Færslur: 2010 Júní
29.06.2010 18:36
Æfing
Sæl öll.
Jæja í dag fór ég með Skutlu og Seres í kindurnar eftir langt hlé. Það gekk bara mjög vel. Síðan prófaði ég Sóta og Svark enn þeir eru nú bara 5 mánaða og Sóti sýndi svaka takta og hann er mjög flottur með uppspert eyru sem er allveg toppurinn. En Svarkur fylgdist bara með.
Eru einhverjir fleiri að temja :-)?
Kær kveðja héðan frá Dalatanga.
Skrifað af Billa
17.06.2010 12:44
Samæfing árnesdeildar
Það eru komnar glænýjar myndir í myndaalbúmið af smalaæfingu 16. júní í Háholti.
Veðrið var frábært, rollurnar fínar (kannski fullrólegar fyrir lengri komna), og mannskapurinn samanstóð af einstökum prúðmennum og sómafólki . Grindurnar sönnuðu gildi sitt er kom að óvanari hundum og þeir voru mjög fljótir að átta sig á tilgangnum með þessum hringhlaupum fram og til baka enda gekk þetta hratt fyrir sig þar sem rollurnar komast ekki í burtu. Svo þegar búið var að æfa nokkra hringi í grindunum þá var farið út á tún og æft þar sem gekk vonum framar.
Takk fyrir
Raggi Rollulausi.
Veðrið var frábært, rollurnar fínar (kannski fullrólegar fyrir lengri komna), og mannskapurinn samanstóð af einstökum prúðmennum og sómafólki . Grindurnar sönnuðu gildi sitt er kom að óvanari hundum og þeir voru mjög fljótir að átta sig á tilgangnum með þessum hringhlaupum fram og til baka enda gekk þetta hratt fyrir sig þar sem rollurnar komast ekki í burtu. Svo þegar búið var að æfa nokkra hringi í grindunum þá var farið út á tún og æft þar sem gekk vonum framar.
Takk fyrir
Raggi Rollulausi.
Skrifað af Raggi
15.06.2010 07:00
Grindur myndir
Jæja sjáum hvort við fáum myndir.
Hægt er að raða grindunum upp á ýmsa vegu, en kem með fleiri myndir seinna.
Kv. Raggi rollulausi.
Skrifað af Raggi
13.06.2010 10:29
Girðingin prófuð.
Jæja nú fór ég á Hríshól í Reykhólasveit í gær til að prófa girðinguna. Það tók ekki nema 10 mín að setja hana upp og grindurnar eru tiltölulega léttar.
Þá var ekkert annað að gera enn að setja rollur, hund og smala í girðinguna og hefjast handa.
Hafa ber í huga að ég er óreyndur í þessu fagi og allar upplýsingar lýsa á engan hátt skoðunum og stefnu Smalahundafélags Íslands .
Svo hófst fjörið. Kindurnar voru töluvert hændar að girðingunni enda völundarsmíð og það þurfti aðeins að hjálpa Perlu minni í fyrstu skiptin að koma þeim af girðingunni. Svo prófaði ég tíkina á bænum sem er Terrí frá Svani í Dalsmynni. Hún vildi bara halda kindunum upp að girðingu og tók það töluvert á að ná henni fyrir rollurnar en það hófst fyrir rest. Semsagt góð ferð í veðursældina fyrir vestan.
Kv.
Raggi rollulausi.
Þá var ekkert annað að gera enn að setja rollur, hund og smala í girðinguna og hefjast handa.
Hafa ber í huga að ég er óreyndur í þessu fagi og allar upplýsingar lýsa á engan hátt skoðunum og stefnu Smalahundafélags Íslands .
Svo hófst fjörið. Kindurnar voru töluvert hændar að girðingunni enda völundarsmíð og það þurfti aðeins að hjálpa Perlu minni í fyrstu skiptin að koma þeim af girðingunni. Svo prófaði ég tíkina á bænum sem er Terrí frá Svani í Dalsmynni. Hún vildi bara halda kindunum upp að girðingu og tók það töluvert á að ná henni fyrir rollurnar en það hófst fyrir rest. Semsagt góð ferð í veðursældina fyrir vestan.
Kv.
Raggi rollulausi.
Skrifað af Raggi
06.06.2010 18:28
Smalahundagræjur
Komiði sæl. Nú er ég að smíða mér grindur sem hægt er að færa á milli staða. Sá þetta á erlendu myndbandi með Andy Nickless.
Veit ekki hvort einhver er með svona en ég hef trú á því að þetta auðveldi tamningu á óvönum hundum. Einnig hægt að nota til að loka hornum í hólfi því hundar sem eru ekki orðnir nógu harðir eiga erfitt með ná rollum úr hornum og fleiri hindrunum.
Væri gaman að fá feedback við þessu. Gæti komið með þetta á samæfinguna hjá Árnesdeildinni í júní ef fólk hefur áhuga að prófa.
KV. Raggi rollulausi.
Veit ekki hvort einhver er með svona en ég hef trú á því að þetta auðveldi tamningu á óvönum hundum. Einnig hægt að nota til að loka hornum í hólfi því hundar sem eru ekki orðnir nógu harðir eiga erfitt með ná rollum úr hornum og fleiri hindrunum.
Væri gaman að fá feedback við þessu. Gæti komið með þetta á samæfinguna hjá Árnesdeildinni í júní ef fólk hefur áhuga að prófa.
KV. Raggi rollulausi.
Skrifað af Raggi.
- 1
Flettingar í dag: 486
Gestir í dag: 61
Flettingar í gær: 227
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 304147
Samtals gestir: 42706
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:40:34