta hópinn. Hann kom inn í stjórn í stað Hilmars sem var
búinn með 6 ára stjórnarkvótann.
Sigurvegararnir í A flokki.
Hilmar og Dot 3 sæti.122 stig. Varsi og Lísa í 2 sæti 129 stig og Valli og Skotta 1 sæti með 145 stig. Stigin eru samanlögð stigagjöf tveggja rennsla.
B.flokkur.
Halldór á Súluvöllum og Spori frá Breiðavaði með ? stig og 3 sæti. Svanur og Snilld frá Dýrfinnustöðum með 126 stig 2 sæti og Lísa og Skotta frá Daðastöðum í 1 sæti með 135 stig.
Unghundaflokkurinn.
Helgi og Snúlla frá Snartarstöðum í 3 sæti með ? stig. Svanur og Dáð frá Móskógum 2 sæti og 128 stig. Gunnar og Ólína frá Hafnarfirði með 143 stig ásamt eiganda Ólínu.
Bestutíkarbikarinn hlaut Skotta og Valli og mér sýnist þau bæði brosa út að eyrum með þessa tímabæru viðurkenningu.
Bestahundsbikarinn hlaut Prins frá Daðastöðum og Sverrir fékk að koma sem burðardýr á myndina.
Alltaf jafn gaman að sjá taktana hjá þeim í keppni þó stundum gangi hlutirnir ekki alveg upp.
Þeir sem eru með fleiri myndir frá keppninni endilega bætið þeim inná albúmið .
22.08.2010 22:07
Landskeppni 2010
Fyrir þá sem ekki fengu fundarboð
Landsmót Smalahundafélags Íslands verður haldið á Vorboðavelli hjá Blönduósi dagana 28-29 ágúst næstkomandi. Keppnin hefst kl 10 á laugardeginum og mun verða byrjað á unghundum. Frí tjaldsvæði eru á staðnum sem og aðstaða fyrir húsbíla. Fólk getur mætt á föstudagskvöldið ef það vill. Sameiginlegur kvöldverður verður á laugardagskvöldið og verður hann með svipuðu sniði og í fyrra. Skráning fer fram í síma 8480038. Gott væri að skráningu væri lokið þriðjudagskvöldið 24 ágúst. Einnig verður hægt að skrá sig á staðnum eins og verið hefur.
Aðalfundur Smalahundafélags Íslands
Aðalfundur félagssins verður haldinn að lokinni keppni á laugardeginum 28. ágúst. Venjuleg aðalfundarstörf og kosningar. Fundarstaður verður á Vorboðavelli.
Stjórnin.
18.08.2010 14:09
Ótitlað
í öllum flokkum verða verðlaun í boði Líflands sem hér segir þ.e 1 sæti hundabúr 15 kg arion standard hunda matur og nagbein 2 sæti hundabæli, dýna, 15 kg arion standard hundamatur og nagbein í 3 sæti ól taumur og 15 kg arion standard hundamatur og nagbein einnig gefur Icepet okkur eitthvað til í verðlaun og vil ég senda þeim sem okkur styrkja kærar þakkir
sjáums svo hress á keppninni kv.Gunni
13.08.2010 23:30
Ótitlað
Á morgun kl 4 ætlar Smalahundadeild Árnessýslu að halda létta keppni fyrir byrjendur og styttra komna mótið er hugsað sem æfing og einnig til að sjá hvar hver og einn er staddur með sinn hund allir eru velkomnir að Húsatóftum og hefur heyrst að hin margfræga kjötsúpa standi til boða eftir keppni á Hestakránni, vona að sem flestir sjái sér allavega fært um að koma og horfa
kv. Stjórnin
- 1