Færslur: 2009 Mars

31.03.2009 11:50

Smalahundadeild Árnessýslu

Loksins,loksins.
Ákveðið hefur verið að stofna smalahundadeild hér í Árnessýslu. Búið er að semja við eiganda (Alla) Hestakráarinnar á Skeiðum, og verður stofnfundurinn haldin þriðjudagskvöldið 7. apríl kl 20:30.
Allt áhugafólk um smalahunda hvatt til að mæta.

kv Hilmar

27.03.2009 23:04

Hundalíf í Móskógum.


 Það var tekið hús á formanninum í dag.

 Tilgangurinn var sá að vita hvort hann væri ekki alveg búinn að rústa þessum dýrum sem hann er að temja.



  Spaði var fyrstur í úttektinni. Hann er með mesta augað og hálffraus öðru hvoru. Hann var samt ekki að vinna vítt en trúlega breytist það áð'ur en líkur.



  Bolla var næst . Hún er fallega loðin og það rifjaðist upp fyrir mér að Hilmar tímdi ekki að láta mig hafa  hana, í fyrstu skoðun á ungviðinu. Ég á eftir að ná henni fyrir lítið seinna.
 Hún var með minnsta áhugann enn en allt í lagi samt.



  Hér er Gríma mætt til leiks. Mér leist best á hana (nema útlitslega). Hún vann þetta skemmtilegast og gæti orðið kjarkmest af þeim.

  Þau voru hlýðin og komu umsvifalaust frá kindunum við innkallið.

Þetta eru efnileg dýr og fyrst kallinn er ekki að rústa þeim,  verður hann allvel settur með fjárhunda áður en lýkur.emoticon

Fleiri myndir í albúmi.

22.03.2009 10:33

http://www.horseandcountry.tv

Sæl, mig langar að láta vita af því að hægt er að horfa á valin myndbrot úr intern.trail 2007 með því að slá inn www.horseandcountry.tv en trúlega þarf að hafa gott netsamband.
kv. Hilmar

17.03.2009 17:40

Félagatal

Ef einhver hefur upplýsingar til að leiðrétta félagatalið, þá endilega látið Sverri ritara vita (ytralon@simnet.is).

14.03.2009 22:41

Litlar umræður?

Miðað við fjölmennið í félagatali þá ættu hér að vera líflegar umræður,hvar eru allir? Hér tjá sig einungis 10-15 einstaklingar.

07.03.2009 18:22

Móskógar

Sæl
Þá er búið að greiða árgjaldið og vonandi verður síðunni ekki lokað aftur. Ég hef verið að reyna að ná sambandi við 123.is því þeir bjóða að flytja efnið frá gömlu síðunni yfir, okkur að kostnaðarlausu ef það er þá hægt.
Ég er að byrja á að fara með hvolpana í fé með æðimisjöfnum árangri, ekki meira um það en ég er allveg gegnblautur að svita í hvert sinn.
kv Hilmar

03.03.2009 11:31

Tinna og Jim

Myndir komnar í albúmið!

02.03.2009 07:01

Hvolpar til sölu


Til sölu eru tvær tíkur og þrír hundar eru undan Tinnu frá kirkjubóli og Killiebrae Jim. Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma: 4831047 og 8656421. Einar Jóels
  • 1
Flettingar í dag: 486
Gestir í dag: 61
Flettingar í gær: 227
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 304147
Samtals gestir: 42706
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:40:34