Færslur: 2010 Janúar
29.01.2010 10:27
Ótitlað
Hvolpahittingur í Hestamiðstöðinni.
Það er stefnt að hvolpahittingi í Hestamiðstöðinni laugardaginn 30 jan.
Þetta er ekki alvörunámskeið heldur á að reyna að ná saman B C hvolpum, ótömdum eða lítið tömdum 6 mán. eða eldri.
Ekki verður um mikla kindavinnu að ræða en hvolparnir fá þó aðeins að sýna taktana ef áhuginn er kominn.
Þarna verða vonandi einhverjir sérfræðingar á svæðinu og munu þeir ekki, ef að líkum lætur, liggja á skoðunum sínum um stöðu hvolpanna í námsferlinu og hvernig standa skuli að framhaldinu við tamninguna.
Húsnæðiskostnaði verður skipt niður á gesti og gangandi og þeir sem luma á köku í búrinu eða í kistunni eru sérstaklega velkomnir, grípi þeir hana með.
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Skyldumæting hjá félögum í Smalahundadeild Snæfellinga með eða án hvolps..
Skráning í síma 6948020 eða dalsmynn@ismennt.is
27.01.2010 21:47
Aðalfundur Smalahundadeildar Árnessýslu
Aðalfundur Smalahundadeildar Árnessýslu verður haldinn á Hestakránni Skeiðum fimmtudagskvöldið 28 jan kl:20:30.
Drífa Gestsdóttir kynnir hundaþjálfun.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Nýir félagar velkomnir.
Vonumst til að sjá sem flesta.
Stjórnin.
15.01.2010 22:17
Með góðum kv frá Eyrarlandi
sæll Hilmar, þú vildir fá mynd af húsinu.
En heil og sæl öll.
Ég hef ekkert gert í hundum síðasta árið, fyrst fór tíminn í að liggja í rúminu og þegar því lauk tók sauðburður við og því næst húsbygging. En við rifum gamla hlutann af íbúðarhúsinu sl. vor og byggðum annað lítið eitt stærra í staðinn. Við erum svo að segja búin með neðri hæðina og getum því farið að halda hundapartý á ný. Enn betri verða partýin þegar efri hæðin klárast, því þar verður koníaksstofan. En stefnan er tekin á hundakeppni í vetur, einhver timan á útmánuðum.
Þá gerum við okkur glaðan dag og að sjálfsögðu verða allir velkomnir og nóg er plássið.
Ég er búinn að setja út fjóra smáskussa sem eru í ullinni og ætla mér að temja ungu tíkurnar eitthvað, þær Flugu og Vöku.
Lýsa á von á sér um miðjan feb. undan Mac.
Tígull karlinn er nú genginn á vit feðra sinna og á vonandi náðuga daga þar. Hann var búinn að skila góðu dagsverki.
Fleira er nú ekki að frétta hjá mér í bili.
kv Varsi
01.01.2010 01:56
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir gamla árið
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir gamla árið.
Hvernig væri nú að vera svolðið duglegri að virkja þassa heimasíðu okkar og setja inn nokkrar línur.
Með von um gott smalahundaár.
kv
Hilmar Móskógum.
- 1